Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 29

Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 29
FRJÁLS VERZLUN 29 Þetta líkan var nýlega á sýningu í Bellahöj í Kaupmannahöfn. síðan. Við höfum smíðað likön af efnaverksmiðjum o. fl., og sum þessara líkana voru nýlega sýnd opinberlega í Kaupmannahöfn. Við höfum gert líkön af slátur- húsum, gastönkum, kaffibrennslu- stöðvum og dráttarvélaverksmiðj- um, einnig af vélum, t. a. m. renni- bekkjum og borvélum, fyrir fjöl- mörg þjóðlönd heims. — Hvers vegna nota menn lík- ön? — Þau eru nauðsynleg verk- færi í nútímahagræðingu. Þetta gildir jafnt fyrir líkön fyrir áæti- anagerð, byggingalíkön, líkön fyr- ir arkitekta og — nokkuð, sem er nýtt af nálinni, — sölulíkön. Staða hlutfallalíkansins er mitt á milli hugmyndar og fram- kvæmdar. Á sama hátt og menn smíða mót, áður en fjöldafram- leiðsla er hafin, þannig smíða menn líkan af því, sem byggja skal. Það hefur komið í ljós, að fjárhagslegur sparnaður er að lík- önunum, og þrívítt líkan, sem gert er samkvæmt ströngustu kröfum, auðveldar byggingarframkvæmd- ir, bæði fyrir smíðameistarann og þá, sem sjálft verkið annast; það er hagrænna en staflar af teikn- ingum, sem þarf að samhæfa og túlka. Ég get nefnt fáein dæmi: Þegar dönsku neytendasamtökin hófu byggingu nýs brauðgerðarhúss, smíðuðum við líkön af öllum vél- um og útbúnaði brauðgerðarinnar samkvæmt fyrirsögn yfirmanna hennar. Með fulltingi þessara lík- ana gátu verkfræðingar séð, á hvern hátt framleiðslan yrði hag- rænust. Síðan byggðum við brauð- gerðarhúsið í mælikvarðanum 1:50. Þessum líkönum var stillt upp á vinnustað til hagræðis fyrir smiðina og umsjónarmenn verks- ins. Annað dæmi. Tvö dönsk fyrir- tæki ákváðu að byggja sameigin- lega verksmiðju á Fjóni. Við mældum upp vélarnar í verk- smiðjum þeirra í Álaborg og Val- by við Kaupmannahöfn og smið- uðum líkön af þeim í mælikvarð- anum 1:50. Þannig sparaðist dýi- mætur tími og mikið strit, sökum þess að vélarnar þurfti að flytja í pörtum langar leiðir og setja saman þegar í stað á áfangastað. Líkön gera starfið dnœgju- legt. — Hvað er byggingarlíkan? — Það er líkan, sem gerir verk- fræðingum kleift að helga sig ein- göngu frumatriðum byggingar- framkvæmdarinnar, en aðrir þætt- ir hennar falla í okkar hlut að nokkru leyti og tæknifræðinganna að öðru leyti. Byggingarlíkanið þjónar mörg- um markmiðum. Það útilokar að nokkru leyti mistök, sökum þess að það er auðvelt að byggja hlut á pappírnum, sem ekki er hægt að setja saman, þegar út í veru- leikann er komið. Það léttir erfiði af verkfræðingunum, og loks gef- ur það betra yfirlit yfir verkið á vinnustað. Þegar framkvæmdum er lokið, má nota líkanið til að þjálfa starfslið og auk þess að sýna gestkomandi starfsemina í fljótu bragði. Takmark okkar er að smíða líkön, sem svara nákvæmlega til

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.