Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Síða 42

Frjáls verslun - 01.12.1959, Síða 42
Þegar dreifingarkerfi félagsins var komið á fastan grundvöll lækkaði olíukílóið úr 42 aurum niður í 28 aura. Árið 192.5 lét Gísli koma upp fyrstu hafskipabryggjunni í Eyj- um. Og litlu síðar flutti liann inn fyrstu hausskurðar- og flökunar- vélarnar. Litu ýmsir þessar vélar óhýru auga til að byrja með. Skemmtilegt er að geta þess, að um þær mundir, eða um og eftir 1926, fór Gísli að setja loftskeyta- tæki í fiskibáta sína, og var það þá óþekkt í verstöðvum á Norð- urlöndum. Áhugi Gísla J. Johnsen á menn- ingar- og félagsmálum hefur kom- ið fram í ýmsu. Þannig stóð hann fyrir byggingu barnaskóla í Eyj- um árið 1915 og var við þá bygg- ingu notuð steypuhrærivél í fyrsta sinn hérlendis. Hann keypti prent- smiðju árið 1917 og rak hana næstu árin og árið 1927 gáfu Gísli og kona hans Vestmannaeyingum fullkomið sjúkrahús. Gísli hafði búið að nokkru í Reykjavík frá 1922, en fluttist þangað endanlega árið 1930. IJef- ur hann síðan rekið heildverzlun hér og tekið þátt í stofnun margra fyrirtækja. Á sjötugsafmæli Gísla J. John- sen, árið 1951, gerðu Vestmanna- eyingar hann að heiðursborgara í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þeirra þágu. Nú í ár eru einmitt 60 ár liðin síðan Gísli hóf verzl unarstarfsemi. Gísli kvæntist árið 1904 Ásdísi Gísladóttur og eignuðust þau þrjú börn, Sigríði, sem er gift Ástþóri Matthíassyni, lögfræðingi, Gísla, ljósmyndara, sem kvæntur er Friðbjörgu Tryggvadóttur og Soffíu, sem er gift ísleifi Árnasyni lögfræðingi. Dæturnar eru búsett- ar í Reykjavík, en sonurinn í Vest- mannaeyjum. Fyrri konu sína missti Gísli ár- ið 1945, en kvæntist aftur 1947 Önnu Ólafsdóttur, er lengi var yfirhjúkrunarkona á Vífilsstöðum. 42 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.