Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Síða 129

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1969, Síða 129
BRÉFASAFN BRYNJÓLFS PÉTURSSONAR 129 mér, ef faðir minn, sem ég held að hafi sagt af sér, ekki fær að halda laununum sínum, því það kemur niður á mér og það getur eyðilagt allt líf mitt - því minni iðkan er svo varið, eins og þú veizt, að hún verður - ef maður á að vera viss - að endast með einhverri fullvissunarraun. Ég hef nú aldrei að ég held átt eins bágt eins og nú, vegna þess óróa, sem ég er í út af sjálfum mér, en ég hef samt ásett mér að gera allt sem mögulegt er, áður en ég legg árar í bát — mér finnst ég vera kominn heldur langt til þess. Ég ætla þess vegna að reyna að vinna mér svo mikið inn af fé sem ég get, þangað til póstskip fer í vetur, — og reyna að spenna mig sjálfur. Núna er ég að skrifa hjá Christiánssen, og ekki þykir mér þess háttar rit eiginlega skemmtilegt samt - en ég ætla að reyna að fá að kenna náltúrusögu í skólanum, cg svo einhverjum börnum, og getur þó verið, að það takist mér ekki að fá það, jafnvel þó ég sé svo þóttafullur með sjálfum mér að halda, að ég geti kennt suma hluli, sem kenna þarf, betur en sumir þeir, sem gera það hér í Reykjavík. Þetta er nú áselningurinn minn núna, því ég vil ljúka mér af sem fyrst, og það verður að ske sem fyrst, áður en ég gleymi því, sem ég hef lært. Nú kemur það, sem var erindið mitt til þín í bréfinu: Ég ætlaði að biðja þig um, ef það væri mögulegt fyrir þig og mig, að taka mig fyrir skrifara á alþingi að sumri, ef ég ekki get komið niður til Hafnar í vetur og byrjað að lesa. Bænin er stutt, hvurt hún er mikil eða lítil, veit ég ekki sjálfur, hvurt hún er mér hagkvæm, það veit ég ekki heldur, en það eitt held ég að ég viti, að hér hentar mér ekki að vera, og aldrei hef ég kvalizt eins í Höfn og mér hefur leiðzt hér, því hér er svo að segja alls enginn, sem ég get talað við, og það er allt voru blessaða skólamáli að kenna. Ég vildi nú einskis annars óska en ég gæti lokið mér af. Brynjólfur! ef þú getur gert nokkuð í því máli, sem við kemur pabba, þá vertu ekki á móti honum vegna mín, og vegna sjálfs hans líka; hann vill ekkert annað en fara frá skólanum og hafa frið. Mig dreymdi einu sinni, að ég væri hjá þér og væri að gráta - hér er heldur enginn, sem ég hef sagt það, sem í þessu bréfi stendur, þó það séu engir eiginlegir leyndar- dómar, af því ég þekki engan og enginn vill líklega þekkja mig. Ég rita engum öðrum íslendingi bréf, en ég skrifa Steenstrup og Eschricht nokkrar fáeinar zoologiskar og geologiskar athugasemdir, sem ég hef gert hér. Ég hið kær- lega að heilsa Konráði, og ég vil, þó ég ekki í rauninni verðskuldi það, ætíð heita þinn skuldbundinn vinur B. Gröndal Egilsson 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.