Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Qupperneq 41

Frjáls verslun - 01.12.1959, Qupperneq 41
^ Athafnamenn og frjálst framtak Gísli J. Johnsen stórkaupmaður Gísli J. Johnsen er fæddur í Vestmannaeyjum 10. marz 1881. Foreldrar hans voru Jóhann Jörg- en Johnsen, veitingamaður og Sig- ríður Arnadóttir. Þau hjónin eign- uðust 5 syni, og var Gísli þeirra elztur. Jóhann dó, þegar Gísli var 12 ára, og fór hann þá að stunda alla algenga landvinnu og var stoð móður sinnar. Þegar þjóðin tók að rétta við á efnahagssviðinu eftir aldalanga kúgun og hörmungar, höfðu Vest- mannaeyingar forystuna á ýmsum sviðum og strax upp úr aldamót- unurn var Gísli J. Johnsen þeirra fremstur í flokki. Alhafnaþrá Gísla sagði mjög snemma lil sín og tók hann að verzla þegar árið 1899, í nafni móður sinnar. En ])á urðu menn ekki myndugir fyrr en 25 ára og t'yrir þann tíma máttu þeir ekki hafa neinn rekst- ur með höndum. Gísli aflaði sér þó „myndugleikabréfs“ 1902 og var það útgefið í Kaupmannahöfn, þar sem ekkert yfirvald hérlendis hafði leyfi til þess. Verzlunin hafði á boðstólum hinar óskyldustu vörutegundir, og voru færðiir út kvíarnar eftir fárra ára rekstur með því að verzla beint við bændur á Suðurlands- undirlendi. I þeim tilgangi var fyrst sent gufuskip (1906) og síð- ar bátar, er losuðu farm sinn víða við hafnlausa ströndina. Strax og atvinnulífið varð fjöl- breyttara og þróttmeira fóru kjör fólksins að batna. Fyrst tók fyrir Ameríkuferðirnar, og svo fór að fjölga verulega í Vestmannaeyj- um; þannig voru íbúarnir þar milli sjö og átta hundruð um aldamót- in, en voru komnir á fjórða þús- und, þremur áratugum síðar. Gísli hafði áhuga á og beitti sér fyrir fjölmörgum umbótum, er komu Vestmannaeyingum til góða. Þannig flutti hann fyrsta vélbát- inn til Eyja árið 1904, og tveimur árum síðar tók hann ásamt fleiri mönnum þar þátt í stofnun elzta togarafélags lslendinga, „Fisk- veiðahlutafélagsins íslands“, sem gerði út togarann Marz. Arið 1907 kom Gísli upp all- fullkomnu vélaverkstæði, cr gat annazt viðgerðir á hinum hrað- fjölgandi bátavélum, og ári síðar lét hann reisa fyrsta vélfrystihús á landinu, sem einkum frysti beitusíld. En í Vestmannaeyjum leyfði veðráttan tæpast, að ís væri safnað með gamla laginu. Fyrstu árin eftir að sími var lagður hér á land nutu Vest- mannaeyingar ekki þeirrav nýju tækni. En undir forystu Gísla J. Johnsen fengu nokkrir þeirra leyfi Alþingis, árið 1911, til þess að leggja síma milli Eyja og lands, og jafnframt var lagt innanbæjar- kcrfi. Voru margir hluthafar í þessu nýja þjónustufyrirtæki. Fyrsta fiskimjölsverksmiðja á íslandi var reist í Vestmannaeyj- um árið 1912 að tilstuðlan Gísla, en nokkrum árum áður hafði hann beitt sér fyrir því, að lagðar voru niður úreltar aðferðir við lýsis- bræðslu. Allt miðaði þetta að því að auka verðmæti framleiðslunnar. Til gamans má geta þess, að 1917 tók fyrirtæki Gísla þátt í fisk- veiðasýningu, er lialdin var í Kaupmannahöfn, og sýndi hann þar hvernig nota mætti skilvindur til hreinsunar á lýsi, og hafði það aldrei veiáð gert áður. Gísli stóð fyrir því ásamt fleir- um árið 1910, að farið var að senda frosna lúðu á erlendan markað, en frystiklefar voru í gömlu Botníu, er gerði þetta kleift. Fimmtán árum síðar átti hann mikinn þátt í því, að sent var iit kjöt með frystiskipi frá Akureyri. Átti sú tilraun veru- legan þátt í því, að Brúarfoss var byggður sem frystiskip nokkru síðar. Gísli lét reisa fyrstu olíugeyma á landinu í Vestmannaeyjum árið 1919, en skömmu síðar tók „Lands- verzlunin“ við olíuverzluninni og fékk einokunaraðstöðu um skeið, en þegar henni var aflétt átti Gísli mestan þátt í því, að „Shell á íslandi“ var stofnað árið 1926. FRJÁLS VERZLUN 41

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.