Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 47
TRJÁLS VERZLUN
47
voru þá 509 talsins og skiptust svo á
sýslur: í Austur-Barðastrandarsýslu
83, í Vestur-Barðastrandarsýslu 92, i
Vestur-lsafjarðarsýslu 83, í Norður-
Isafjarðarsýslu 94, í Strandasýslu 156
og í Isafjarðarkaupstað 1. Við höfum
ekki handbærar nýrri tölur um fjölda
bænda, en kunnugir menn tjá okkur,
að hann muni að mestu óbreyttur.
Meðaltekjur vestfirzkra bænda Það
ár voru um 108 þúsund krónur (mest-
ar í Vestur-lsafjarðarsýslu, 115,7 þús.,
minnstar í Austur-Barðastrandar-
sýslu, 95,4 þús.), meðan meðaltekjur
íslenzkra bænda voru rúmar 116 þús.
kr.
Samkvæmt skýrslu um verðmæti
landbúnaðarafurða á Vestfjörðum
verðlagsárið 1965—1966 var hlutdeild
Vestfirðinga í íbúatölu alls landsins
utan Reykjavíkur 9,04% það ár, en
hlutdeild í landbúnaðarframleiðslu
alls landsins utan Reykjavíkur 6,28%.
Eru ástæður þessa bæði sú staðreynd,
að framleiðsluverðmæti bænda á
Vestfjörðum eru nokkru lægri en
meðalframleiðsluverðmæti á landinu,
og eins hitt, að tiltölulega lægri hlut-
fallstala Vestfirðinga stundar land-
búnað en annarra landsmanna. Bænd-
ur víða um Vestfirði höfðu lengi
framan af mikinn stuðning af sjávar-
útvegi, og er það i rauninni ekki
fyrr en á síðustu áratugum, þ. e. eft-
ir að árabátaútgerðin lagðist niður,
sem bændurnir snéru sér að búskapn-
um eingöngu. Landbúnaðurinn bygg-
ist mikið á því að flytja afurðirnar
í þorpin, og annast kaupfélög við-
komandi staða þau viðskipti að mestu.
Vestfirðir eru nokkuð sjálfstæðir í
landbúnaðarmálum, þó er athyglis-
vert að flytja þarf að lítið eitt af
smjöri og alla osta. Yfirleitt eru vest-
firzk bú ekki stór, þótt heldur hafi
þau farið stækkandi. Stærstu bú má
segja, að hafi 200—300 fjár og 10—20
kýr. Aðalástæðan fyrir takmarkaðri
stærð búanna er lítil túnastærð, en
landshættir standa mjög í veginum
fyrir túnrækt. Meðalstærð túna á
Vestfjörðum í árslok 1963 var milli
7 og 8 hektarar, en þá var meðal-
túnastærð á landinu rúmir 12 hekt-
arar.
Það hefur einnig staðið ræktun fyr-
ir þrifum, að erfiðlega hefur gengið
að fá nauðsynlegar vinnuvélar á vett-
vang. Ræktunarsamband Vestfjarða
hefur ekki haft bolmagn til nægjan-
legra tækjakaupa. Lög ræktunarsam-
bandanna mæla svo fyrir, að ákveð-
inn hluti af tekjum þeirra skuli lagð-
ur í varasjóð til tækjaendurnýjunar,
en verðbólgan hefur eyðilagt það fé,
er þannig safnaðist. Hvað snertir
vinnuvélar Vélasjóðs er þar sömu
sögu að segja, erfiðlega gengur að
fá vélarnar á staðinn. Annars fæst
50—60% lán út á ræktun. Fljótt á
litið virðast landgæði rýr á Vestfjörð-
um, og satt er það, að óvíða eru rækt-
unarskilyrði hagstæð nautgriparækt.
Hins vegar er beit mjög fjölbreytt
fyrir sauðfé, og stafar það m. a. af
því, hversu seint vorar vestra, þar
sprettur næringarmikill nýgræðingur
fram eftir sumri. Hefur fallþungi
vestfirzkra dilka yfirleitt verið meiri
en víðast annars staðar.
Eins og fyrr segir, sækja bændur
allt sitt til þorpanna. Hinar ófull-
komnu samgöngur landshlutans koma
því harðast niður á þeim. Verðjöfnun
landbúnaðarvara er á sama máta óhag-
stæðust Vestfjarðabændum. Flutn-
ingskostnaður og allur reksturskostn-
aður er yfirleitt hærri þar en annars
staðar.
Lélegrar aðstöðu Vestfirðinga á
hinum ýmsu sviðum gætir ekki hvað
sízt í sveitunum. Aðbúnaður ibúa
hinna strjálbýlli sveita í menntamál-
um, heilbrigðismálum, samgöngumál-
um og félagsmálum er enn nánast
bágborinn, þótt batnandi fari, og hef-
ur án efa átt drjúgan þátt í brott-
flutningi sveitafólks frá Vestfjörðum
síðustu áratugi.
IÐNAÐUR.
Ef undan er skilin framleiðsla
frystihúsanna, reynist iðnaður fá-
skrúðugur á Vestfjörðum, eins og
reyndar annars staðar utan Reykja-
víkur. Þó örlar þar á merkum iðn-
greinum, sem nú skulu gerð nokkur
skil. Elzta iðnfyrirtæki á Vestfjörð-
um er Smjörlíkisgerð Isafjarðar, sem
hóf starfsemi sína árið 1925 og hefur
séð Vestfirðingum fyrir smjörlíki síð-
an. Á Isafirði stendur skipasmíðastöð
Marselíusar Bernharðssonar. Marseli-
us smíðaði fyrsta bát sinn árið 1935
og hefur siðan fullsmíðað 40 báta af
stærðinni 15—92 tonn, og er þar ein-
göngu um trébáta að ræða. Fyrsti
báturinn (þilskipið) var smíðaður á
Isafirði árið 1915, en áður höfðu vit-
anlega verið smíðaðir þar smærri bát-
ar. Eins og öllum mun kunnugt, eru
trébátar ekki lengur gjaldgengir á
fiskimiðunum, og hefur Marselíus
ekki smíðað neina báta frá árinu
1960. Hann hefur hins vegar notað
tímann vel til meiri háttar breytinga.
Hefur hann reist nýja dráttarbraut
og nýtt hús og bætt aðstæður svo, aö
hann getur nú smíðað stálskip aiit að
400 tonnum. Við skipasmíðastöð Mar-
selíusar Bernharðssonar hafa undan-
farin ár starfað nálægt 40 manns, ann-
ars vegar við breytingarnar, en hins
vegar við viðgerðir, því að Marselius
rekur eina fyrirtækið á Vestfjarða-
kjálkanum, sem annast viðgerðir
skipa og reglubundið eftirlit þeirra.
Síðustu árin hefur stöðin tekið upp
70—100 stálskip á ári, og hafa þau
sum hver komið frá öðrum landshlut-
um, en dráttarbrautir hafa nú risið
víðar, þannig að því er ekki lengur
að heilsa. Nú standa málin sem sé
þannig, að Marselíus Bernharðsson
er þess albúinn að hefja smíði stál-
skips, þótt ekki sé nein slik smíði í
vændum svo að séð verði. Það, sem
stendur í veginum, eru reglugerðar-
ákvæði, sem banna innlendum skipa-
smíðastöðvum að ráðast í smíði skipa,
fyrr en fenginn er kaupandi að smíð-
inni og samið hefur verið um kaup-
verð og smíðatíma. Séu þess háttar
samningar fyrir hendi og hafi kaup-
andi greitt fyrirfram 20% kaupverðs,
lána opinberir aðilar afganginn af