Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 94
13. mars tók ég sýni af ösku með kornastærð ca. 1 mm3, í
henni reyndist aðeins flúor 5,1 ppm. Þetta var aska sem
orðin var útvötnuð eftir að hafa legið nokkuð á jörð.
23. mars tók ég sýni af smákornaðri ösku fallinni með
snjó. Þegar snjórinn hafði verið bræddur reyndist flúor
í vatni 12 ppm, flúor í ösku 830 ppm.
13. apríl tók ég sýni af regnvatni föllnu í vestanátt en
ekki sjáanlega blandað ösku, í því reyndist flúor 1,8 ppm.
Fljótlega eftir öskufallið 18. og 19. febrúar fór að bera
á því að gulbrúnir flekkir tóku að sjást á barrnálum trjáa,
fljótast sást á stafafuru og rauðgreni, einkum vestaní móti.
7. mars fór að auðnast og var lítt huggulegt að sjá jörðina
morguninn eftir því víða var hún grábrún yfir að líta, því
allur áberandi mosi var svo brunninn eftir flúorinn úr ösk-
unni sem féll 19.—20.—21. febrúar, þá var mikið farið að
sjá á öllum barrtrjám og ágerðist það mjög næstu daga.
Fréttir fékk ég af því að síst liti jörð betur út undir Eyja-
fjöllum og í Landeyjum.
17. mars fór ég í athugunarferð vestur um Dyrhólahrepp,
allt í skógræktargirðinguna sunnan í Sólheimaheiði
(Gjögra), þar var ljótt um að litast vestan í móti, voru öll
barrtré mikið brunnin, verst var furan útleikin sérstaklega
stafafuran sem gróðursett hefur verið tvö síðustu ár, mikið
af þeim plcintum er albrúnt, en toppfuran sem ég skoðaði
virtist þó lifandi.
Nærri eins slæmt var ástandið á rauðgreninu en silka-
greni hefur staðið best af sér flúorinn, allur mosi er brúnn
og svartur, krækilyng er allt rauðbrúnt og allt sem upp úr
mosa stóð af beitilynginu virðist aldautt, grá-hvítt að lit.
Kijldugras sem vex þarna á kletti var með dökkum blett-
um og endar blaðsneplanna að byrja að vefjast upp.
Á heimleið skoðaði ég aurasvæðið norður af Pétursey.
Þar er mest af mosanum bókstaflega svart víðast vestan í
móti sérstaklega þar sem þúfur eru, en austan í móti sér
minna á honum.
Síðan skoðaði ég aurasvæðið norðvestur af bænum Steig.
7 97