Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Page 10

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Page 10
þáttinn. Þetta væru þeir sem byggju út í sveitum eða á þétt- býlisstöðum í dreifbýlinu og önnuðust ýmsa verklega þjón- ustu sem hingað til hefur verið á hendi ráðunauta og fleiri aðila. Verksvið þessara manna gætu verið mjög fjölbreytt og alls ekki um sömu störf að ræða hjá öllum. Af einstökum verkþáttum má nefna: Sýnatöku, úttektir jarða- og húsabóta, skurðamælingar, afleysingar, gagnaöflun og vinnu við sér- hæfð verkefni svo sem rúning, feldun loðdýra, klaufsnyrtingu, frostmerkingar, frjódælingu, fangskoðun, hrognatöku og margt fleira. Sem áður sagði geta störfin verið mjög breytileg frá einum stað til annars og eins gæti verið um hlutastörf að ræða, meðal annars með búskap. Mörg þessara starfa krefjast ekki kandídatsmenntunar og kemur þá til sögunnar skemmra nám við Búvísindadeildina eins og áður var vikið að. Þessi störf tel ég að bændur ættu fyrst og fremst að kosta sjálfir og því undir þeim sjálfum komið hvert form væri á þeim og eins um fjölda og svæðaskiptingu. Þessir starfsmenn heyrðu þó undir fjórðungsstöðvarnar enda byggðu þær á stjórn manna af viðkomandi svæði, samanber Ræktunarfélag Norðurlands. Þó að hér sé viðruð hugmynd um nokkuð breytt skipulag leiðbeiningarþjónustunnar og starfssvið búfræðikandídata frá því sem nú er tel ég að þegar sé farið að örla á þróun í þessa átt. Nægir þar að nefna Búnaðarsamtök Vesturlands og Ræktunarfélag Norðurlands. Það sem ég tel aðalatriðið er að mörkuð verði stefna i þá átt að tryggja ráðunautum sem starfa í dreibýlinu viðunandi vinnuaðstöðu og takmarka verksvið þeirra með því að gera einingarnar stærri og auka sérhæfni. Ég tel brýnt að bændur, samtök þeirra og búfræðikandídatar sjálfir bendi á leiðir til breytinga, ekki síst nú þegar áform um skert framlög til leiðbeiningaþjónustu og rannsókna eru á borðum stjórnvalda. Við megum ekki horfa framhjá því að þegar eru fyrir hendi sjálfstæð fyrirtæki, óháð samtökum bænda, sem bjóða bændum upp á ýmsa ráðgjöf. Nægir að nefna fóðursala, véla- og tækjasala, bókhaldsþjónustu, áætl- anagerð auk útgáfustarfsemi ýmiss konar, sem höfðar til bænda. Við sjáum nú þegar, að aukin vinna er lögð á herðar bændum eftir að staðgreiðsla skatta var tekin upp og búast 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.