Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 30

Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 30
30 FRJÁLS VERZLUN I þessu verkstæði í Bamdrupdam á S.-Jótlandi eru framleidd sláturhús, gashylki o. fl. — í hlutfallalíkönum. þess, sem á að nota þau. Með sam- ræmdu starfi og góðri spjaldskrá hér á verkstæðinu höfum við get- að minnkað verðmuninn á „stand- ard“-líkönum og sérsmíðuðum lík- önum. Nú vilja mörg fyrirtæki fá líkan, í hvert sinn sem þau kaupa nýja vél, og mörg fyrirtæki álíta sparnað fólginn í því að afhenda líkan með tilboði í nýja vél. Þá framleiðum við „standard“-líkön til kennslu fyrir tækniskóla. Eftir- spurn skólanna eftir slíkum líkön- um eykst nú dag frá degi, og nú er svo komið, að við önnum henni ekki. Einnig erum við nú í þann mund að ljúka við líkan af vélar- rúmi skips. Fyrir slíku ríkir áhugi bæði hjá skipasmíðastöðvunum og vélst j óraskólunum. Þrenns konar starf- semi. Segja má, að líkanasmíði okkar þjóni þrenns konar þörfum. í fyrsta lagi hagrænni uppsetningu véla. í öðru lagi heildarskipulagi bygginga. Og í þriðja lagi sölu og sýningum. Mörgum fyrirtækjum reynist það of kostnaðarsamt að flytja í heilu lagi vélasamstæður til sýninga um allan heim. Þess vegna hafa þau tekið til bragðs að sýna eina vél í fullri stærð og allt hitt með nákvæmum líkönum. Nú er svo komið, að margir sölumenn flytja með sér í möpp- unni líkön frá okkur í stað teikn- inga einna áður. Árangurinn er sá, að salan eykst, og sölumenn- irnir komast í nánara samband við viðskiptavinina. — Á hvern hátt verða menn góðir líkanasmiðir? — Þeir verða að hafa það í fingrunum. Fyrst og fremst verða þeir að hafa áhuga fyrir starfinu. Báða þessa kosti hafa samstarfs- menn mínir, sjö talsins, og sonur minn, verkfræðingur að mennt, sem er einmitt nýkominn frá Frakklandi í því skyni að helga sig starfinu hér. Ég hygg, að starf okkar sé ein- stætt á sérstakan hátt. Á hverjum degi verð ég að fara út og segja samstarfsmönnum mínum, að nú verði þeir fjandakornið að fá sér kaffihlé. Að öðrum kosti sleppa þeir kaffinu. Oft verð ég að skipa þeim að fara heim og halda upp á gamlárskvöldið. Það, að nánast ógjörningur er að reka þá frá starfi, þýðir ekki, að þeir séu þrællundaðir. Þeir hafa einfald- lega jafnmikinn áhuga á þessu starfi og ég og sonur minn. Meðal annarra orða: hann er nú í þann veginn að bæta einni grein við starfssvið okkar, mjög tækni- legs eðlis. Við höfum nú aðstöðu og vélakost til að vanda enn betur til líkananna, og nú getum við not- fært okkur þá þekkingu, sem við höfum öðlazt í þessu starfi á hin- um ýmsu framleiðslugreinum. RONSON Það hæfir öllum það bezta. Það vinsælasta er RONSON RONSON gull RONS ON stál RONS ON marmari RONSON kristall RONSON keramik RONSON teak RONS ON palisander RONS ON á borðið RONS ON í vasann við höfum allt sem RONSON framleiðir T>‘ OBAKSVERZL UN OAAASAR- LAUGAVE6! 62 - 6ÍM/ /3 776 - [tMÍÍMMfi

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.