Frjáls verslun - 01.12.1959, Síða 28
Björn Jalcobsson, jramkv.stj.:
Nýjar samgönguleiðir —
Nýjar verzlunarleiðir
Sá áratugur tuttugustu aldarinnar, sem nú er að
líða hlýtur að teljast til merkustu tímabila í hinni
árþúsunda göndu baráttu mannsins. I lok sjötta
tugs aldarinnar stendur maðurinn ferðbúinn and-
spænis stærsta ævintýrinu — ferðum til annarra
hnatta, hlutverki sínu trúr — að leita sjálfur
lausnar á ráðgátum tilverunnar með raunvísinda-
legum hætti.
„HiS nýja MiðjarSarhaf"
Um væntanlegar geimsiglingar er grein þessari
ekki ætlað að fjalla, heldur á hún að vera liug-
leiðing um önnur afrek mannsins og tækninnar, sem
eingöngu eru bundin við jörðina sjálfa, og okkur
íslendinga sérstaklega varðar. Á þeim áratug, sem
er að líða, hafa síðustu virki jarðarinnar fallið og
síðustu ókönnuðu hlutar yfirborðs hnattarins verið
rannsakaðiv. Fjallkonungurinn Everest verður að
lúta í lægra haldi, Suðurskautslandið er sigrað með
tangarsókn tækni og hugrekkis, en á norðurhveli
Siglingaleið Nautilusar
jarðar gerist rnesta ævintýrið. Norður-íshafið —
hið „nýja Miðjarðarhaf“, síðasta nær ókannaða og
lokaða heimshafið opnast fyrir samgöngur í lofti
og í Iegi. Síðustu stóru samgönguleiðirnar á þess-
um hnetti eru teknar í notkun. Fjögur hundruð
ára gamall draumur djarfra landkönnuða og kaup-
manna um Norðvesturleiðina og Norðausturleið-
ina verður að veruleika.
Hnattlega íslands
Með opnun flugleiðanna yfir Norðurpólinn milli
Evrópu og Austurlanda og flugleiðarinnar milli
Evrópu og vesturstrandar Norður-Ameríku, og nú
síðast siglingu kafbátsins Nautilusar frá Kyrrahafi
til Atlantshafs undir pólísinn hafa öll viðhorf nú
og í framtíðinni í samgöngum milli þriggja heims-
álfa gjörbreytzt. Vaxandi áhuga gætir nú meðal
þeirra þjóða, sem lönd eiga að Norður-íshafinu
eða hafa beinna hagsmuna að gæta í sambandi við
hinar nýju samgönguleiðir. Hefur t. d. vaknað nýr
og virkur áhugi hjá Dönum og Norðmönnum á
löndurn þcim, er þeir eiga í Norðurhöfum. Áhugi
Bandaríkjanna og Ráðstjórnarríkjanna hefir e. t. v.
fyrst og fremst verið hernaðarlegs eðlis hingað til.
Þó er vitað að Rússar hafa um áratuga skeið rekið
víðtækar rannsóknir í Norðurhöfum. Með smíði
kjarnorkuknúinna ísbrjóta eins og „Lenins“ mun
Rússum takast að halda opinni Norðausturleið-
inni milli Kyrrahafs og Atlantshafs. Bretar sýna
þessum nýju leiðum einnig vaxandi áhuga og það
eru þeir, sem gefið hafa Norður-Ishafinu hið nýja
nafn, en „vinir“ okkar Bretar hafa sem kunnugt
er ávallt haft hinn mesta áhuga á öllum „mið-
jarðarhöfum“.
Alla tíma síðan land þetta byggðist hafa ís-
lendingar litið til Norður-lshafsins sem óendanlegr-
ar uppsprettu ísa og ógna, þangað sem rekja
mætti mikið af þeim hörmungum, sem vfir ]>essa
ARCTIC SUMMER
ICCPACK
'Noran pott
AUG. 3« >
PT. BARROW
L AUG. I
Paclflc 'Dcean
PCARL
MAl'BQR
JULV 23
Aitanttc Ocaan
28
rilJÁLS VERZLUN