Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Side 18

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Side 18
18 LANDSBÓKASAFNIÐ 1968 Þess skal loks getiö, að tilmæli komu um það frá Henning Rasmussen, yfirbókaverði í Skagen á Jótlandi, að sendar yrðu þangað til sýningar í Skagens Bibliotek myndir af nokkrum merkum íslenzkum handritum. Vér urðum við þessum tilmælum og send- um myndir af 10 handritum frá 16. öld til vorra daga, tveimur frá hverri öld, jafn- framt því, sem vér stuðluðum að því, að send voru 14 málverk úr Listasafni Islands til þessarar sömu sýningar. Sýningin hófst 5. ágúst og stóð fram á haust. ÚTGÁFUSTARFSFMI Tvær Árbækur komu út á árinu, Árbók 1966, er hafði seinkað nokkuð, og Árbók 1967. Kom hin síðari út á afmælisdegi safns- ins, 28. ágúst. Skrá um erlend skákrit í Landsbókasafni íslands kom út í júnímánuði, en í henni er fremst skrá um hina miklu skákritagjöf próf. Willards Fiskes. Taflfélag Reykjavíkur efndi í júnímánuði til alþjóðlegs skákmóts í Reykjavík og tileinkaði það minningu Fiskes. Oss þótti því hlýða að minnast hans einnig, bæði með útgáfu skrárinnar og fyrrnefndri sýningu á völdum ritum úr gjöf þessa merka velgerð- armanns Landsbókasafns og íslenzkrar skáklistar. í formála fyrir skránni er og minnzt með sérstöku þakklæti þess manns, sem öðrum Islendingum fremur lagði skákritadeild Landsbókasafns lið, en það var hinn mikli skákunnandi Pétur Zophoníasson, er lézt 1946. Pétur Sigurðsson, fyrrum háskólaritari, og þeir bókaverðirnir Haraldur Sigurðsson og Ólafur Pálmason bjuggu skákritaskrána til prentunar. Áður er getið skrár Ólafs Pálmasonar um rit þau, er Landsbókasafn gaf Háskóla- bókasafninu í Odense til minningar um Carl Christian Rafn. Fyrir ritaskránni fara nokkur ávarpsorð auk nafna þeirra einstaklinga og fyrirtækja, er studdu Landsbókasafn í þessu skyni. 1 sambandi við sýningar Landsbókasafns á árinu (aðrar en skákritasýninguna) sömdum vér í safninu greinar um það efni, er sýnt var hverju sinni, og birtum þær í Lesbók Morgunblaðsins. Þessar greinar, alls sjö, hafa nú verið sérprentaðar, og nefnist ritið: Fylgt úr hlaði sýningum í Landsbókasafni íslands árið 1968. Horfið var á árinu að því nýmæli að fjölrita skrá um erlendan ritauka Landsbóka- safns 1967. Guðbjörg Benediktsdóttir, ritari safnsins, tók saman skrána og annaðist fjölritun hennar. Vonir stóðu til, að þriðja aukabindi handritaskrár kæmi út á árinu, en því verður ekki lokið fyrr en á þessu ári (1969). Höfundar bindisins eru þeir Lárus H. Blöndal (nú borgarskjalavörður) og Grímur M. Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns. í hinu nýja bindi er fjallað um alls 1303 handritabindi, er safninu hafa bætzt nær öll á þeim tíma, sem lið- inn er frá því er annað aukabindi handritaskrárinnar kom út 1959.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.