Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Síða 117

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Síða 117
VALDIMAR J. EYLANDS GAMLI BÓKASKÁPURINN Vitrir menn hafa löngum um það deilt, að hverju leyti maðurinn sé ólíkur öðrum jarðarhúum að uppruna og eðli. Hefur þetta verið viðfangsefni guðfræðinga og heim- spekinga í aldir fram. Einhver hefur sagt, að maðurinn sé að því leyti ólíkur öðrum skepnum jarðar, að hann sé stöðugt að rekast í því, sem honum kemur ekkert við. Er þannig óbeinlínis gefið í skyn, að maðurinn sé í innsta eðli sínu grasbítur og það eitt komi honum eiginlega við að afla sér viðurværis úr skauti jarðar. Hitt mun þó sönnu nær, að maðurinn er eina vera jarðar, sem lælur sér ekkert óviðkomandi í umhverfi sínu, en er alltaf að leita og læra. Fræðimenn temja sér því jafnan eins konar Janusar- eðli. En Janus var eitt af goðum hinna fornu Rómverja og þeim öllum ólíkur að því, að hann hafði tvö andlit. Sat hann í borgarhliðum og horfði samtímis bæði fram og aftur, og fékk fátt dulizt fránum sjónum hans. Mannfræðingar fara Iíkt að. Þeir ausa margvíslegum fróðleik af lindum fornaldar um menn og menntir liðinna kynslóða í þeirri von, að þannig öðlist hver samtíð betri skilning á sjálfri sér og geti brugðizt þeim mun viturlegar við köllunarverki sínu og skyldum. Þannig er maðurinn eina líf- vera jarðar, sem getur horft um öxl og gefið afkomendum sínum tækifæri til að kynn- ast forfeðrunum og menningararfleifð þeirra. Það miðlunartæki, sem mest er notað í þessu efni og nútímamenn þekkja bezt, er hið ritaða orð. Hins vegar telja fornleifa- fræðingar, að hið talaða orð, munnmælin, hafi verið eina miðlunartækið um óralang- ar aldir, eða allt fram undir aldamótin. 5000 f. Kr. Þá hófst ritöld, að menn telja, fyrst með myndaletri og rúnum af ýmissi gerð á steintöflum, en síðar með æ læsilegra letri á hagkvæmara efni, unz menn tóku loks að rita bækur. En er menn lesa spjöld forn- aldar, kemur fleira til greina en bækur. Menn hafa grafið heilar borgir upp úr iðrum jarðar, og löngu horfin jarðlög segja sína sögu. Er menn ferðast um Miðjarðarhafs- löndin, getur naumast hjá því farið, að þeir heyri fræðaþuli flytja langar ræður. Efni þeirra er jafnan þetta: Það eru hvorki ljóð né annað lesmál, sem halda uppi minn- ingu feðranna frá órofi alda, heldur er það fornfræðin, hin lokaða bók jarðar. Enn er það satt, að steinarnir tala. Island er álfu vorrar yngsta land, eins og skáldið segir, en þó er Norður-Ameríka enn yngri. Um fornleifagröft er því ekki að ræða í þessum löndum, á sama hátt og í þeim löndum, sem talið er að vagga mannkynsins hafi staðið. Saga Evrópumanna er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.