Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Blaðsíða 104
stöður þeirra yrðu grundvöllur fyrir notkun jarðvegs-
efnagreininga. Voru þetta tilraunir bæði með fosfór og
kalí, en einnig kalk og brennistein. Síðan þá, hefur þessum
tilraunum verið haldið áfram flestum og nokkrum nýjum
bætt við. Hafa þær áfram verið á vegum Tilraunastöðvar-
innar, en við fengið að taka úr þeim jarðvegs- og heysýni,
sem unnið hefur verið úr á rannsóknarstofunni. Hafa þær
niðurstöður ásamt uppskerutölum verið notaðar til hlið-
sjónar við ábendingar um áburðarnotkun. Ég hefi á hverju
sumri unnið nokkuð úti að þessum tilraunum með tilrauna-
stjóra Tilraunastöðvarinnar. Hefur samvinna okkar á milli
verið hin ánægjulegasta og vil ég hér með þakka honum
ágætt samstarf og vona að það megi svo haldast í framtíð-
inni.
Inni á rannsóknarstofunni hafa fyrir utan téðar rannsókn-
ir verið gerðar ýmsar smáathuganir, flestar því miður ekki
með þeim árangri, sem búist var við. Má þar til nefna, að
reynt var síðastliðinn vetur, að sjá hvort kalí losnaði úr
jarðvegi við veðrun. Sú athugun gaf, því verr, engin svör í
fyrstu umferð, en það er þó brennandi spurning hvernig og
hve mikið kalí losnar úr hinum ýmsu jarðvegsgerðum í mis-
munandi tíðarfari.
3. Fundir og ráðstefnur.
I marz 1973 sat ég ráðstefnu á vegum Búnaðarfélags Is-
lands þar sem rætt var um búnaðarhagfræði og fræðslu og
leiðbeiningarstarfsemi fyrir landbúnaðinn. Hélt ég þarna
inngang að umræðum um útgáfustarfsemi landbúnaðarins,
blaða og bókakost íslenzkra bænda og starfsmanna þeirra.
I marz 1974 var enn ráðstefna á vegum Búnaðarfélags Is-
lands og nú aðallega fjallað um jarðrækt. Hélt þar erindi
um kalkþörf íslenskra túna. Var erindið að mestu byggt á
niðurstöðum efnagreininga á rannsóknarstofunni og til-
rauna með kalk á Norðurlandi, sem eins og fyrr er frá greint
hafa staðið um nokkurra ára skeið.
Vorið 1973 mætti ég á nokkrum fundum hjá bændum hér
á Norðurlandi og ræddi um áburðarnotkun og starfsemi
107