Frjáls verslun - 01.02.1968, Page 31
FRJÁLS VERZLUN
31
STEFNT AÐ UPPBYGGINGU FAST-
MÓTAÐS UMFERÐARFRÆÐSLUKERFIS
Umfangsmikil starfsemi frœðslu- og upplýsingastofu umferðar-
nefndar og lögreglunnar í Reykjavík.
í janúarmánuði s.l. tók til starfa
fræðslu- og upplýsingaskrifstofa
Umferðarnefndar og lögreglunnar
1 Reykjavík. Skrifstofu þessari
hefur verið falið veigamikið hlut-
verk vegna umferðarbreytingar-
innar hinn 26. maí n.k., og einmitt
í marzmánuði verður mikið um að
vera hjá henni. Þess vegna sneri
Frjáls verzlun sér til Péturs Svein-
bjarnarsonar, umferðarfulltrúa
Reykjavíkurborgar, og fékk hjá
honum frekari upplýsingar um
skrifstofu þessa og það helzta, sem
framundan er.
„Forsaga þessarar skrifstofu,
sem opnuð var 20. janúar s.l., er í
stuttu máli þessi,“ sagði Pétur.
„Undanfarin þrjú ár hefur lög-
reglan í Reykjavík og Umferðar-
nefnd Reykjavíkur haft meðhönd-
um mestan hluta þeirrar fræðslu,
sem almenningi í Reykjavík hefur
verið veitt um umferðarmál. Með
upptöku H-umferðar hinn 26. maí
n.k. fannst fyrrgreindum aðilum
gefast kærkomið tækifæri til að
auka verulega þessa starfsemi og
um leið stefna að uppbyggingu
fastmótaðs umferðarfræðslukerfis.
Var því fræðslu- og upplýsinga-
skrifstofu komið á fót.
Viljað hefur brenna við, að
henni sé ruglað saman við fram-
kvæmdanefnd hægri umferðar, en
eins og sést á framangreindu, er
hér um tvær mismunandi stofnan-
ir að ræða. Hefur fræðslu- og upp-
lýsingaskrifstofan með samningi
við framkvæmdanefndina tekið að
sér fræðslu- og upplýsingastarf
varðandi H-umferð á öllu höfuð-
borgarsvæðinu.
Skrifstofan annast margs konar
starfsemi, svo sem rekstur um-
ferðarskólans „Ungir vegfarend-
ur“ fyrir hönd þeirra aðila, sem
að skólanum standa. Skrifstofan
er miðstöð allrar útgáfustarfsemi
um umferðarmál á höfuðborgar-
svæðinu. Hefur mikil áherzla ver-
ið lögð á að fá íbúa svæðisins til
umhugsunar um umferðarmál al-
mennt og að fá þá til að íhuga þau
vandamál, sem til verða með sí-
LETLAND umboðiS ^
bIbALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐP ®.
SÍMI 10199 SKIPHOLT 15 “
LEYLAND er í sér gæðaflokki sterkbyggðra farartækja
Allt það fullkomnasta i einum bil er i LEYLAND
Enda LEYAND heimsins stærsta þróunarfyrirtæki og
útflytjendur slikra farartækja
LANGFERÐABÍLAR STRÆTISVAGNAR
Nýi
LEYLAND-strætisvagninn
í Stokkhólmi