Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Qupperneq 76

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1987, Qupperneq 76
Sveppaspretta var líka með eindæmum mikil þetta sumar og byrjaði óvenjulega snemma, eða um miðjan júlí. Gras- vöxtur var mjög mikill, jafnt í túnum sem úthaga, og upp- skera hvers konar garðávaxta og korns með allra mesta móti á Héraði, og reyndar víðar um landið. Enn er þess að geta, að veturinn á undan var óvenju mildur frá áramótum, og engin teljandi áfelli urðu um vorið. Eg hygg að þessar sérstöku aðstæður hafi valdið mestu um það, að huldurendurnar komu í ljós þetta sumar, því auðvitað hefur hinn eiginlegi sveppahringur verið þarna til staðar i moldinni í fjölda ára. Huldurendurnar (grasbaugarnir) héldu sér út sumarið þarna á túninu, og urðu jafnvel því meira áberandi sem á leið haustið, er grasið fór að gulna, því það hélst lengur grænt í baugunum. Jafnframt komu fram smærri baugar annars staðar í túninu, aðeins nokkrir metrar í þvermál. Þess má geta, að bóndinn á bænum hafði líka tekið eftir þessum röndum, en taldi þær stafa af misjafnri áburðardreif- ingu, eins og oft vill verða. LÝSING A SVEPPNUM SEM MYNDAR RENDURNAR (Melanoleuca strictipes) (mynd 5) Þetta er nokkuð stórvaxinn hattsveppur, allur ljós að lit, en dökknar með aldri, með flötum eða uppbrettum hatti og mjölkenndri lykt. Hatturinn er 3-9 sm í þvermál, hvelfdur fyrst en verður fljótt flatur og síðan uppbrettur (bikarlaga), með ógreinilegum kúf. Yfirborðið mjúkt, matt, næstum vattkennt (fingraför mótast í það), leðurbrúnt (ljósbrúnt). Barðið er ljósast, oft nærri hvítt, en kúfurinn jafnan brúnleitur, eða grábrúnn. Hatturinn dökknar með aldri og verður að lokum brúnn-grábrúnn. Einnig er hann dálítið dekkri i röku veðri (vatnsbreytinn), og þá stundum ýróttur. Barðið springur oft með aldri og einnig hatthúðin á kúfnum. Fanirnar (blöðin) bugstafa eða aðvaxnar, hvítar fyrst, með rauð- eða brúnleitum blæ, siðan brúnleitar og að lokum oft alveg brúnar, einkum eggjarnar. Stafurinn 4-7 sm á lengd og 0,7-0,9 sm i þvermál, gróf-þráðóttur og stundum dálítið mélugur-flasaður efst, með svipuðum lit og hatturinn. Fær brúnleita bletti við meðhöndlun og dökknar með aldri. 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.