Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Side 38

Frjáls verslun - 01.12.1959, Side 38
fór fram, og þarna lágu þau, svo að dögum skipti, þrjú og þrjú saman eða stök á víðáttumiklu svæði, öll með siglutré sín og rár eins og stórkostlegur trjá- garður. Áhafnirnar fóru í land með fatapoka sína, röðuðu sér kringum Vatneyrarvatn og þvoðu. Ung- viði staðarins safnaðist að, svo og fólk, er vildi gera kaup. Flíkurnar voru ]>urrkaðar á steinum og liell- unr, síðan fluttar um borð og hengdar til frekari þurrkunar hvar sem verða mátti. Hin fríða fylking skips breyttist í þerrihjalla. Sama sagan fór af prúðmennsku frönsku sjó- mannanna hér og annars staðar, er þeir stigu á land. Þeim gat ef til vill runnið í skap við félaga sína innbyrðis, en umgengni þeirra við íslendinga var með öllu snurðulaus. Hvers vcgna hætti þessi mikla og litauðga út- gerð? Ástæðan var m. a. lítt arðbær rekstur. Hin seinni ár gerðust aflabrögð fremur léleg samfara auknum kostnaði. Þess heyrðist getið, að franska ríkið styrkti veiðarnar, ekki vegna þess, að þær væru þjóðhagsnauðsyn, heldur hins, að þær gæfu Frakklandi þrekmikla og þjálfaða sjómenn fvrir verzlunar- og herskipaflotann. Það, sem baggamuninn reið, mun þó hafa verið hin tíðu sjóslvs þeirra hér við land. Seglskúturnar voru svifaseinar og gátu ekki varizt hinum snöggu og heiftúðugu veðrabrigðum íslandsmiðanna. Greina annálar frá sorglegum atburðum og örlög- um. í þeim raunum áttu hinir friinsku sjómcnn og þjóð þeirra djúpa samúð íslendinga, enda, kunnu þeir vel að meta þá gestrisni og aðstoð, sem þeim var svo fúslega í té látin, hvenær sem unnt var. Samúðin fékk bergmál hjá skáldum landsins. I eink- ar viðkvæmu kvæði segir Guðmundur Guðmunds- son, skólaskáld: Vestast í Víkurgarði viðkunnanlegast mér finnst. Þar eru lægstu leiðin, — leiðin, sem á ber minnst. Otal þar er að líta einfalda krossa úr tré. Letrað er á þá alla aðeins: Marin Franjais. Það er svo hljótt og hcilagt, að helgispjöll virðist mér á skóm þar að ganga um garðinn, sem gestunum vígður er. Halldór Kiljan Laxness kemst svo að orði í fag- urri grein, sem var rituð í tilefni Pourquoi pas- slyssins á Mýrunum: „Sá, sem hefir orðið samferða frönskum strand- mönnum á íslandi hefir séð ein tilbrigði í litrófi heimsins, sem aðrir sáu ekki. Þetta eru smáir menn, þéttir, snöfurlegir, með móbrún augu, sem um leið eru skartgripur þeirra, og uppsnúið yfir- skegg, sem er aleiga þeirra. Þeim skolar fáklædd- um á land um miðja nótt að vetrarlagi í hríðarbyl og eftir að hafa sopið dálítið úr fjörunni ganga þeir stundum lengi í myrkri og hríð áður en þeir hitta fyrir sér einhvern hinna fyrrgreindu staða sem svo merkilegir eru taldir í Frakklandi. Venjulega drukknar álitlegur hluti hverrar skipshafnar í strandinu. Margir verða úti á söndunum eftir að hafa gengið á kjúkunum dægurlangt. En ekki eru þeir fyrr komnir í Bretaníu eftir að hafa verið fluttir heim til sín vfir mörg lönd en þeir eru enn stignir á skipsfjöl og stefna á íslandsmið.“ Skútuöldinni cr lokið. Sögunni tilhevra nú ts- landsförin og fslandsfararnir, sem Loti brá á Ijóma með sönnu skáldverki, enda þótt hann kæmi sjálfur aldrei á fslandsmið. Meðal Frakka kennir angur- værðar, þegar þessi efni ber á góma. Hið franska dagblað, sem á var drepið í upphafi, lauk máli sínu með svofelldum orðum, sem verða einnig niður- lagsorð þessa erindis: „í gömlum skipaskrám hinna frönsku liafnar- bæja má lesa hin góðkunnu nöfn seglskútnanna, letr- uð með gullnu bleki: Saint-Jehan, Aiglon, Fernand, Violette, Goclo, en yfir nöfnin hefir verið skrifað: Hætt, seld, týnd. Aðeins fáeinir menn geyma minn- inguna um hinar hvítu duggur, er flutu, þögular, um hin dýrlegu höf norðurljósanna.“ 38 FnjÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.