Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 6

Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 6
Gunnar Ásgeirsson, stórkaupm.: T ollvörugeymsla Ef ég man rétt, mun það hafa verið árið 1944, að Páll Melsteð, stórkaupmaður, bar fram lillögu á fundi Verzlunarráðs íslands, um að )>að beitti sér fyrir því að rannsakaðir yrðu möguleikar á stofnun fríhafnar eða tollvörugeymslu hér á landi. Ég var þá nýgenginn í Verzlunarráðið og mjög áhugasamur um þetta mál, eins og eflaust flestir innflytjendur, þar sem þetta gat haft ýmsa góða kosti í för með sér. En því miður lá málið niðri í nokkur ár, eða þar til árið 1953, að nefud var skipuð, og málið tekið upp að nýju. Fríhafnarmálið var mikið rætt innan nefndar- innar. Fenginn var lögfræðingur til aðstoðar og taldi hann, að enn myndi vera hægt að notast við Iögin um tollvörugeymslu nr. 53/1907. En því mið- ur reyndust þau lög, þegar betur var athugað, ekki nægjanlega fullkomin, þar sem þau áttu aðallega við um frest á að greiða toll af vörum, en nú er tollurinn orðinn lítill hluti, miðað við öll önnur aðflutningsgjöld. Núverandi nefndarmenn að hálfu Verzlunarráðs- ins eru, ásamt mér, þeir Óttar Ellingsen, kaup- maður, Ingólfur Jónsson, alþingismaður, Hjörtur Jónsson, kaupmaður og Hallgrímur Hallgrímsson, forstjóri. í september sl. ár skipaði fjármálaráð- herra nefnd, sem í eiga sæti, ásamt mér, þeir Sig- tryggur Klemensson, sem er formaður nefndarinn- ar, Unnsteinn Beck og Hjalti Pálsson. Þessi nefnd hefir starfað mikið og þegar aflað sér ýmissa upp- lýsinga til viðbótar þeim, sem Verzlunarráðsnefnd- in hafði aflað sér áður. En hún hafði fengið ýmis gögn frá Norðurlöndunum og Þýzkalandi. Halldór Jónatansson, fulltrúi í Viðskiptamálaráðuneytinu, var nefndinni til aðstoðar, þar til hin ríkisskipaða nefnd tók við. Tollvörugeymsla hentaði hér Þegar rætt er um tollvörugeymslu, fríhöfn eða „kreditoplag“, er eitt sameiginlegt með öllu þessu, þ. e. frestur á tollgreiðslu eða endurútflutningur. Það fyrirkomulag, sem notað er í nágrannalöndun- um er mismunandi. Þar eru fríhafnir, þar scm er að finna verksmiðjur til ýmissar framleiðslu, samsetn- ing á bifreiðum o. þ. h., tollvörugeymslur, þar sem innflytjendur geta flutt vörur sínar inn á afmarkað svæði, skipt vörunni, umpakkað liana og jafnvel blandað hana, og gengur þetta sums staðar svo langt að taka má pakka af vefnaðarvöru og taka efni í einíi kjól eða föt. Það fyrirkomulag, sem henta myndi okkur bezt væri eflaust tollvörugeymsla, því að aðflutnings- gjöld af vörum hér eru orðin mjög há og miklu hærri en í nokkru öðru landi í Vestur-Evrópu, en þar af leiðir, að vörur liggja hér oft langan tíma á hafnarbakkanum, þar sem innflytjendur hafa ckki fjármagn til að leysa þær út. Ef þeir gætu aftur á móti komið þeim fyrir í tollvörugeymslu og tekið síðan „eftir hendinni“, það scm þeir þyrftu að nota eða selja, myndi það gjörbreyta verzlunarháttum okkar. Það er nauðsynlegt, að lagaheimildar verði aflað, þar sem ríkisvaldinu verði gert að útvega nauðsvnlegt húsnæði til starfrækslu tollgeymslu, sem ríkið ræki, eða að það heimilaði einstaklingum eða félögum að reka slíka tollgeymslu, og ættu þá einstaklingar að fá leyfi til þess að stofna hluta- félög eins og er um fríhöfnina í Kaupmannahöfn og tollvörugeymslur í mörgum borgum í Noregi. Innkaup í stærri stil Ef slík tollvörugeymsla væri fyrir hendi, væri unnt að gera innkaup í miklu stærri stíl, og í mörg- um tilfellum gæti slíkt haft í för með sér mun ódýrari og betri vörukaup cn nú er; ennfremur myndu stærri vörukaup stuðla að því að örugg- ari birgðir væru til í landinu. Það gæti jafnframt hjálpað til að hagnýta betur verzlunina við vöru- skiptalöndin, ef heimilt væri að endurútflytja vörur, sem þaðan cru keyptar, annaðhvort í hinni upp- 6 frjálsverzlun

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.