Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 62
Fryst er úr hverjun nauti viss fjöldi sæðisskammta og því
síðan slátrað. Strax eru sendir út það margir skammtar úr
hverju nauti að tryggt sé að á skýrslur komi 50—100 dætur
þess. Þegar dæturnar hafa lokið sínu fyrsta mjaltaskeiði eru
nautin afkvæmadæmd út frá niðurstöðum skýrsluhaldsins.
Sæðið úr bestu nautunum (sem var í frystigeymslu) er þá
tekið og notað, en úr lélegra hluta nautanna er því fleygt.
Sæði úr tveim eða þrem bestu nautunum er notað í bestu
kýr landsins og þeir nautkálfar, sem þannig verða til, mynda
næsta árgang nauta. Hringnum er þannig lokað.
HAGFRÆÐILEGT MAT Á KYNBÓTASTARFIÐ
KJÖTFRAMLEIÐSLA SAMHLIÐA MJÓLKURFRAMLEIÐSLU
Rannsóknir Skjervold og Langholzt miðuðust eingöngu við
úrval fyrir einurn eiginleika þ. e. mjólkurafköstum.
Kjötframleiðsla er þó í flestum helstu mjólkurfram-
leiðslukynjunum mjög mikilvæg hliðarframleiðsla og því
eðlilegt, að menn könnuðu möguleikana á úrvali fyrir báð-
um eiginleikum samtímis.
Nokkrir Israelsmenn (Soller et al, 1966) sýndu fram á,
að úrvali fyrir vaxtarhraða væri hagkvæmara að hátta sem
einstaklingsúrvali frekar en afkvæmarannsókn. Vaxtarhraði
hjá nautum hefur mjög hátt arfgengi (0,4—0,6). Þeir voru
jafnframt einna fyrstir til að reyna að leggja hagfræðilegt
mat á kynbótastarfið.
Hér kemur til það vandamál að tekjurnar af kynbótunum
koma ekki á sama tíma og fjárfesting í kynbótastarfinu er
gerð. Eigi að fást rétt mat á því hvaða lausn sé hagkvæmust
verður því að reikna tekjur og gjöld til sama dags. Áður en
þau fræði, sem þetta byggir á, eru nánar skýrð er rétt að gera
sér ljóst að úrval, sem einu sinni er framkvæmt, skilar sér
í öllum síðari kynslóðum meðan við getum gert ráð fyrir að
kynbótamarkmiðið sé óbreytt.
Gerum ráð fyrir, að það úrval, sem við gerum í ár, leiði til
framleiðsluaukningar, sem við köllum R. Við mælum R t. d. í krónum,
64