Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Side 21

Frjáls verslun - 01.12.1959, Side 21
meiru væri að spila, þegar öll fjölskyldan vinnur úti. En þannig liáttar til, að verzlanirnar hafa að- eins takmarkaðar birgðir af neyzluvörum og því getur stjórnin, eigandi verzlananna, sett hátt. verð á þessar vörur. Þegar verkamaðurinn er búinn að borga skatta og húsaleigu og hefur iagt fyrir pen- inga, sem ríkisstjórnin hvetur verkamenn til að leggja í ríkissparibankann, á hann lítið eða ekkert aflögu til kaupa á „lúxusvörum“ eins og ísslcápum, ryksugum og öðrum varanlegum neyzluvörum. Vel- ferð hins rússneska neytanda er augsýnilega látin víkja fyrir öðrum markmiðum. ITann cr aðeins til, svo að ríkið geti orðið almáttugt. Það er ekki um að villast, að Sovétstjórnin telur sér meiri hag í að verja fé, sem ef til vill nemur mörg hundruð mill- jónum dollara, til að koma eldflaug til tunglsins, heldur en verja peningunum til að bæta lífskjör almennings í landinu. Lítill rússneskur bíll kostar frá 25 þúsund til 30 þúsund rúblur. Þegar athugað er, að meðalkaup verkamanns er 750 rúblur á mánuði eða níu þús- und á ári, sést, að það er erfitt, ef til vill óhugs- andi, fyrir verkamenn að cignast slík farartæki. Stórar lúxusbifreiðir eins og Zil cru aðeins notaðar af embættismönnum ríkisins. Og þó að nokkrir menn legðu saman til að kaupa bíl, myndu þeir verða að bíða þó nokkurn tíma, áður en þeir fengju hann. Fleiri bifreiðir er að sjá í Moskvu, stærstu og mikilvægustu borg Rússlands, heldur en í öðr- um rússneskum borgum, cnda ])ótt umferðin þoli engan samanburð við stórborg í Bandaríkjunum. I Odessu, sem hefur 600.000 íbúa, getur maður staðið og horft niður aðalverzlunargötuna mínút- um saman án þess að sjá nokkra bíla á ferli aðra en strætisvagna. Verkamaðurinn hefur verið alinn upp í þeim anda, að hann þurfi fyrst og fremst að takmarka neyzluþörf sína, svo að Sovétrikin geti fest meira fé í framleiðslutækjum og iðjuverum. Ilelgasta markmið þjóðskipulags kommúnista er að auðga og upphefja ríkið, ekki einstaklinginn. Einstakling- urinn á ekki að fá annað cn það, sem nægir til þess að hafa hann góðan og stuðlar að hámarks- framleiðslu fyrir ríkið. Það er i-íkið, sem verður að vera æðst. Af þessu er augljóst, að frarnleiðslan gengur fyrir öllu. Sein dæmi um þetta má nefna, að á árunum 1940 til 1956 jókst stálframleiðslan um 270 af hundraði, en framleiðsla á bómullarefnum jókst um tæplega 40 af hundraði. Ný iðjuver, nýjar verksmiðjur, ný tæki og nýjar vélar koma fyrst — en ekki bílar, ísskápar, sjónvarpstæki eða vefnaðar- vörur. En vegna þess hve framleiðsla neyzluvara er ákaflega takmörkuð nú, mun hvaða smáaukn- ing, sem kann að verða á komandi árum, virðast stór miðað við núverandi framleiðslu. Mikill launamismunur Sovétstjórnin stefnir ekki að íaunajöfnuði. Alls konar uppbætur og umbun eru veittar, og afkasta- mikill verkamaður fær birt nafn sitt og mynd af sér og hlýtur viðurkenningu hins opinbera á marg- an hátt. Verkalýðsfélag hans fær hlutdeild í tekj- unum, sem hljótast af auknum afköstum hans, og þess vegna hvetja verkalýðsfélög meðlimi sína til að fara fram úr skylduafköstunum. Oduglegur verkamaður verður byrði á verkalýðsfélagi sínu og félögum þess. Verkalýðsfélagið og atvinnurekand- inn standa þannig saman, að nokkurs konar við- skiptafyrirtæki — báðir keppa að því að framleiða meiri og meiri vörur fyrir ríkið á lægra verði. í hagkerfi kommúnista er því grcinilega viðurkennd- ur kostur samkeppninnar, þar sem lögð er áherzla á mikil afköst og lágan framleiðslukostnað. „Frá hverjum manni eftir getu, til hvers manns eftir þörfum.“ Þannig komst Karl Marx að orði einu sinni, en nú hefur þessi yfirlýsing enga raunhæfa merkingu í Sovétríkjunum. Útbúnaðar í verksmiðjum er oft lélegur eða gamaldags. Sem dæmi má nefna, að svonefnd talna- grind er notuð í nær öllum smásöluverzlunum, og gefur það til kynna, hve ýmsar greinar efnahags- lífsins standa á frumstæðu stigi. Varúðarráðstaf- anir, sem gerðar eru í verksmiðjum með velferð verkamanna og öryggi fyrir augum, eru ekki sam- bærilegar við bandarískar kröfur. Aætlað hefur ver- ið, að afköst sovézks verkamanns séu aðeins þriðj- ungur af afköstum bandarísks verkamanns. Að minnsta kosti hluta af mismuninum á fram- leiðslukostnaði og söluverði má nota til þess að veita aukaviðurkenningu fyrir verkstjórn og vinnu. Forstjóri verksmiðju einnar, sem ég heimsótti, sagði við mig drýgindalega, að verksmiðju hans væri heimilt að halda eftir einni milljón rúblna af „hagn- aðinum“, og af þeirri upphæð væri hægt að nota 60 af hundraði til nýrra bygginga og 40 af hundraði mætti svo skipta milli verksmiðjufólksins. Verkfræðingar, vísindamenn, forstjórar iðjuvera, verkstjórar í verksmiðjum og æðstu embættismenn ríkisins eru meðal hinna hæst launuðu í þjóðfélagi kommúnista. Meðalkaup verkamanns er kringum 750 rúblur á mánuði, eins og áður er sagt, og lág- launaðir, ófaglærðir verkamenn fá aðeins 250 til 350 rúblur á mánuði. Ilinir, sem skipa áðurnefndar forréttindastöður, hafa oft frá 2.000 upp í 5.000 riiblur í mánaðarlaun, auk ýmiss konar fríðinda. Rétt cr að geta sérstaklega háskólaprófessora, sem liafa yfirleitt frá 2.500 til 5.000 rúblur í laun á mánuði, og enn má hækka þessi laun að mun, ef viðkomandi sýnir yfirburði í kennslu eða ritstörf- um. Prófessorar eru sagðir geta komizt upp í hæsta launaflokk Sovétríkjanna, og af því getum við dreg- FRJÁLS VERZLUN 21

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.