Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 35

Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 35
altarið á hafnarbakkanum, líktist það hellisskúta, og fyrir miðju öndvegi sat María mcy, verndar- gyðja sjómanna, mild ásýndum, cn óviknandi. Að sigurmerkjum hafði hún akkeri, árar og net allt í kringum sig, og vegna sjómann- anna var hún þangað komin út úr kirkjunni; þarna horfði hún á þá mann fram af manni og með sömu alkyrru augunum, bæði hina hamingjuscmu, er áttu von á góðri vertíð, og hina, sem aldrei áttu afturkvæmt. — í'yrst var altaris- sakramentið borið um meðfram allri áhöfninni, en þar lágu úti fyrir og fánum skreytt íslenzku fiskiskipin, og dró livert þeirra upp flagg í kveðjuskyni; þá fóru þar næst í hátíðlegri skrúðgöngu eig- inkonur og mæður, unnustur og systur. Presturinn staðnæmdist frammi fyrir hverju skipi, hóf upp hendur sínar og Ijlessaði það. — Svo lögðu þau af stað, svo að segja í einum flota; varð þá tóm- legra eftir í sveitinni, er þaðan tæmdust eiginmenn allir, unnustar og synir. Er skipin skriðu af stað, kyrjuðu allar skipshafnirnar í senn Maríu-sálma Markyndils.“ Skonnorturnar frá Paimpol fóru vestan írlands, en kútterarnir frá Gravelines og Dunkerque um Norðursjóinn meðfram Englands- ströndum. Eftir 10—15 daga siglingu var náð á áfangastað, að suðurströnd íslands. Fyrstu skút- urnar komu milli Ingólfshöfða og Vestrahorns, hin- ar seinni milli Dyrhólaeyjar og Vestmannaeyja. Venjulega héldu skonnorturnar frá Paimpol nokk- urn vegin hópinn vestar og kútterarnir frá Grave- lines og Dunkerque austar. Var þá tekið til óspilltra málanna að veiða. Veiðiaðferðin var hin sama hjá skútunum öllum, og hélzt hún nær óbreytt gegnum aldirnar: hand- færi, skak. Sjómennirnir röðuðu sér við borðstokk- inn, hver á sínum stað. Voru þar gerð göt, sem í var stungið gildum trénagla með rennirauf fyrir línuna. Líktist hann helzt klunnalegum gaffli, og var úr harðviði. Handfærið sjálft var með svip- uðum hætti og það, er Færeyingar notuðu: Hör- eða hamplína 5 mm í þvermál og 100—200 m að lengd eftir dýpt sævarins. Var hún viðfest ílangri blýsökku 7—8 kg að þyngd, en gegnum hana þvert gekk járnteinn liðlega hálfur metri með tæplega tveggja m langan öngultaum á hvorum enda. Ongullinn sjálfur hafði tíðast lítinn skrautfisk úr tinblöndu, sem lýsti, og kom hann í stað bcitu. Ef beita var liöfð, var notazt við ræmu úr flesksverði, saltkjöt, kjöt sæfugla, sem veiddir voru á fljótandi línuna, roðbita úr lúðu eða karfa eða jafnvcl hjarta eða innyfli úr sjálfum þorskinum. Handfærið var látið rerina til botns, síðan fjar- lægt 2—3 faðma frá honum. SkipicS hafði uppi eitt segl eða fleiri eftir þörfum og lét reka hægt, meðan F R .1 Á L S V E R Z L U N 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.