Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Side 4

Frjáls verslun - 01.12.1959, Side 4
verandi stjórnarflokka. Mikið af „endurskoðun“ bankalöggjafarinnar 1957 var af sama toga spunnið. Dettur t. d. nokkrum manni í hug að það hafi skipt einhverju máli að stafirnir II.F. voru strikaðir út úr nafni Utvegsbankans? Hann var eign ríkisins í framkvæmd þótt hann væri kallaður hlutafélag og örfáir menn ættu fáein hlutabréf. Allt var þetta brölt út af innantómu kosningagjálfri um „yfirráð eins flokks“ yfir bönkunum. Magnús Sigurðsson bankastjóri á að hafa sagt: „Landsbankinn er alltaf með stjóminní', og þannig hlýtur það að vera um ríkisbanka. Skiln- ingur stjórnenda bankanna á þessu og skilningur ríkisstjórna á því að sá er vinur sem til vamms segir, þetta tvennt getur skapað það gagnkvæma traust og þann starfsfrið sem bankastarfseminni er nauðsyn. Um þetta held ég ekki að okkur Jón Arna- son greini verulega á, og um hitt vil ég taka undir með honum, að einstakar ákvarðanir um bankareksturinn — svo sem vexti á hverjum tíma og endurkaupareglur — á Seðlabankinn að taka án íhlutunar ríkisstjórnarinnar. En nii kem ég að öðrum atriðum. Jón Árnason vill að Framkvæmdabankinn sé lagður niður og Seðlabankanum falið hlutverk hans. Ekki hekl ég að það væri vel ráðið. Hlut- verk þessara banka eru svo ólík að engan veg- inn er víst að þeir hæfileikar sem gerðu mann góðan stjórnanda annars bankans kæmu að veru- legum notum við stjórn liins. Ef Framkvæmda- bankanum vex fiskur um hrygg og hann verður verulega öflugur fjárfestingarbanki, svo sem vonir standa til, munu stjórnendur hans og hafa svo miklum störfum að gegna að hætt er við að hin vandasömu seðlabankastörf yrðu aftur að hjáverkum, en það má umfram allt ekki verða. Jón Árnason heldur áfram: „Þá séu lagðir til (Seðla-) bankans allir fastir lánasjóðir bankanna, svo sem veðdeildir, Fiskveiðasjóður, Ræktunar- sjóður, Landnámssjóður, byggingarsjóðir, Ný- býlasjóður, Stofnlánadeild sjávarútvegsins og aðrir slíkir lánasjóðir, sem stofnaðir hafa verið eða stofnaðir verða með sérstökum Iögum.“ Nú er ég Jóni aftur ósammála. Eg sé að vísu þörfina á því að nokkuð, já allmikið, af sjóðum sé geymt í Seðlabankanum til þess að efla hann og styrkja til að hafa áhrif á peningaveltuna. Atvinnuleysistryggingasjóður er nærtækt dæmi um sjóð sern eðlilegt er að geyma þar. Sama kynni að koma til greina um einhverja hinna, sem nefndir voru, eða hluta þeirra, en það þarf nánari athugunar. En ég er hræddur um að við- skiptabankarnir misstu gersamlega allt sjálfstæði gagnvart Seðlabankanum — sem ekki er rnikið fyrir — ef allir lánasjóðirnir væru fluttir frá þeirn. Ein hlið þessa máls er sú, hvar reiðufé sjóð- anna skuli geymt, önnur ákvörðunin um heild- arútlán úr hverjum sjóði, og hin þriðja hver fari með lánveitingar úr sjóðunum. Mér skilst til- lagan vera sú að allt ætti þetta að vera á einum stað, í Seðlabankanum. En þarna má hugsa sér ýmsar leiðir, t. d. þá að Seðlabankinn geymdi fé einhvers sjóðs, hefði hlutdeild í ákvörðun um heildarlánveitingar úr honum, en að innan þess ramma veittu viðskiptabankar. aðrar lána- stofnanir eða sjóðsstjórnir einstök lán. Að vísu eru slík lán oftast veitt eftir föstum reglum, en þó ekki svo rígbundnum að ekki komi til mat á þörf og verðleikum lántaka. Af ástæðum sem ég hefi rakið áður teldi ég ófært með öllu að íþyngja stjórn Seðlabankans með afgreiðslu slíkra mála. Annað kemur og þarna til greina. Allmikið af fjármagni við- skiptabankanna er bundið í löngum lánum, sem þeir hafa einatt veitt til að þóknast ríkisstjórn- unum, t. d. til raforkuframkvæmda eða hús- næðismálakerfis. Það sem þá er eftir nægir illa fyrir rekstrarlánaþörf viðskiptavinanna. En til þess að rekstrarlán komi að notum — eða a. m. k. að hinum skynsamlegustu notmn — er oft nauðsyn að hinn sami aðilji fái löng lán til nokk- urrar fjárfestingar jafnframt (alveg eins og fjár- festingarlán er að jafnaði gagnslaust nema rekstrarlán sé fáanlegt á eftir). Til skynsamlegr- ar og hagkvæmrar lausnar þessa vanda er hverj- um viðskiptabanka bráðnauðsynlegt að ráða yfir nokkrum fjárfestingarsjóðum sem hann getur samstillt rekstrarlánum sínum. Nú kemur næsta setning úr grein Jóns Árna- sonar: „Það striðir gegn heilbrigðri skynsemi, að ríkið starfrœki þrjá viðskiptabanka, sem allir hafa svipað hlutverk í þjóðfélaginu, og hlýtur því að verða á þessu sú breyting, að þeim verði slegið saman í einn banlca. Eg hefi skáletrað þessa setningu til þess að geta lagt enn ríkari áherzlu á það, hve mjög ég 4 F H JÁI.S \' E Ii Z L U X'

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.