Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Síða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2000, Síða 78
82 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 2000 Tilvera DV Heimsmeistaratitill FIDE: Anand og Shirov keppa til úrslita Bókaskápur fyrir tvo lesendur Verk eftir Daníel Þ. Magnússon frá árinu 1995. Þeir Viswanathan Anand og Al- exei Shirov unnu báðir sina viður- eign og eiga að tefla einvígi um heimsmeistaratitil FIDE i Teheran i íran sem hefst 20. desember. Anand vann Michel Adams 2,5-1,5 og Shirov sigraði Alexander Grischuk með sömu tölum. Það er athyglis- vert að þarna tefla einvígi um heimsmeistaratitilinn þeir 2 skák- menn sem Kasparov „sveik“ um einvígi um titilinn. Kasparov hefur sjálfur áréttað að hann sé fyrrver- andi heimsmeistari í skák. Á næsta ári verða haldin mörg „ofurskákmót" og það verður fróð- legt að sjá hvemig fjórmenninga- klíkunni, Anand, Kasparov Kramnik og Shirov, vegnar á þeim mótum. Það verður rétt mælistika að mínu mati hver er sterkasti skákmaður heims. Vonandi ber Kramnik gæfu til að snúa á Kasparov og tefla sameiningarein- vígi við þann sem sigrar í Teheran. Eða var þetta það sem Kaspi vildi? Það verða allavega skemmtileg jól hjá skákáhugamönnum því það er ekki haldið upp á jólin hjá allatoll- unum í Iran. Það verða tefldar 6 skákir og síðan bráðabani. Anand hefur teflt eitt úrslitaeinvígi með þessu fyrirkomulagi. Það var við Anatolí Karpov hér um árið, þegar Anand varð að hafa fyrir því að komast alla leið 1 úrslitin og varð síðan að tefla úrslitaeinvígi við Kar- pov sem fékk að mæta fyrst þá. Það einvígi fór í bráðabana og Anand var með gjörunnið í síðustu skák- inni en tókst að tapa henni. Skákin er harður skóli! Hvítt: Viswanathan Anand (2762) Svart: Michael Adams (2755) Spánski leikurinn. Nýju Delhi 13.12. 2000 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Bc5. Sjaldgæft af- brigöi sem kennt er við Alexander Aljechin, fyrrverandi heimsmeist- ara. Það sem einkennir marga af þeim fremstu í dag er að þeir eru óhræddir að leita í smiðju til gömlu meistaranna. 6. c3 b5 7. Bc2 d6 8. a4. Algengari leikur er 8. d4 en An- and velur óhefðbundnari leið sem Adams reyndar þekkir vel. En það er nýjung í uppsiglingu. 8. - Bg4 9. h3 Bh5 10. d3 0-0 11. Rbd2 b4 12. a5! Hb8 13. g4! Nýjung, nýleg skák, Peter Svidler - Michael Adams - þar var leikið 13. De2 bxc3 14. bxc3 d5 15. d4 og hvítur náði frumkvæð- inu. Adams hefur haft hvítt í þess- ari stöðu á móti Joel Benjamin en hann lék sjálfur 13. Hel Dc8 14. Rfl og hvítur vann um siðir. Anand hef- ur að sjálfsögðu ekki viljað bíða eft- ir endurbót á þessum skákum held- ur tekur sjálfur af skarið: 13. - Bg6 14. Rc4 bxc3 15. bxc3 Dc8 16. Ba4 Ra7?! Fyrsti leikur skákarinnar sem stenst ekki hæstu gæðakröfur! 16. - Re7 er mun eðlilegri leikur. 17. Be3 Bxe3 18. Rxe3 c6 19. Dd2 Dc7. Næsti leikur hvíts miðar að því að taka b5-reitinn af riddaranum. En Adams bregst rangt við og lokar miðborðinu. 20. - Rd7, með hug- myndinni Rc5, er mun heilbrigðara. Hvítur nær nú óþægilegum þrýst- ingi á b-línunni. 20. c4 c5 21. Rh4 Kh8 22. g5 Rh5 23. Rd5 Dd8 24. Hfbl Rf4 örþrifaráð sem dugar skammt. Svartur reynir að ná kóngssókn. 