Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 26

Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 26
vanþrcmðu löndunum, cinmitt þar sem sízt skyldi. Mcðalfólksfj(jlgunin í heiminum nemur nú rúm- lcga 1 y2% á ári. í sumurn hlutum Suður-Ameríku og Afríku nemur hún 2,4% á ári. Gert er ráð fyrir að íbúafjöldi Egyptalands muni tvöfaldast á 2!) árum, Indónesíu á 32 árum, írans á 36, Ítalíu á 1<30 og Bretlands á 230 árum. Kenning Malthusar Fyrir um það bil 150 árurn gaf enskur prestur, Thomas Malthus að nafni, út ritgerð, sem fjallaði uni fólksfjölgun og framtíð þjóðanna. Ilann hélt ]>ví fram að matvælaframleiðsla gæti aðeins vaxið með jöfnum hraða, þ. e. eins og 1, 2, 3, 4, 5, 6; en á sama tíma tvöfaldaðist fólksfjöldinn í sífellu, þ. e. yrði 1, 2, 4, 8, 10, 32. Malthus sagði, að þó að tilhneigingin væri þessi, þá væri reyndin önnur, því að fólksfjölgunin héldist í skefjum vegna styrj- alda, drepsótta og hungursneyðar, ef fæðingar væru ekki takmarkaðar. Iíið síðastnefnda væri eina von þjóðanna, því að annars væri alþýða manna dæmd til eilífrar fátæktar og volæðis. Þessi harkalega kenning hefur i'kki staðizt dóm reynslunnar á Vesturlöndum á 19. og 20. öld. Fólks- fjölgun hefur að visu orðið mikil, en framfarir i vísinduin og tækni hafa gert meira en að vega það upp. Kenningin sýnist aftur á móti hafa við mikil rök að styðjast, þegar litið er til hinna vanþróuðu landa. Og nú er mcira talað um Malthusarkenn- inguna, en gert hefur verið í áratugi. Er það bæði vegna aukius kunnugleika á högurn áðurnefndra landa og svo vitneskjunnar um hina öru fjölgun mannkynsins í Iieild. Ennþá sveríur hungrið að Þau lönd eru fá, sem hafa rnikið af matvælum aflögu. ()g í mörgum löndum eru þcir verst nærðir, sem siunda landbúnaðarstörf. Sumir þeirra hafa of lítið land, aðrir svo ófrjósamt, nema hvort tveggja sé. Og sums staðar þekkjast ennþá svo voldugir landeigendur, að leiguliðarnir verða að grciða af- gjald jarðarskikans með uppskerunnar, annar fimmtungur fer fyrir afnot af áveitukerfi, sá þriðji fyrir útsæði og enn einn fyrir afnot af dráttarux- um og þess háttar. Er þá oftast lítið eftir, eins og skiljanlegt er. Vafalaust mun takast með vísindalegum rann- sóknum að finna nýjar tegundir matvæla. Margir binda miklar vonir við sjóinn í þessu sambandi og ýmiss konar efnafræðilega umbreytingu á líf- rænum efnum, en allt bendir til, að uni langa VANDAMÁL HINNA VANÞRÓUÐU LANDA I I Þróuð lönd Vanþróuð lönd gf 1.400 Brúttó þjóðar- tekjur á íbúa #120 RAFMAGNS- 2-200 . FRAMLEIÐSLA Kwstundir á ári á íbúa 80 SAMGÖNGUR i. Km vega á þús. km2 landsvæði 75 30 0 HEILBRIGÐI Meðalaldur 36 1 67 'r. MENNTUN % af íbúafjölda. seii) kann að lesa og akrifa 350/o 5 ^ o VENEZUELA ecuapbi chile' URUGUA 6R ASILIA ðOUVIA framtíð verði mannkynið fyrst og fremst að byggja á matvælaöflun, er stunduð verði á sama, eða svipaðan hátt, og nú. Einhver aukning á ræktuðu landi ætti að vera möguleg, en hugmyndir um stör- fellda ræktun á eyðimörkum eða frumskógasvæð- um verða að bíða nýrrar tækni. Ekkert bendir því til að hægt verði að útrýma matvælaskortinum í hinurn vanþróuðu löndum á næstunni. í Asíu búa nú, að löndum Rússa frá- töldum, um 1500 milljónir manna og búizt er við að fjölgunin þar muni nema 230—250 milljónum á næsta áratug. Til þess að sérhver þessara óbornu 20 1'H J ÁLS V E II ZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.