Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 43

Frjáls verslun - 01.12.1959, Page 43
Ottó A. Michelsen, sJcrijtvélam.: Vélvæðing viðskiptalífsins Á öllum sviðum íslenzks athafnalífs, eins og það er í dag, má sjá merki tækniþróunarinnar. Mest ber á tæknilegum framförum í aðalatvinnuvegun- um, sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði, en einnig á sviði viðskiptalífsins og almenns skrifstofuhalds má sjá nokkurn vísi að verulegri vélvæðingu á síð- asta áratug. í þessu sambandi má einkum nefna skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurbæjar, þar sem IBM-gatspjaldakerfið er í notkun. Það er athyglisvert, að það eru opinberar stofn- anir (Rafmagnsveita Reykjavíkur og Hagstofa ís- lands), sem fyrst taka í þjónustu sína slíkt. kerfi, og hygg ég, að því valdi einkum tvær ástæður. Önnur er sú, að hjá þessum stofnunum skapast fyrst alvarleg nauðsyn á að vinna úr ýmsum talnaheimildum með miklum hraða og einatt fyrir- varalítið; um það eru verzlunarskýrslur Hagstof- unnar, manntalið, kjörskrár og ekki sízt útskrift rafmagns- og hitaveitureikninga glögg dæmi. Hin ástæðan mun byggð á þeirri skoðun, að með- alstór fj'rirtæki geti ekki á hagkvæman hátt not- fært sér svo stórvirkar vélar, sem hér um ræðir. Þetta er að verulegu leyti misskilningur, sem stafar af því að menn þekkja ekki ennþá nægilega mikið til slíkra véla, enda hefur mjög lítið verið um þær ritað á íslenzku. Hið helzta er grein eftir Áka Pétursson, sem birtist í afmælisriti Þorsteins Þor- steinssonar hagstofustjóra árið 1950. En Þorsteinn Þorsteinsson var frumkvöðull þess að fá IBM-vélar til landsins. Smíði fyrstu bókhalds- og skýrslugerðarvélanna var mjög kostnaðarsöm, en tækniþróunin hefur verið svo ör, og þörfin reynzt svo mikil, að aukin framleiðsla, samhliða bættri framleiðslutækni, hefur lækkað verð þeirra að miklum mun. IBM-gatspjaldakerfið Það er ætlunin með þessu greinarkorni að lýsa í höfuðatriðum IBM-gatspjaldakerfinu og vélasajn- stæðum þeim, sem það byggir á. Það, sem einna helzt einkennir þetta kerfi, er hve fjölhæft það er. Það er sniðið fyrir iirvinnslu talna- heimilda yfirleitt, og eins og þegar hefur verið drepið á, er bókhald aðeins eitt af þeim aragrúa verkefna, sem vélarnar ráða við. Eðli sínu samkvæmt er bókhaldi og skýrslugerð ætlað að safna fjölþættum upplýsingum og flokka þær þannig, að auðvelt sé að fá yfirlit yfir þær sem heild, og að greiður aðgangur sé að Jiinum ýmsu smáatriðum. Samkvæmt þessari skýrgreiningu, má skipta frumatriðum vélabókhalds og skýrslugerðar í þrennt: 1) skráningu frumheimilda á hentug „form“ fyrir vélar að vinna úr, 2) röðun og 3) útskrijt á hentug „form“ fyrir menn að lesa úr. IBM-gatspjaldakerfið dregur nafn sitt. af því, að við notkun þess eru frumheimildirnar gataðar (sama sem skráðar) á þar til gert spjald. Slík spjöld eru þegar flestum kunn, t. d. af reikningum Landssím- ans. Á einu spjaldi er rúm fyrir upplýsingar, sem rita mætti á venjulega ritvél, ýmist með bókstöf- um eða tölum í eina línu, sem væri 80 stafir á lengd. Ilver háttur er hafður á um götun frum- heimildanna í spjöldin, fer að nokkru aftir því, hvaða form frumheiinildirnar hafa. Tekizt hefur, að mjög verulegu leyti, að gera þetta fyrsta skref sjálfvirkt, þannig að sem mest af götunarvinnunni gangi fyrir rafmagni, en sem minnst fyrir handafli, ef svo má að orði kveða. Algengustu götunarvélarnar eru búnar leturborði líkt og venjulegar ritvélar, og þær eru notaðar á mjög hliðstæðan hátt. Spjöldin eru oftast lögð í stórum bunkum í götunarvélina, en sjálfvirkur út- búnaður stýrir einu spjaldi í einu undir höggfleyg- ana og leggur það að lokum til hliðar í annan bunka. Flestar eru götunarvélarnar með sjálfvirkum stýris- útbúnaði, sem m. a. stjórnar því, hvar hlaupið er yfir dálka, og sumar vélanna gera hvort tveggja í senn, að gata og rita á spjaldið með verljulegum tölu- og/eða bókstöfum þær heimildir, sem um er að ræða. Onnur aðferð til að skrá heimildir í gatspjalda- kerfið er svonefndur striklestur, en þá eru frum- heimildirnar merktar með blýantsstriki (grafít) í F H J Á L S V E K Z L U N 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.