25. Rxf4 Dxg5+ 26. Rhg2 exf4 27. Hb6 Hbd8 28. Dxf4 De7 - b-línan ræður úrslitum - 29. Habl Rc8 30. Hb7 De6. mm i ■ V s iii A if k & WTM'm ± A A W: Næsti leikur Anands er mér vel að skapi. Riddarinn er á leiðinni til d5! Stöðulega séð er svartur í heljar- greipum: 31. Dg5 h6 32. Dg3 Df6 33. Rf4 Re7 34. Kg2 Rg8 35. Rd5 De6 36. Bdl 1-0. Peðið á a6 er dauðadæmt. Þaö sýnir virðingu Ad- ams fyrir Anand að hann áleit að betra væri að gefast upp strax en að kveljast í mun lakari stöðu. Það er ekkert skrýtið að Shirov skuli vera í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann teflir stundum eins og Tal á sínum bestu stundum, stund- um þróaðan stöðustil og svo á hann það til að leika óskiljanlega af sér. Grischuk fannst hins vegar ekkert skrýtið að hann hefði unnið þrátt fyrir það að hafa haft verri stöðu. „Ég hef fengið 11,5 vinninga af 12 í ensku árásinni í Sikileyjarvörn." En Shirov vann næstu skák glæsi- lega engu að síöur. Hvítt: Alexander Grischuk (2606) Svart: Alexei Shirov (2746) Sikileyjarvöm. Nýju-Delhi 13.12. 2000. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Í3 Db6!? Óvenjulegur leikur. Riddarinn á d4 verður að yfirgefa miðborðið en hvítur nær leikvinningi með Be3 seinna meir. 7. Rb3 Rc6 8. De2 e6 9. Be3 Dc7 10. g4 b5 11. 0-0-0 Bb7 12. h4 Hc8 13. Kbl Rd7. Þessi peðasókn nefnist enska árásin. Næsti leikur hvíts er ekki sá besti. Betra er 14. g5 strax. Shirov leggur nú lúmska gildru fyrir unglinginn. 14. Hgl Rce5 15. Df2 b4 16. Ra4. Flétta Shirovs byggist á 4 atriðum: 1. Sterk staða biskupsins á b7. 2. Slæm staða riddarans á a4. 3. Peðið á c2 er í uppnámi. 4. Möguleikinn Dc6 er afar óþægilegur fyrir hvítan. 16. - Rxf3! 17. Dxf3 Dc6 18. Rac5! Ef 18. Ra5 Dxc2 19. Kal Bxe4! 20. De2 Dxa4 og svartur er með unnið tafl. 18. - Rxc5?! Ekki besti leikurinn því eftir 18. - dxc5 19. Ra5 Dc7 20. Rxb7 Dxb7 21. Bg2 Be7 hefur hvítur ekki nægilegar bætur fyrir peðið. 19. Bxc5 dxc5 20. Ra5 Dc7 21. Rxb7 Dxb7 22. Bc4 Be7. Hvítur hefur ein- hverjar bætur fyrir peðið; mislita biskupa og peðasókn sem gæti orðið að einhverju. 23. De2 Dc6 24. g5 0-0 25. h5 Hcd8 26. g6 Hxdl+ 27. Hxdl fxg6 28. hxg6 Hf4? Síðasti leikur svarts er hræðileg- ur afleikur. 28. - h6 er góður leikur eða jafnvel 28. hxg6. Shirov hefur ef- laust talið sig vera aö vinna en 29. Dh2!. 1-0. Sér til mikillar skelfing- ar uppgötvar hann að eftir 29. Hh4 30. Db8+ BíB 31. Bxe6+ verður svart- ur mát. Jólapakkamót Hellis Taflfélagið Hellir heldur Jóla- pakkamót Hellis í samvinnu við Skákhúsið og Leikbæ. Jólapakka- mót Hellis er orðið árviss viðburður í skáklífi íslenskra unglinga og er gríðarlega vel sótt, bæði af drengj- um og stúlkum. Þótt mótið sé hald- ið í Reykjavík takmarkast það eng- an veginn við börn úr Reykjavík. Á fyrri mótum hafa þátttakendur ver- ið allt frá Borgarnesi til Eyrar- bakka. Mótiö hefur verið best sótta skákmót landsins undanfarin ár. Mótið er ætíð haldið síðasta sunnudag fyrir jól og fer því fram sunnudaginn 17. desember nk. Mót- ið hefst kl. 14.00 og mun Helgi Hjörvar, forseti borgarstjómar, setja mótið. Keppt verður í 4 flokkum: Flokki fæddra 1985-1987, flokki fæddra 1988-89, flokki fæddra 1990-91 og flokki fæddra 1992 og síðar. