Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 7
runalegu mynd, eða jafnvel í einhverri breyttri
mynd, með blöndun eða öðru.
Skipafloti landsmanna gæti sér að skaðlausu flutt
innkaup síu að verulegu leyti heim og með því
móti flutt hingað þann verzlunarágóða sem er
samfara þessum viðskiptum. Sömuleiðis skapar
slík geymsla sölumöguleika á varningi til erlendra
skipa og flugvéla. Sá möguleiki er og fyrir hendi,
að erlendir framleiðendur vildu eiga liér vörur í
„consignation“, og væru slíkar vörur því stöðugt
fyrir hendi án þess að binda þyrfti í þeim gjald-
eyri langt fram í tímann, myndi þetta og minnka
þörf fyrirtækja fyrir fjármagn. Ekki má gleyma því,
að millilandaflug til og frá landinu, og ekki hvað
sízt með viðkomu hér á landi, fer stöðugt í vöxt,
og er ekki óeðlilegt að gera ráð fvrir, að þessir
flutningar gætu orðið enn frekari tekjulind en nú
er, ef möguleikar væru á að selja millilandavélum
úr tollgeymslum ýmsar neyzluvörur, sem seldar
eru farþegum í vélunum. Má í þessu sambandi
nefna áfengi, tóbak, sælgæti, ilmvötn o. fl., en hjá
millilandaflugfélögum er sala þessara vörutegunda
einn liður í þeirri þjónustu, er þau veita.
Við þær breyttu aðstæður, sem hér hafa orðið
á viðskiptasviðinu síðustu 20 árin, kemur æ betur
í ljós, að tollvörugeymslu verður að koma hér upp.
Það myndi stuðla að verulegri breytingu á inn-
flutningi ti! landsins. Eins og ég liefi getið um, eru
tollarnir orðnir mjög háir, og ef það þótti nauð-
syn að leyfa tollgeymslu fyrir kaffi og sykur á ár-
inu 1907, þá skyldi maður ætla að það þyki nauð-
syn í dag að hafa tollgeymslu á vörum, sem nú eru
á lagðar allt að því 300% eða kannske meira í að-
flutningsgjöldum.
í öðrum löndum eru tollar mjög lágir og sér-
staklega á hráefnum til iðnaðar; liins vegar er
meginhluti innflutningsins lil Islands tilbúnar vör-
ur, þó að meira og meira gæti innflutnings á hrá-
efnum, en jafnvel tollar á þeim eru mjög háir og oft
ofviða iðnrekendum að leysa út vöruna, cins ört
og þeir þyrftu.
Annað atriði skiptir nú orðið allmiklu máli hér,
cn það eru „transit“-flutningar. Flugfélag Islands
heldur uppi stöðugum vöruflutningum til Græn-
lands; sumpart gætu ]>essar vörur komið með skip-
um til Rcykjavíkur og yrðu síðan fluttar með flug-
vélum héðan — eða jafnvel gæti komið til greina,
að stór skip flyttu varning fyrir Grænlendinga í
einhverja höfn hér á landi og síðan væru smærri
skip notuð til að flvtja hann til hinna ýmsu
stöðva í Grænlandi, þegar ísalaust er þar, og veður
skaplegt.
Skipa- og flugvélaeign landsmanna hefir aukizt
mjög mikið á seinustu árum, sem hefir í för með
sér mikla notkun á tollfrjálsum neyzluforða. Eins
og nú er ástatt, er eingöngu um það að ræða, að
þessi forði sé geymdur um borð í skipunum og ekki
levfilegt að flytja hann á milli skipa. Loftleiðir og
Flugfélag Islands hafa fengið sérstaka heimild til
að setja upp tollvörugeymslu, en þó mun hún vera
ýmsum takmörkunum háð, samkvæmt núgildandi
reglum.
Vegna þess, að skipafélögin geta ekki keypt
nema litlar birgðir í einu, þ. e. a. s. eins og nauð-
synlegur forði skipsins krefst hverju sinni, geta
þau ekki notið þess að kaupa beint frá framleið-
endum, heldur verða að kaupa af „skipshöndlur-
um“, og er verð þá oft og tíðum allmiklu hærra
en ef um viðskipti við verksmiðjur eða uinboðs-
menn þeirra væri að ræða; ennfremur eru ýmsar
vörur ódýrari í einu landinu en öðru. Sem dæmi
má nefna, að ljósaperur kosta á verksmiðjuverði
kr. 1.50 í Þýzkalandi og kr. 1.76 í Bandaríkjunum,
en ef sömu ljósaperur eru keyptar hjá „skips-
höndlara“ er verðið í Þýzkalandi kr. 2.86, í Ant-
werpen kr. 4.34 og í New York kr. 5.30. Af þessu
sést, hversu nauðsynlegt er að kaupa þessar vörur
í stærri stíl og eiga þær í forðageymslu skipafélag-
anna, cða ])á að innlendir innflytjendur, sem áhuga
hefðu á slíkum viðskiptum, gætu afgreitt slíkar
vörur til þeirra.
TollmeðferS vara
Þó öllurn inuflytjendum sé kunnugt um megin-
einkenni tollmeðferðar á aðfluttum varningi hér á
landi, þá vil ég þó aðeins minnast lítillega á ])etta
atriði.
Skipafélög eða skipaafgreiðslur, sem hafa fengið
aðfluttar vörur til flutnings eða meðferðar, verða
að annast geymslu þeirra, unz fengið er leyfi við-
komandi tollstjóra fyrir því, að afhenda megi vör-
una; en slíkt leyfi er ekki veitt fyrr en aðflutnings-
gjöldin hafa verið greidd og öllum skilyrðum fyrir
innflutningi fullnægt. Eigandi vörunnar hefur engan
aðgang að henni, meðan hún liggur í vörzlu skipa-
félags eða tollstjóra, hvorki til að annast hana,
verja hana skemmdum né ráðstafa henni á annan
hátt. Þess má t. d. geta að eigandi vöru á þess
ekki kost, að jafnaði, að taka sýnishorn af henni
til að rannsaka ástand hennar fyrr en öllum skil-
F H JALS V E R 7.1. U N
7