Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 29

Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 29
þjóð hafa gengið á liðnum öldum. Enn í dag er talað um að við búum á takmörkum hins byggi- lega heims. Við höfum jafnan litið til suðurs, og væntum þaðan alls þess er léttir lífsbaráttuna. Suðrið hefir verið okkar vonarátt. En sé haldið áfram til norðurs erum við fyrr en vnrir farnir að halda til suðurs og þar verða fyrir næstu nágrann- ar okkar í norðri, hin áður svo fjarlægu Austur- lönd, Japan og Kína. Þáð er vafamál, hvort íslendingar hafa áttað sig á þeirri stórbrevtingu, sem átt hefir sér stað og sem kemur Lil með að eiga sér stað á næstu ára- tugum í samgöngum og verzlun, sem skajjast við opnun Norður-íshafsins, eða þeirri aðstöðu, er ís- lendingar gcta haft mcð tilliti til hnattlegu lands- ins við hinar nýju samgönguleiðir — við hið „nýja Miðjarðarhaf“. Heimsverzlunin hefir ávallt leilað eftir og hag- nýtt nýjar samgönguleiðir, ef styttri og hagkvæm- ari reyndust hinum eldri. Nú þegar liggja hinar nýju leiðir loftsins yfir ísland og umhverfis Island, og sá dagur er e. t. v. skemmra undan en menn nú grunar, þegar vöruflutningar hefjast í stórum stíl undir pólísnum með risastórum neðansjávar- skipum knúnum kjarnorku. Anderson skipherra á Nautilusi lét svo unr mælt eftir hina sögufrægu siglingu, að þar með væri til staðar ný, hagkræm og örugg framtíðar samgönguleið, milli Vestur- og Austurlanda. Fyrirtækið General Dynamics í Bandaríkjunum, scm bvggði Nautilus, hefir til at- hugunar byggingu neðansjávar olíuskipa tuttugu til fjörutíu þúsund smálestir. Japanir hafa tilkynnt, að þeir hafi til athugunar smíði neðansjávar olíu- skips, eitt Iiundrað þúsund smálestir að stærð. Það er hinsvegar aðstaða íslendinga í sambandi við flugsamgöngur á hinum nýju leiðum, sem grein ]>essari er ætlað að fjalla um, með sérstöku tilliti til hnattlegu landsins og Keflavíkurflugvallar sem samgöngumiðstöðvar. Ef litið er á hnattlegu landsins virðist hagkvæmt að tengja saman í Keflavíkurflugvelli þrjár megin- flugleiðir, þ. e. Norður-Atlantshafsflugleiðina og Pólleiðirnar tvær — til Austur-Asíu og vestur- strandar Norður-Ameríku. FR.TAI.S VKHZI.ITN 2!)

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.