Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 22

Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 22
22 FRJÁLS VERZLUN m. a.: „Nú er ár liðið frá því, er kaupandi fékk söluhlut í hendur, og hann hefur ekki skýrt seljanda frá, að hann ætli að bera fyrir sig, að söluhlutnum hafi verið ábótavant, og getur hann þá eigi síðar komið fram með neinar kröfur af því tilefni, nema selj- andi hafi skuldbundið sig til að ábyrgjast hlutinn lengri tíma eða hafi svik í frammi“. Samkvæmt þessu ákvæði fyrnast kröfur kaup- enda á einu ári. Hins vegar getur kaupandi rift kaupum eða heimt- að afslátt af kaupverði, ef í ljós kemur innan ársins, að hlut er áfátt eða galli á honum. Kaupi neytandi hlut með 6 mánaða ábyrgð, semur hann um leið af sér aðra 6 mánuði, þar eð fyrning- arfresturinn er eitt ár. Nær engin almenn ákvæði eru hér í lögum um vörumerkingar. Hafa Neytendasamtökin bariztfyr- ir því, að úr því yrði bætt. Meðal íslenzkra laga, sem tryggja eiga hagsmuni neytenda, má nefna lög um verðlagseftirlit. Að vísu eru mjög skiptar skoðanir um það, hvort verðlagseftirlit tryggi hið hagkvæmasta verð á vörum eða ekki. Sumir halda því fram, að frjáls samkeppni tryggi hagkvæm- asta vöruverðið, en aðrir telja nauðsynlegt að hafa einnig löggjöf um hámarksálagningu á vörum. Verðlagseftirliti var fyrst komið á hér á landi í byrjun hinnar fyrri heimsstyrjaldar, enda hafði verð- lag þá tekið að hækka ört. En eftirliti með verðlagi var hætt nokkru eftir stríðslok, eða 1921, enda var þá verðfall hafið. 1937 var verðlagseftirliti komið á að nýju, en þá var um að ræða hér tilhneigingu til verðhækkunar á erlendum vörum og innlendum iðnaðarafurðum sökum innflutn- ingshafta. Hefur verðlagseftirlit að mestu haldizt síðan. Sam- kvæmt núgildandi lögum um verð- lagseftirlit skal verðlagsstjóri fylgjast með verðlagi í landinu. Getur verðlagsstjóri leitað sam- vinnu við verkalýðsfélög og önn- ur hagsmunasamtök neytenda víðs vegar um landið til að tryggja sem raunhæfast verðlagseftirlit. Verðlagsnefnd getur ákveðið há- marksverð á vörum og verðmæt- um, þar á meðal hámark álagn- ingar, umboðslauna og annarrar þóknunar, sem máli skiptir um verðlag í landinu. í lögunum seg- ir, að bannað sé að halda vörum úr umferð í því skyni að fá verzl- unarhagnað af þeim síðar. Ný stefna í verðlags- málum. Á hinum Norðurlöndunum hef- ur hámarksálagning á vörum að mestu verið afnumin. Höfuðein- kennin í þróun verðlags- og neyt- endamála í löndum þessum hafa verið þau, að annars vegar hefur verið lögð mikil áherzla á aðfylgj- ast með fyrirtækjasamtökum og samkeppnishömlum, en hins vegar verið stuðlað að sem mestri neyt- endavernd. Með því að ríkið hefur tekið neytendaverndina í sínar hendur, er ekkert til sparað að rannsaka sem bezt vörugæði og viðskiptahætti. Sem dæmi má nefna, að í júní s.l. opinberaði Statens husholdningsrad í Dan- mörku niðurstöður rannsókna, sem ráðið hafði gert á nokkrum teg- undum ávaxtasafa á danska mark- aðnum. Statens husholdningsrád er ráð það, er ríkið hefur komið á fót í Danmörku til að gæta hags- muna neytenda. Rannsóknir ráðs- ins leiddu í ljós, að sterkar líkur væru fyrir því, að nokkrar teg- undir af grískum ávaxtasafa á danska markaðnum væru bland- aðar vatni. Tvö af innflutnings- fyrirtækjum þeim, sem flutt höfðu umræddan ávaxtasafa inn mót- mæltu harðlega niðurstöðum danska neytendaráðsins. Ráðið bauðst þá til þess að láta fara fram nýja rannsókn á umræddum ávaxtasafa í samráði við innflutn- ingsfyrirtæki þessi. Annað fyrir- tækið féllst á þessa tillögu, en hitt fyrirtækið stefndi danska ne.yt- endaráðinu. Standa málaferlin enn yfir, en niðurstöðu er að vænta fljótlega. Á hinum Norðurlöndun- um er stöðugt verið að birta niður- stöður á rannsóknum sem þessum. Fyrir tilstuðlan hinna opinberu neytendaráða geta neytendur í löndum þessum varazt sviknar vörur. Hér á landi hafa Neytenda- samtökin framkvæmt nokkrar at- huganir á vörum, en að sjálfsögðu hafa þau ekki fjárhagslegt bol- magn til að framkvæma eins víð- tækar rannsóknir og hið opinbera gerir á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi um starfsemi Nevt- endasamtakanna hér má nefna, að um þessar mundir láta Neytenda- samtökin rannsaka í Noregimeinta galla á innlendum teppum. Hafa Neytendasamtökin iðulega getað tryggt neytendum leiðréttingu mála sinna. En ég er þeirrar skoð- unar, að mál íslenzkra neytenda komist ekki í gott horf, fyrr en hið opinbera tekur þau einnig í sínar hendur, eins og á hinum Norðurlöndunum. The/imenane EINANGRUNARGLER „w ÞÉR FÁIÐ EKKI ANNAÐ BETRA!_____________ EGGERT KRISTJÁNSSON & CO HF. HAFNARSTRÆTI 5 -„.SÍMI 11400

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.