Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 83
Ekki hafa verið birtar margar niðurstöður er varða áburð
á kartöflur. í tilraunum á Sámsstöðum (Klemenz Kristjáns-
son 1953) óx kartöfluuppskera allt að stærsta áburðar-
skammti, sem var 224 kg N, 105 kg P og 166 kg K/ha.
lljarni Helgason (1970) telur að við kartöflurækt á sand-
jörð, megi bera í garðinn um 225 kg N, 142 kg P og 270 kg
K/ha, en í moldarjörð megi magn af N vera eitthvað minna.
A seinni árum hafa niðurstöður kartöflutilrauna verið
birtar í prentuðum eða fjölrituðum skýrslum Tilrauna-
stöðvanna, en lítið verið kynntar annars staðar. Hér verða
lagðar fram helztu niðurstöður tilrauna við Tilraunastöð-
ina á Akureyri frá seinni árum og reynt að draga af þeim
einhverjar ályktanir án þess þó að meta þær nákvæmlega
með skekkjureikningum.
NIÐURSTÖÐUR
A. Tilraunir með kartöfluafbrigði.
Tilraunir þær, sem hér er skýrt frá voru gerðar á árabilinu
1949—1973 og eru tekin með þau afbrigði, sem uppskeru-
mæling hefur verið gerð á í 3 eða fleiri ár. Samtals eru þetta
29 kartöfluafbrigði og í töf 1 n 1 eru nokkrar almennar upp-
lýsingar urn flest afbrigðin, að mestu teknar upp úr erlend-
um heimildarritum. Upplýsingar um þroskatíma og gæði
til matar eiga því ef til vill ekki fullkomlega við hérlendis.
Sést í töflunni að reynd hafa verið margvísleg afbrigði bæði
að uppruna til og eiginleikum.
I töflu 2 eru uppskerutölur fyrir hvert afbrigði í hkg af
söluhæfum kartöflum og smælki á hektara, ásamt % þurr-
efni hjá þeim afbrigðum sem það var mælt í. Ennfremur
er getið um það hversu mörg ár afbrigðið hefur verið með
í uppskerusamanburðinum, en færri ár liggja að baki meðal-
tali á þurrefnisprósentu.
Allar tölurnar eru umreiknaðar í hlutfallslega uppskeru
miðað við meðaluppskeru Gullauga í 15 ár, þannig að af-
85