Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 73

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Page 73
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 r>v Tilvera 77 uwsmmnm Þegar Trölli stal jólunum Illa fariö með Trölla ★★ Teiknimynd- in Þegar Trölli stal jólunum (How the Grinch Stole Christ-mas) er án vafa í hópi skemmtileg- ustu teikni- mynda sem gerðar hafa verið. Leik- stjóri og teikn- ari er hinn frægi Chuck Jones, sem m.a. gerði teiknimyndir um Tomma og Jenna. Sagan um Trölla er eftir Dr. Seuss og og var fyrir löngu gefin út í ís- lenskri þýðingu Þorsteins Valdimars- sonar, auk þess sem myndin hefur ver- ið sýnd í íslensku sjónvarpi. Söguna af Trölla þekkja flestir en hann er hin mesta ótukt og hefur svo mikla óbeit á jólunum að hann reynir að skemma þau tyrir öðrum. í umsögn útgefanda teiknimyndar- innar segir að myndin sé í endurbættri útgáfu og með vandaðri talsetningu. Það kann vel að vera að útgáfan sé end- urbætt en vönduð getur talsetningin ekki talist. í sönglögunum heyrist til dæmis í ensku útgáfunni undir og rödd sögumannsins er ekki nógu nálæg. Þrátt fyrir frábæran texta nær sögu- maður aldrei að hrífa áhorfendur og því verður þetta snilldarverk aldrei nema svipur hjá sjón. Það er lika furðu- legt að hvorki sögumanns né annarra sem unnu að talsetningunni er getið í myndinni. Hér er á ferðinni frábær teiknimynd sem þvi miður liður fyrir óvandaða talsetningu. -aþ Útgefandi: Skífan. Höfundar: Dr. Seuss, Irv Spector og Bog Ogle. Bandaríkin 1966. Lengd: 66 mín. Öllum leyfð. Með íslensku tali. Meistaragolf: Úlfar og Arnar Már leiðbeina kylfingum Fyrir tveimur árum kom út bókin Betra golf eftir Amar Már Ólafsson golfkennara og Úlfar Jóns- son, fyrrum atvinnumann og margfaldan íslands- meistara í golfi. Bókin vakti athygli og hrifningu hjá kylfingum enda farið á skynsaman máta í gegn- um allar hliðar golfsins og hafa margir notfært sér bókina til að verða betri kylfmgar. í bókinni voru vel útfærrðar myndaseri- ur af ýmsum æfingum. Þegar golfið á i hlut kennslulega séð þá er mikill akkur í kennslu á myndbandi og því hafa þeir félagar Arnar Már og Úlfar fylgt eftir bókinni með kennslumyndbandi sem er nýkomið út. Nefna þeir • myndbandið Meistaragolf. Á mynd- bandinu fara þeir félagar í gegnum allt ferlið á mynd- rænan og skemmtilegan hátt þegar bæta á leikinn, svo sem grip, stöðu, tækniatriði sveiflunnar, stutta spil og fjölda æfinga sem eiga að auka skilning á leyndardómum golfsins. Auk þessa kenna Arnar Már og Úlf- ar einfaldar og skemmtilegar æfmg- ar sem þjálfa rétta tækni og auka til- finningu og keppnisskap. Mynd- bandið var tekið upp á golfvelli Gut Duneburg golfklúbbsins í Þýska- landi þar sem Arnar Már starfar. Golfiþróttin er í örum vexti og fjölgun kylfinga mikil á síðustu árum og nú er svo komið að Golf- sambandið er orðið næstfjölmenn- asta sambandið innan ÍSÍ. Það er því mikil þörf fyrir myndband sem þetta og sjálfsagt myndu margir kylfingar gleðjast við að sjá það í jólapakkanum. h\ Spunilsson Laugavegi 5 -w- Fékkstu kartöflu í skóinn? Snúðu þá vörn í sókn! Búðu til fallega jólakúlu eða jólakúlur... ef þú hefur fengið fleiri en eina! Þetta gerir þú ýmist með því að úða gylltum lit yfir hana eða pakka henni inn í álpappír. Þetta getur þú svo notað til að skreyta herbergið þitt eða jafnvel jólatréð. Pínirvinir íslenskir kartöflubændur * 4 Sími 588 5108 Síðumúla 13 Ný sending Spænskt f'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.