Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Side 60
af hámarkserfðaframför fyrir arfgengi á bilinu 0,10—0,25, en þar sem
prófunarhlutfalli er breytt.
Tafla 1. Hópstærð, sem gefur erfðaframför innan 90% marka
frá hámarki fyrir mismunandi prófunarhlutfall og arfengi
0,10-0,25.
Prófunarhlutfall (K) 50 100 200 1000
Fjöldi dætra (n) 6-11 10-26 20-40 60-90
Við sjáum af þessum tölum, að allverulegar breytingar mega verða
á stærð afkvæmahópsins frá kjörstærð, án þess að kynbótaárangurinn
þurfi að minnka tilfinnanlega.
Þessar hugmyndir, sem hér hafa verið ræddar, nýtti Harald Skjervold
prófessor við Landbúnaðarháskólann á Ási sér, og kannaði áhrif hinna
fjölmörgu þátti á kynbótaárangurinn í miklum útreikningum, sem
hann framkvæmdi með starfsmanni sínum, Jörgen Langholz. Auk þess
var í útreikningum þeirra, tekið tillit til skyldleikahnignunar og verð-
ur þá formúlan fyrir erfðaframför þannig:
AG =
D
El
- F
þar sem F er skyldleikahnignunin.
Mikilvægustu niðurstöður þeirra Skjervold og Langholz
voru, að afkvæmarannsóknir væru veigamesti hlekkurinn
til að tryggja miklar kynbótaframfarir. Þar skiptir mestu
máli eins og sýnt hefur verið í öllum síðari rannsóknum,
að rannsökuð séu það mörg naut árlega, að viðunandi úr-
valsstyrkleiki fáist að rannsókninni lokinni. Þetta þýðir að
taka verður mikinn fjölda ungnauta í notkun árlega og
nota þau á allt að því helming kúnna og í litlum erfðahóp-
um jafnvel enn meira. Sem nautsfeður eru valin 2—4 bestu
nautin í hverjum árgangi. Hutt og samstarfsmenn (1972)
hafa bent á að ekki muni rétt að skipta um alla nautsfeður
árlega. 1 mynd 4 er sýnt hvernig úrvalsyfirburðirnir skiptast
á hina einstöku liði, þegar notuð er kynbótaáætlun, sem
gefur mesta hugsanlega árlega erfðaframför. Þar kemur
62