Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Side 45

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Side 45
við niðurstöður fleiri mælinga á fosfór i ísaldarleir (Jóhann- es Sigvaldason óbirtar niðurstöður) og er athyglisvert hve hátt fosfórmagn er í þessum jarðvegi. í öðrum úthaga er jarðvegur frá náttúrunnar hendi yfirleitt mjög fosfórsnauð- ur. Ber að hafa það fast í huga þegar nýtt land er tekið til ræktunar, að nauðsynlegt er að bera vel á af fosfór í nýrækt- ir, því erlend grös og óhagvön þurfa mjög á fosfór að halda. I gamla túninu og því kalna er fosfórmagnið nokkru hærra en í óræktinni, en þó er það einnig hér heldur lágt, sem bendir til þess að ekki hafi verið borið mikið af fosfór á túnin. Eins og tölurnar sýna, þá lækkar fosfórmagnið fljótt þegar niður dregur í moldina og sýnir þetta hve áborinn fosfór berst lítið niður í jörðina. Kalímagn í jarðvegi í Víkurbakkalandi virðist samkvæmt þessum mælingum mjög lágt burtséð frá jarðvegsgerðum og gróðurlendum. Sjá töflu 2. Þó er kalímagnið í efstu 2,5 sm ekki svo lágt ef reiknað er á þunga, en þar sem rúm- þyngd efsta lagsins er lág er heildarkalímagnið í þessu lagi lítið. Hins vegar er rétt að benda á það, að þar sem loftrými er mjög mikið í þessum efstu sm, þá er möguleiki á veru- legu vatnsmagni án þess að loft verði of lítið og getur því meira af kalí, og raunar öðrum næringarefnum líka, orðið í vatnsupplausn við sama styrkleika í þessu lagi en þegar neðar dregur og loftrými og vatnsmagn minnkar að mun. Greinilegt er af tölunum í töflu 2, að kalímagnið lækkar eftir því sem neðar kemur í moldina. Ekki er því ávinn- ingur hvað þetta næringarefni snertir að vinna landið djúpt. I töflu 3 er sýnt kalsíummagn þessara jarðvegsgerða. Við athugun á tölum töflunnar sést að gagnstætt þeirri reglu er gilda virtist um kalímagnið, að vera lágt í öllum jarð- vegsgerðum, þá er kalsíummagnið, allverulega breytilegt eftir því hver moldin er. í lyng- og hrísmónum er kalsíum- magnið, ef miðað er við þunga, allhátt í efstu sm, en lækkar mjög er neðar dregur. I grasmónum hins vegar er kalsíum- magnið nokkuð hátt í öllum mældum dýptum. Grasmórinn virðist því frjósamari hvað þetta efni snertir og hagstæðari til ræktunar. Hið háa magn efst í lyng- og hrísmónum gæti 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.