Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 15

Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 15
Efnageymsla í stóriðjuveri Efnaiðnaður sem þessi er nefnilega mjög sjálf- virkur. Þar lítur liver maður eftir sjálfvirkum mæla- miðstöðvum, sem oft stjórna heilli verksmiðjudeild. Það vekur alveg sérstaka athygli manns, er gengið er í gegnum slík iðjuver, að í stærðar verksmiðju- húsi sést oft ekki nema einn eða tveir menn, og stjórna þeir þá með aðstoð sjálfvirkra ta*kja allri verksmiðjunni. Við íslendingar eigum að hyggja verksmiðjur þær, er við ætlum að láta vinna útflutningsvörur, sem allra stærstar. Eingöngu með því að hafa af- köstin nógu mikil getum við hagnýtt okkur til fullnustu nýjustu tækni, en með því eina móti get- um við orðið samkeppnisfærir á heimsmarkaðnum, þá verða afköst starfsmannanna bezt. Við höfum nú cignazt sementsverksmiðju, sem fullnægir vel okkar innanlandsþörfum. Við höfum einnig um nokkurt skeið átt köfnunarefnisáburðar- verksmiðju, cr getur fullnægt þörfum okkar fyrir köfnunarefnisáburði í bili. Nú hcfur verið ákveðið að færa út áburðarvinnsluna, þannig að við getum einnig orðið sjálfum okkur nógir unr framleiðslu alhliða, blandaðs áburðar. 1 þcssum tveim stærstu iðjuverum okkar höfum við miðað fyrstu skrefin við að fullnægja okkar eigin þörfum. En nú þurfum við að fara að stíga stærri skref. Við þurfum að hefja stóriðju til útflutnings. Þar hef ég, sem fyrr segir, fyrst og fremst í huga efna- iðnaðarvörur, sem unnar eru í verksmiðjum, er byggja rekstur sinn á vatnsafli okkar og þeim inn- lendu hráefnum, sem við höfum yfir að ráða, og þá fyrst og fremst skeljasandi, vatni og lofti. Eðlileg- ast teldi ég, að fyrsta skrefið væri að reisa stóra köfnunarefnisverksmiðju, er framleiði bæði áburð og plasthráefni til útflutnings. Köfnunarefnisáburð- arverksmiðjan í Gufunesi verður mjög fljótlega of lítil til að fullnægja innanlandsþörfinni. Innlendu köfnunarefnisáburðarframleiðsluna þurfum við því að auka. Þar eigum við því að byrja okkar reglu- legu stóriðju. Við höfum nú þegar í landinu sjálfu nægilega tæknifróða og reynda menn á þessu sviði til þess að annast sjálfir að mestu leyti uppbyggingu slíkrar verksmiðju og að öllu leyti rekstur hennar. Við höfum þegar fengið nægilega þjálfun fyrir íslenzka starfsmenn í áburðarverksmiðju okkar til þess að F lt ,T Á L S V E H Z L U N 15

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.