Frjáls verslun - 01.12.1959, Qupperneq 13
skeljasandsbrciðum, en það Voru alltaf taldar vafa-
samar framkvæmdir, cins og fyrr segir.
Árið 1948 hafði verið fenginn hingað dansk-ensk-
ur sementssérfræðingur til þess að yfirfara og endur-
skoða áætlanir þær, sem gjörðar höfðu verið um
sementsframleiðslu hér. Niðurstöður hans voru svo
neikvæðar, að úllit var fyrir, að fyrirætlanir um
byggingu sementsverksmiðju yrðu lagðar á hilluna
um langt skeið.
TJó var ákveðið að gera eina úrslitatilraun enn,
og skipaði þáverandi atvinnumálaráðherra þrjá
verkfræðinga í nefnd til þessara hluta. í nefndina
voru skipaðir dr. Jón Vestdal, senr var formaður,
ITaraldur Ásgeirsson, verkfræðingur, og ég. Við
beindum athugunum okkar fyrst og fremst að því
að reyna að finna hentugri hráefni en vitað var
um, og þá sérstaklega á stöðurn, er lægju betur
við markaði en sá, er athuganir manna höfðu aðal-
lega beinzt að, fram að þessu. Strendurnar um-
hverfis Faxaflóa voru fyrsta könnunarsvæði okkar.
Þegar á þessum könnunarleiðangrum okkar stóð,
fréttum við frá sjómönnum á Akranesi, að þeir
liefðu orðið varir við það, er þeir lóðuðu til að
kanna botninn, að á vissu svæði í Faxaflóa virtist
vera allhreinn skeljasandur. Þóttu okkur þessar
upplýsingar athyglisverðar, og sjálfsagt að kanna,
hvort hér væri um eitthvert magn af nægilega hrein-
um skcljasandi að ræða, og þá einnig, hvort það
væri á dýpi, sem hægt væri að ná honum upp af.
Fengum við lánað varðskip og útveguðum okkur
tæki til að taka sýnishorn úr botninum. Ég ætla
ekki að orðlengja þetta, því að það er nú öllum
landsmönnum kunnugt, að þarna reyndist að j)ví
er virtist óþrjótandi skeljasandsnáma. Þar með var
fundinn grundvöllur fyrir sementsvinnslu á fslandi.
En ég he'ld, að almenningi sé það ekki eins ljóst,
að þarna var einnig stærsti grundvöllur, sem ég
fæ séð, fyrir uppbyggingu stóriðju á ýmsum svið-
um, með útflutning fyrir augum, en að því ætla ég
nú að koma. Fundur þessara skeljasandsmiða var
einnig grundvöllurinn fyrir köfnunarefnisáburðar-
vinnslu, eins og henni er venjulega háttað.
Á stríðsárunum höfðu að vísu gerzt þeir hlutir
í Ameríku. að farið var að framleiða köfnunarefnis-
áburð án kalkinnihalds. En þó eru flestar slíkar
verksmiðjur þannig, að hægt er að nota kalk með,
ef þurfa þykir. Mjög víða, og ekki sízt á íslandi,
er jarðvegur það kalksnaður, að bæta þarf honum
upp það kalk, sem jurtirnar taka úr honum. Það
voru því margir þeirrar skoðunar, að köfnunarefnis-
áburðarverksmiðja á íslandi ætti að binda kalk með
í áburðinn. svo að hann yrði sem fullkomnastur.
Með fundi þessarar skeljasandsnámu í Faxaflóa
varð einnig sá möguleiki fyrir hendi, að hægt yrði
að framleiða hér bæði kalksaltpétur og kalkammon
saltpétur.
Það virtist, að til þess að ná skeljasandinum upp
af því dýpi, sem hann er á, við öldugang og aðrar
aðstæður, sem þar voru, gæti orðið nauðsynlegt
að smíða sérstakan útbúnað sem og kom síðar í Ijós.
Því var ákveðið að bíða ekki eftir því, að gengið
yrði úr skugga um Jætta, með að hefja byggingu
áburðarverksmiðju, er tækifæri gafst til útvegunar
fjármagns í gegnum hina svonefndu Marshall-að-
stoð. Var því ákveðið að byggja áburðarverk-
smiðju, er framleiddi kalklausan köfnunarefnis-
áburð, en jafnframt lagt til, að haft yrði í huga að
hafa hana Jjannig, að hægt yrði að bæta kalki inn
í framleiðsluna siðar mcir, er aðstæður væru fyrir
hendi og þess }>á talin þörf.
Nil munu bændur og jarðvegssérfræðingar yfir-
leitt komnir á J>á skoðun, að kalkið þurfi að koma
í áburðinn, og nú er það líka fyrir hendi. Því er
það nú orðið aðkallandi, að bæta við áburðarverk-
smiðjuna, J>annig að kalkið verði bundið með. Þess
skal getið hér, að mér er ekki kunnugt um, að
annars staðar í Evrópu sé framleiddur ammonium
nitrat köfnunarefnisáburður, scm notaður er án
J>ess að vera blandaður kalki eða öðrum áburðar-
efnum.
Nú hefur verið ákveðið að færa út framleiðslu
Aburðarverksmiðjunnar, þannig að liún framleiði
einnig svokallaðan blandaðan áburð köfnunarefnis,
fosfórs og kalís. Til J>ess J>arf að flytja inn óunnið
fosfórgrjót cða hráfosfat og kalísölt. Enn hefur ekki
verið ákveðið, hvaða fyrirkomulag verður haft á
framleiðslunni. En ég hef að undanförnu kynnt
mér framleiðsluaðferðir J>ær, sem einkum eru not-
aðar erlendis, sérstaklega hjá Norðmönnum, ITol-
lendingum og Frökkum.
Liggja nú fyrir fullnaðarupplýsingar um það, að
Norðmenn eru reiðubúnir að aðstoða okkur við að
færa út áburðarframleiðslu okkar, þannig að við
gætum með Jæssari fyrirhuguðu viðbótarverksmiðju
í náinni samvinnslu með okkar núverandi verk-
smiðju framleitt eftirfarandi áburðartegundir:
FUJÁUS VERZLUN
13