Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1974, Page 111
þessum að Fjósatungu var haldið áfram og standa yfir enn,
ásamt svipuðum rannsóknum, sem hófust síðastliðinn vetur
á þrem bæjum í V.-Húnavatnssýslu, einum í Eyjafirði og
einum í N.-Þingeyjarsýslu. Ástæðan fyrir þessu framtaki er
sprottin af því að ýmissa kvilla hefur orðið óþirmilega vart
í nautgripum, en einkum þó í sauðfé. Einkenni þessara
kvilla má ýmist sannanlega, þar sem er stíuskjögur, öðru
nafni hvítvöðvaveiki (white muscle desease), eða hugsanlega
(ófrjósemi, fósturlát, tannlos og ýmis vanþrif) rekja til selen-
skorts. Hafa verið höfð nokkur bréfaskipti við sérfræðinga
á þessu sviði í öðrum löndum, auk þess sem skoðanaskipti
hafa átt sér stað við ýmsa leika og lærða hér á landi m. a.
sérfræðinga við tilraunastöðina á Keldum. Má geta þess hér,
að einum hinna erlendu sérfræðinga var, að hans ósk, send
eins greinargóð lýsing, bæði í máli og myndum, af sjúkdóms-
einkennum tannlossins og mögulegt var, en þeim hinum
sama hafði tekizt að lækna eða fyrirbyggja ákveðna tegund
tannloss að verulegu leyti með selengjöf. Voru krufnir eigi
ófáir kindahausar við slátrun g.l. haust í þessu skyni. í svari
áðurnefnds sérfræðings kemur fram, þótt einkennin séu
ekki að öllu leyti þau sömu hér og þau er hann þekkir, að
sjálfsagt sé að rannsaka þetta með tilliti til selengjafar. Legg-
ur hann í bréfi sínu fram tillögur um ákveðna tilhögun og
framkvæmd slíkrar rannsóknar. Hvað hægt verður að gera
í málinu er svo annar handleggur, sem fer að vanda eftir því
fjármagni og þeim mannskap, sem til starfseminnar fæst.
Fundir og ferðalög.
I janúar 1973 var mætt á tveim fundum í Skagafirði ásamt
Sveini Hallgrímssyni, sauðfjárræktarráðunaut, og héraðs-
ráðunautum sýslunnar, þar sem fundarefni mitt fjallaði
einkum um heyefnagreiningar og notagildi þeirra.
Flutt var eitt erindi á ráðstefnu ráðunauta á vegum Bún-
aðarfélags íslands í Bændahöllinni í Reykjavík í marz 1973,
er fjallaði um leiðbeiningaþjónustu landbúnaðarins. í apríl
það vor mætti ég á tveim fundum búnaðarfélaga í Eyjafirði
og á einum í Seyluhreppi í Skagafirði. Á þeim síðastnefnda
114