Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 45
við niðurstöður fleiri mælinga á fosfór i ísaldarleir (Jóhann-
es Sigvaldason óbirtar niðurstöður) og er athyglisvert hve
hátt fosfórmagn er í þessum jarðvegi. í öðrum úthaga er
jarðvegur frá náttúrunnar hendi yfirleitt mjög fosfórsnauð-
ur. Ber að hafa það fast í huga þegar nýtt land er tekið til
ræktunar, að nauðsynlegt er að bera vel á af fosfór í nýrækt-
ir, því erlend grös og óhagvön þurfa mjög á fosfór að halda.
I gamla túninu og því kalna er fosfórmagnið nokkru hærra
en í óræktinni, en þó er það einnig hér heldur lágt, sem
bendir til þess að ekki hafi verið borið mikið af fosfór á
túnin. Eins og tölurnar sýna, þá lækkar fosfórmagnið fljótt
þegar niður dregur í moldina og sýnir þetta hve áborinn
fosfór berst lítið niður í jörðina.
Kalímagn í jarðvegi í Víkurbakkalandi virðist samkvæmt
þessum mælingum mjög lágt burtséð frá jarðvegsgerðum
og gróðurlendum. Sjá töflu 2. Þó er kalímagnið í efstu 2,5
sm ekki svo lágt ef reiknað er á þunga, en þar sem rúm-
þyngd efsta lagsins er lág er heildarkalímagnið í þessu lagi
lítið. Hins vegar er rétt að benda á það, að þar sem loftrými
er mjög mikið í þessum efstu sm, þá er möguleiki á veru-
legu vatnsmagni án þess að loft verði of lítið og getur því
meira af kalí, og raunar öðrum næringarefnum líka, orðið
í vatnsupplausn við sama styrkleika í þessu lagi en þegar
neðar dregur og loftrými og vatnsmagn minnkar að mun.
Greinilegt er af tölunum í töflu 2, að kalímagnið lækkar
eftir því sem neðar kemur í moldina. Ekki er því ávinn-
ingur hvað þetta næringarefni snertir að vinna landið djúpt.
I töflu 3 er sýnt kalsíummagn þessara jarðvegsgerða. Við
athugun á tölum töflunnar sést að gagnstætt þeirri reglu
er gilda virtist um kalímagnið, að vera lágt í öllum jarð-
vegsgerðum, þá er kalsíummagnið, allverulega breytilegt
eftir því hver moldin er. í lyng- og hrísmónum er kalsíum-
magnið, ef miðað er við þunga, allhátt í efstu sm, en lækkar
mjög er neðar dregur. I grasmónum hins vegar er kalsíum-
magnið nokkuð hátt í öllum mældum dýptum. Grasmórinn
virðist því frjósamari hvað þetta efni snertir og hagstæðari
til ræktunar. Hið háa magn efst í lyng- og hrísmónum gæti
47