Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.02.1968, Blaðsíða 40
40 FRJÁLS VERZLUN ólíka hefðbundnum siðavenjum am- bassadoranna. Fisksalar, er bera em- bættisheitið viðskiptafulltrúar, eru þeir starfsmenn, sem utanríkisþjón- ustan þarfnast, — menn, sem ekki eru ráðnir til að sækja opinberar móttökur í sendiráðum vinveittra eða óvinveittra rikja, heldur áhuga- menn um að selja sina vöru, fram- leiðslu allrar þjóðarinnar og tekju- lind hennar. Ég ætla mér ekki að gera lítið úr þeim árangri, sem ef til vill hefur náðst fyrir störf sendi- herranna íslenzku erlendis, en legg aftur á móti áherzlu á augljósa nauð- syn þess, að utanríkisþjónustan hafi á að skipa völdu liði áhugasamra manna, sem erlendis vilja vekja at- hygli á þeim framleiðsluvörum okk- ar, er hafa má gjaldeyristekjur af. Þetta er ekki ný hugmynd, en það er full ástæða til að vekja enn at- hygli á henni, einmitt vegna nýjustu viðhorfa i efnahags- og markaðsmái- um þjóðarinnar. En ekki er allt á færi fárra atorku- samra manna, þó að þeir vilji vinna vel og geri sitt bezta. Hin persónu- legu kynni fulltrúa ólíkra þjóða eru ágæt og gagnleg. Þau verða þó ætíð háð vissum takmörkunum, og líka skal hafa hugfast, að starfsmenn sendiráða Islands erlendis og em- bættismenn i utanrikisráðuneytinu hér heima eiga að gera hinum al- mennu borgurum erlendra ríkja kost á að kynnast landi og Þjóð, því að í þeirra nafni er efnt til stjórnmála- sambands milli Islands og viðkomandi ríkja. Nú má vel segja sem svo, að út- lendingar hafi áhuga á flestu öðru en málefnum Islands. Það er kannski helzt vegna þess, að hér er ekki stundaður skæruhernaður að neinu marki, hér hafa eldgos verið fremur prúð, og sérhver erlend vinnukona nýtur fulls jafnréttis á við hinn al- menna borgara þessa lands. Enginn ætlast heldur til þess, að utanríkis- ráðuneytið dreifi þessum sannindum yfir heimsbyggðina með stöðugum stuttbylgjusendingum og blaðaútgáfu. En alltaf gerast undantekningar, kannski með þeim hætti, að skóla- strákur úti í löndum fer í heimsókn í sendiráð Islands, eða þá að erlendur blaðamaður kemur í skrifstofu utan- ríkisráðuneytisins í Reykjavík, — báðir með það fyrir augum að afla ljósmynda úr islenzku atvinnulífi eða ef til vill til þess að fá mynd af for- seta íslands eða ráðherra. Sumir gera ef til vill fyrirspurn um kvikmyndaútlán sendiráðsins is- lenzka í einhverri höfuðborginni i Vestur-Evrópu eða Bandaríkjunum. Hver er þá sú afgreiðsla, sem þessir aðilar fá? Upplýsingastarfsemi utanríkisþjón- ustunnar hefur verið mjög ábótavant og raunar háifleiðinlegt skilnings- leysi rikjandi í þeim efnum hjá for- vígismönnum þjóðarinnar. Einn mað- ur hefur átt að hafa þennan )ið starfseminnar í ráðuneytinu að aðal- starfi, og útgjöld til hennar hafa mjög verið skorin við nögl. Utlendur blaðamaður, sem hér var á ferðalagi, lýsti furðu sinni við mig, þegar upp- lýsingadeild utanríkisráðuneytisins gat ekki gefið honum eintak af venjulegri ljósmynd af vinnu um borð í íslenzkum fiskibáti, en mynd- ina hugðist hann birta með Islands- grein, er heim kæmi. Ég minnist þess iíka sjálfur, að eitt sinn þurfti ég að snúa mér til sendiráðs okkar er- lendis og biðja um kvikmynd frá Islandi að láni til sýningar fyrir fólk, sem hafði áhuga á að fræðast eitt- hvað um Island. Svör sendiráðsins voru á þann veg, að myndina gæti ég ekki fengið fyrr en nokkrum mán- uðum síðar, því að aðeins væru til tvö eintök hjá sendiráðinu og bæði væru í láni og hefði verið lofað langt fram i tímann. Þetta var fyrir sex árum, og sendiráðið var í Washing- ton, en segja má, að það sé raunar líka sendiráð okkar í Kanada og mörgum ríkjum Mið- og Suður- Ameríku. Síðar komst ég svo að því, að umrædd kynningarkvikmynd var tekin á Islandi árið 1949. Utanríkisþjónustan íslenzka, sem öllum ber saman um, að sé okkur nauðsynlegur hluti sjálfstæðis þjóð- arinnar, verður að tileinka sér nú- tímatækni í því upplýsingastarfi og þeirri hagsmunavernd, sem henni er ætlað að stunda fyrir þjóðarinnar hönd á erlendum vettvangi. Vissu- lega kostar þessi þjónusta talsvert fé, en á tímum síaukinna samskipta ólíkra þjóða er þeim peningum vel varið, sem eytt er til að veita öðrum upplýsingar um Island og Islendinga. Það hefur talsvert á því borið að undanförnu, að ábyrgir aðilar lýstu Látið "FOSSANA” vörur yðar ALLTMEÐ EIMSKIP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.