Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 15

Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 15
FRJAL5 VERZLUN 15 ÚR ÞINGSÖLUM HÓGVÆRARI UMRÆÐUR Á ALÞINGI Eínahagsmálin sem íyrr efst á baugi. Verðtrygging launa óraunhœf eins og á stendur. Tollalœkkanir og hagstjórn- artœki. Margir varaþingmenn sitja á Alþingi. Þingstörf eftir áramót hafa ver- ið með nokkuð öðrum svip en fyrst eftir að þing kom saman í haust. Umræður hafa oftast verið málefnalegar, og dregið hefur úr ásökunum og áróðri stjórnarar.d- stöðunnar í garð ríkisstjórnarinn- ar og stuðningsflokka hennar. Ef til vill er þetta aðeins lognið á undan storminum, en svo kann líka að vera, að þeim hafi skilizt, að óhugsandi sé að telja nokkrum manni trú um, að þeir erfiðleikar, sem við er að etja, séu heimatil- búnir hjá ríkisstjórninni eða stafi í grundvallaratriðum af rangri stjómarstefnu undanfarinna ára. Tölurnar tala sínu máli — máli, sem ekki er gott að hrekja, þrátt fyrir viðleitni einstakra aðila. Afstaða stjórnarandstæðinga til verðbóta á laun er þó óbreytt. Verðtrygging launa er vissulega sanngirniskrafa verkalýðshreyf- ingarinnar og getur á þeim tím- um, sem eðlilegt ástand ríkir i efnahagsmálum, jafnvel verið á- kjósanlegt hagstjórnartæki. En eins og málin horfa nú eru þessar kröfur óraunhæfar. Nú liggur fyr- ir, að útflutningstekjurnar verða um 2000 millj. kr. lægri á árinu 1967 en þær voru á árinu 1966. Hægt er að sjá í hendi sér, að slíkt hlýtur að koma við alla landsins þegna og hefur reyndar þegar gert það með áþreifanlegum samdrætti í atvinnulífinu. Atvinnuvegirnir eru ekki bærir að taka á sig þær auknu álögur, sem vísitölubinding launa mundi skapa. Samdráttur mundi því verða enn meiri en orðið er, og' það þýðir jafnframt aukið at- vinnuleysi. Atvinnuleysi er hinn mesti bölvaldur hvers þjóðfélags, og gegn því ber að sporna með öllum tiltækum ráðum. Ríkisvald og launþegasamtök verða að taka höndum saman til að leysa úr þeim málum, og það verður ekki gert með einhliða kröfugerð, held- ur samningum og gagnkvæmum skilningi. Fátt cr íslenzku efnahagsiífi hættulegra nú en að togstreita hefjist milli kaupgjalds og verð- lags. Það yrði olía á þann verð- bólgueld, sem nauðsynlegt er að halda niðri, og auk þess skapa út- flutningsatvinnuvegunum ennþá aukin vandamál, sem segja má, að nóg séu fyrir. Allir aðilar verða að slaka á í kröfugerð sinni, jafn- vel þótt um réttlætiskröfur kunni að vera að ræða. Búast má samt við því, að þegar líður að mánaðamótum, herði stjórnarandstaðan á söng sínum á Alþingi. Og þá ekki síður framsóknarmenn, sem stöðugt halda dauðahaldi í þá von sína, að hægt sé að nota það afl, sem verkalýðshreyfingin býr yfir, til þess að koma ríkisstjórninni frá völdum. Hafa þeir í þessari bar- áttu jafnvel brigzlað forystumönn- um verkalýðshreyfingarinnar um að vera of linir í kröfugerð, sbr. þau ummæli, sem formaður B.S. R.B., Kristján Thorlacius, lét eftir sér hafa, er verkalýðshreyfingin féll frá verkfallsboðun sinni 1. des. Nú tala stjórnarandstæðingar á Alþingi minna um þjóðhagslegt tjón af álbræðslubyggingunni en þeir gerðu. Þegar það mál var til afgreiðslu á Alþingi á sínum tírna, var það eitt helzta atriðið í mál- flutningi þeirra, að framkvæmdir þessar mundu draga til sin vinnu- aflið og þar með skapa fram- leiðsluatvinnuvegunum erfiðleika. Nú hefur tíminn skorið úr rétt- læti þeirra ásakana. Vert er líka að minnast þess, að samtök hrað- frystiiðnaðarins bar upp svipuð mótmæli, og þá er ekki ósennilegt, að um hafi verið að ræða þá sömu aðila, sem sýndu af sér mikla óbilgirni með lokun frystihúsanna nú eftir áramótin. Vandi hraðfrystiiðnaðarins. Máltæki segir, að vandi fylgi vegsemd hverri. Sú ríkisstjórn, er nú situr að völdum, hefur að und- anförnu orðið að takast á við mörg vandamál, sem stafað hafa af utan- aðkomandi orsökum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.