Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Page 33

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Page 33
Jónas Þór, verksmiðjustjóri, Akureyri. Bergsteinn Kolbeinsson, bóndi, Kaupangi. Samkvæmt félagslögum skyldi stjórnin skipta með sér verkum og var Jón Rögnvaldsson kjörinn formaður, Jónas Þór ritari og Bergsteinn Kolbeinsson féhirðir. Jón var við nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og hans aðalfag var grasa- fræði. Kennari hans var Stefán Stefánsson skólameistari og grasafræðingur. Að námi loknu fór hann til Ameríku og dvaldi þar í fimm ár. Vann við ræktunartilraunastöð kana- dísku stjórnarinnar, lauk þaðan námi sem garðyrkjufræðing- ur og kynnti sér einnig sérstaklega skógrækt. Jón kemur heim frá námi 1926 og hóf þegar í stað ræktun á heimili sínu. Hann var aðalhvatamaðurinn að stofnun Skógræktarfélagsins og formaður þess samfleytt í níu ár, en hann var aðaldriffjöðrin í félaginu og eini maðurinn sem hafði faglega þekkingu í skóg- og trjárækt. Fyrstu árin var unnið að friðun skógarleifanna. Garðsár- gilsreitur var friðaður árið 1932, Vaglir á Þelamörk árið 1934, Leyningshólar í Saurbæjarhreppi árin 1937-38, Kóngstaða- háls í Skíðadal árið 1941 og Miðhálsstaðir í Öxnadal 1942. Árið 1936 fékk félagið land gegnt Akureyri og hóf útplönt- un árið eftir og heitir þar nú Vaðlareitur. Árið 1947 hófst undirbúningur að uppeldisstöð fyrir trjá- plöntur, en félagið fékk land undir hana í Kjarna sunnan við Akureyri. Ármann Dalmannsson var ráðinn í hálft starf yfir sumarið. Árið 1954 er Ármann ráðinn skógarvörður á hálfum laun- um hjá ríkinu og á móti greiðir Skógræktarfélagið honum hálf laun sem framkvæmdastjóri félagsins. Það er svo árið 1968 að veitt er full staða skógarvarðar í Eyjafirði og til þess ráðinn Gunnar Finnbogason. Átta árum síðar, eða 1976, er hann kallaður úr Eyjafirði vegna verkefnaskorts og landleysis til skógræktar. Árið 1978 hefst umræða um að falast verði eftir nýju landi til skógræktar og ákveðið að Skógræktarfélagið snúi sér að Laugalandi á Þelamörk. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.