Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 45

Frjáls verslun - 01.02.1968, Side 45
FRJALS VERZLUN 45 LANDSHLUTAR — BYGGÐALÖG VESTFIRÐIR INNGANGUR. Frjáls verzlun hefur afráðið að kynna stöku sinnum hér í blaðinu einstök byggðarlög og landshluta. Þessar kynningar verða í formi yfir- litsgreina, þar sem leitazt verður við að gera nokkra grein fyrir ástandi og horfum í helztu atvinnugreinum, menntamálum, heilbrigðismálum og samgöngumálum, svo að eitthvað sé nefnt. Þar sem þessum greinum er sniðinn þröngur stakkur, verður vit- anlega einungis unnt að ræða laus- lega einstaka málaflokka, enda eng- in leið að gera þeim viðunandi skil í stuttu máli. Tilgangur greinaflokks- ins er fyrst og fremst sá að draga fram mynd í stórum dráttum af þeim hluta landsins, sem um ræðir hverju sinni, og kynna þar með öðrum les- endum lifnaðarháttu og vandamál þeirra, sem þar búa. Fyrsta yfirlits- greinin í þessum flokki fjallar um Vestfirði. VESTFIRÐIR. Um síðustu aldamót var íbúafjöldi á Vestfjörðum nálægt 12500 manns, og hélzt sá fjöldi að mestu óbreyttur allt fram til 1940, en þá munu um 13000 manns hafa búið á Vestfjarða- kjálkanum. Á árunum fram til 1955 eða á 15 ára tímabili gerist það hins vegar, að íbúum fækkar i 10500, og hefur fólksfjöldinn síðan staðið nokk- urn veginn í stað. Á sama tíma og þjóðinni allri fjölgaði um 50% frá 1940—1962 fækkaði íbúum Vestfjarða um 18%. Þótt undarlegt megi virðast, á atvinnuieysi hér enga sök að máli, það má heita óþekkt á Vestfjörðum, jafnvel nú, er víðast kreppir að, og tekjur hafa ekki verið þar lægri en annars staðar á landinu. Eigi er þvi unnt að skýra fólksfækkunina á Vest- fjörðum með því, að fólk hafi flutzt þaðan til þess að fá atvinnu, sem það ekki gat fengið heima fyrir, eða til þess að auka tekjur sínar. Ástæður hljóta að hafa verið aðrar. Líklega hafa lélegar samgöngur og hálfgerð einangrun einstakra byggðarlaga ráð- ið hér mestu. I annan stað er skipt- ing i starfsgreinar allt önnur á Vest- fjörðum en á landinu í heild að því leyti til, að við fiskveiðar og fiskiðn- að vinnur mjög mikill hluti fólks, um 30%, samanborið við 17% á landinu öllu. Höfuðástæðurnar fyrir brott- flutningi fólks af Vestfjörðum mega því eflaust teljast þær, að Vestfirðir geta ekki boðið upp á þá þjónustu og þau almennu þægindi, sem fyrir hendi eru í þéttbýlinu, og einhæfni atvinnu- lífsins gerir það að verkum, að fólki finnst það skorta atvinnuöryggi og nægilega fjölbreytta kosti í starfsvali. Tíðindamenn Frjálsrar verzlunar fóru til Vestfjarða og ræddu þar við allmarga Vestfirðinga og öfluðu sér auk þess þeirra uplýsinga, sem völ var á hér syðra. Sá er helztur ljóður á úrvinnslu greinarinnar, að þeir, sem rætt var við, hafa búsetu á Isafirði. Vonandi kemur það ekki að sök, vegna þess að flestir hafa þessir menn sökum starfa sinna náin kynni af öðrum hlutum Vestfjarða. Frjáls verzlun færir eftirfarandi mönnum þakkir fyrir veittar upplýsingar og mikilsverða aðstoð við öflun annarra: Maríasi Þ. Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Ishúsfélags Isfirðinga h.f., Jóni Páli Halldórssyni, fram- kvæmdastjóra umboðs- og heildverzl- unarinnar Sandfells h.f., Jóhanni Gunnari Óiafssyni, bæjarfógeta, Olfi Gunnarssyni, lækni, Marselíusi Bern- harðssyni, skipasmið, Böðvari Svein- bjarnarsyni, framkvæmdarstjóra Nið- ursuðuverksmiðjunnar h.f., Björgvini Sighvatssyni, skólastjóra og formanni Alþýðusambands Vestfjarða, Ingvari Ingvarssyni, forstjóra Fjöliðjunnar, Jóhanni T. Bjarnasyni, kaupfélags- stjóra, Garðari Guðmundssyni, kaup- manni og Engilbert Ingvarssyni, bónda. Auk þess ber að þakka hag- stofustjóra og landlækni fyrir veitta aðstoð. SJÁVARÚTVEGUR. Árið 1966 urðu heildarverðmæti sjávaraflans á Vestfjörðum 426 millj- ónir króna. Ibúar voru Þá 10371, þannig að framleiðsla á mann nam um 41 þúsund krónum. Það sama ár nam framleiðslan í landinu 26,5 þús- undum króna á hvern mann í land- inu. Vestfirðingar skiluðu þvi sinum skerfi og rúmlega það til þjóðarbús- ins í þessu tilliti það árið. Árið áður, 1965, nam sjávarframleiðslan á Vest- fjörðum 38,3 þús. á mann, en heild- arverðmæti sjávaraflans yfir allt landið nam þá 26.290 krónum á mann. Skýrslur um verðmæti sjávarafurða árið 1967 eru enn eigi fyrir hendi,

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.