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Glæsilegir jólapakkar eru í verð- laun fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Auk þess verða þrenn stúlknaverðlaun i hverjum flokki og einnig verður happdrætti um 3 jóla- pakka í hverjum aldursflokki fyrir sig. í lok mótsins verða nöfn allra keppenda sett í pott og heppinn keppandi fær veglega skáktölvu í jólagjöf sem Skákhúsið gefur. Allir keppendur hafa því mögu- leika á verðlaunum en mótið tekur um 3 klst. Mótið fer fram í Félagsheimili Taflfélagsins Hellis, Þönglabakka 1, efstu hæð - sami inngangur og hjá Bridgesambandinu og Keilu í Mjódd. Enn er hægt að skrá sig og er áhugasömum bent á að skrá sig í gegnum Heimasíðu Hellis www.sim- net.is/hellir eða með faxi: 5578220. Jón Viktor, Sigurður Páll og Stefán sigruöu á Helgarmóti TR Jón Viktor Gunnarsson, Sigurður Páll Steindórsson og Stefán Krist- jánsson sigruðu á desember-helgar- móti TR sem fram fór um síðustu helgi. Þeir félagar fengu allir 5 vinn- inga af 6 mögulegum. Fjórði varð Arnar E. Gunnarsson með 4 vinn- inga. Þarna var á ferðinni sterkt mót með íslandsmeistarann Jón Viktor og Stefán Kristjánsson. Það er því athyglisverð frammistaða hjá Sigurði Páli að ná að deila efsta sæt- inu. Þetta var nokkurs konar fram- haldsskólaverkfallsmót hjá strákun- um í taflfélaginu. Heimsmeistaraeinvígi kvenna Það voru 2 kínverskar stúlkur sem tefldu um titilinn og Jun Xie varði titil sinn naumlega. Hún vann Kanying Qin 2,5-1,5 og var einvígi þeirra haldið samtímis heimsmeist- arakeppni karla í Nýju-Delhi á veg- um FIDE. Listasafn íslands: Nýjar sýningar I dag verður opnuð sýning á úr- vali rýmisverka sem Listasafn ís- lands hefur keypt á undanfórnum árum eftir starfandi listamenn. Á sýningunni eru verk eftir Ragnhildi Stefánsdóttur, Rósu Gísladóttur, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Steinunni Þórarinsdóttur, Guðjón Ketilsson, Kristin E. Hrafnsson og Daníel Magnússon. í safninu stendur nú sýning af úrvali verka i eigu safns- ins þar sem lögð er áhersla á mál- verk frá fyrri helmingi 20. aldar. Á henni gefur að líta verk eftir frum- herjana Þórarin B. Þorláksson, Ás- grím Jónsson, Jón Stefánsson og Jó- hannes S. Kjarval. Þessir fjórir mál- arar hófu allir listamannsferil sinn á fyrstu áratugum 20. aldar og lögðu þar með grunninn að nútímamynd- list hér á landi. Jafnframt eru í tveimur sölum sýnd verk í eigu safnsins eftir þau Guðmund Thorsteinsson, Finn Jónsson, Gunnlaug Blöndal, Svein Þórarinsson, Jón Þorleifsson, Krist- ínu Jónsdóttur, Júlíönu Sveinsdótt- ur, Gunnlaug Scheving, Snorra Ar- inbjarnar, Þorvald Skúlason, Jó- hann Briem og Jón Engilberts. Báð- ar þessar sýningar standa til 15. jan- úar 2001. í kaffistofu stendur yflr sýning á úrvali grafikverka eftir hollenska listamanninn Bram van Velde. Kafílstofan er opin alla daga nema mánudaga, frá kl. 11 til 17. Veitinga- maður er Sveinn Kjartansson. Sýn- ingar Listasafns íslands eru opnar alla daga nema mánudaga, frá kl. 11 til 17. Jólatónleikar: Hljómsveitar- svítur Bachs í ár er minnst 250. árstíðar meistara barroktónlistarinnar, Johanns Sebasti- ans Bachs. Af því tilefni mun Kammer- sveit Reykjavikur flytja allar hljóm- sveitarsvítur hans á jólatónleikum sín- um í Langholtskirkju á sunnudaginn. Fiðluleikarinn Reinhard Goebel mun stjórna sveitinni en hann er þekktur sem einn af frumkvöðlum í fluttningi barokktónlistar á gömul hljóöfæri. Forsala aðgöngumiða er í Máii og menningu og tónleikarnir hefi- ast klukkan 16.00. JóLatiLboö Boróstofuborð, stólar, skápar borðbúnaður og ýmislegt fLeira á frábæru jólaverði næstu daga. Langholtsvegi 130-Reykjavík antik2000@simnet.is -O 5 3333 90 Jólatónleikar - veröa haldnir í Langholtskirkju á sunnudaginn. Fiðiuleikarinn Reinhard Goebel mun stjórna sveitinni en hann er þekktur sem einn af frumkvöðlum í flutningl barokktónlistar á gömul hljóðfæri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.