Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.12.1959, Blaðsíða 32
áætlanir tilbúnar, ef völlurinn skyldi einn góðan veðurdag afhentur þeim til fullra umráða og afnota. Ef rétt cr á haldið af íslenzkum stjórnarvöldum ætti að vera möguleiki til að skapa þá aðstöðu á Keflavíkurflugvelli, að þar verði ein mikilvægasta flug- og flutningamiðstöð á norðurhveli jarðar. Ef íslendiugar gera ráðstafanir í tíma gætu þeir haft áhrif á þá þróun, sem flutningar á þessum leiðum kunna að taka. Ættu íslenzk stjórnarvöld að fylgjast sem bezt með allri þróun þessara mála í kringum okkur og hefja nú j)cgar undirbúnings- ráðstafanir, að framtíðarrekstri Keflavíkurflugvall- ar með því meðal annars að leita eftir samstarfi við sem flest flugfélög er áhuga hafa á Keflavíkur- flugvelli, sem viðkomu- eða bækistöð. Skipulagsinál á vellinum ættu að vera miðuð við framtíðarstarfsemi þessa. Ilefjast ætti handa sem fyrst við byggingu steinsteyptrar eða malbikaðrar akbrautar milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvall- ar, jafnframt því, sem þeim er áhuga og getu hafa til að byggja sómasamleg gistihús í Reykjavík yrði leyft það hömlulaust. Og gera þarf áætlanir um hagnýtingu jarðhitasvæðanna á Reykjanesi til margvíslegra nota í sambandi við Keflavíkurflug- völl og byggðina þar. Er samvinna við Japani hugsanleg? Sú þjóð hinumegin við pólinn, sem nú þegar hefur mestra hagsmuna að gæta í sambandi við hinar nýju samgönguleiðir eru Japanir. Endastöð allra flugfélaganna, sem tekið hafa upp pólflug til Austur-Asíu er Tokio. Þegar eðlilegt samband vesturlanda og Kína hefir komizt á hlýtur flug einnig að hefjast þessa leið til Peking. Sérstaklega verður vikið hér á eftir að þróun vöruflutninga í Iofti, en það er einmitt á þeim vettvangi, sem hugsanlegt er, að stærstu mögu- leikar okkar séu fólguir, með ]>ví að efna til sam- vinnu við Japani og aðrar þjóðir, um lmgnýtiugu Keflavíkurflugvallar sem vöruflutningamiðstöðvar. Undanfarin ár liafa Japanir átt í allmiklum erf- iðleikum í utanríkisverzlun sinni. Mjög mikil fram- leiðsluaukning hefir átt sér stað í Japan eftir stríðs- lok, cn þrátt fyrir aukna neyzlu innanlands, hefur Japani skort markaði fyrir iðnaðarvörur sínar. Við- skipti við Ivína, sem áður var þeirra aðal hráefna- lind og markaður, hafa að mestu legið niðri og hafa Kínverjar jafnvel hafið viðskiptasókn á hend- ur Japönum á mörkuðum Suðaustur-Asíu. Japanir hafa því mjög sótt á í leit sinni að nýj- um mörkuðum til ])ess að þurfa ekki að ganga að kostum þeim er Kínverjar setja fyrir auknum við- skiptum. Hafa Japanir náð vaxandi ítökum á mörkuðum í Ameríku og Evrópu. Enda hefir vöru- val og gæði framleiðslu þeirra aukizt miðað við það, sem áður var. Er full ástæða til að ætla, að Japanir hafi mikinn áhuga á að geta þjónað þessum mörk- uðum, sem bezt og hafi opin augun fyrir þeim möguleikum, sem hinar nýju samgönguleiðir hafa upp á að bjóða á næstu árum. Vöruflutningar í lofti Ilin stöðuga aukning á vöruflutningum í lofti, undanfarin ár, gefur til kynna, hvert stefnir í þeim þætti flugflutninga. Samkvæmt skýrslum frá Al- þjóðaflugmálastofnuninni voru vöruflutningar í lofti árið 1945, 75 milljón mílutonn, en árið 1958 1.145 milljón mílutonn. Skýrslan nær ckki til Ráðstjórn- arríkjanna eða Kína. Er almennt gert ráð fyrir stórfelldri aukningu á vöruflutningum í lofti á næstu árum. Á hinni nýafstöðnu ráðstefnu Alþjóða- sambands flugfélaganna í Honolulu voru sam- þykktar mikilvægar breytingar til lækkunar á flutningstöxtum á flugleiðinni yfir Atlant.shaf og Kyrrahaf, og er af þeim sökum gert ráð fyrir stór- auknum vöruflutningum í lofti á Norður-Atlants- hafsleiðinni. Það, sem helzt hefir skort á, til að fullnægja hinni sívaxandi vöruflutninga])örf í lofti milli heims- álfanna, er að ekki hefir verið um að ræða hag- kvæmar flugvélar, er sérstaklega væru byggðar fyr- ir vöruflutninga — þannig, að hægt væri að auka vörumagnið og lækka flutningsgjöldin það mikið að bæta mætti við mörgum vöruflokkum, sem hægt væri að keppa um við flutninga á sjó. Frá „Canadair“ flugvélaverksmiðjunum í Ivan- ada, sem er dótturfyrirtæki General Dynamics í Bandaríkjunum, er væntanlcg til notkunar 1901 ný tegund vöruflutningavéla, „CL 44“, sem gcrt cr ráð fyrir að marki verulcg tímamót í vöruflutn- ingum í lofti. Hafa vélar þessar verið pantaðar af stærstu vöruflutningaflugfélögum Bandaríkjanna, „Seaboard and Western" og Flying Tiger Line“. Vélar þessar koma til með að bera 32% tonn af vörum, geta flogið 5000 mílur með 400 mílna hraða á klst. Sama verksmiðja vinnur að stærri tegund þessara véla, sem áætlað er að beri 50—00 tonn af vörum. Samkvæmt fréttum hafa margar flug- vélaverksmiðjur í Bandaríkjunum og Brotlandi í athugun enn stærri flutningavélar. 32 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.