Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Qupperneq 55

Frjáls verslun - 01.02.1968, Qupperneq 55
FRJÁLS VERZLUN 55 KAUPMENN „PÍPUREYKIN6AMENN ERU MÍNIR UPPÁHALDSVIDSKIPTAVINIR" — Stutt rabb við Tómas Sigurðsson. Tóbaksverzlun Tómasar við Laugaveg 62 er tiltölulega nýtt fyrirtæki, verzlunin var opnuð 28. apríl á síðasta ári. Þeir eru sjálfsagt ekki margir pípureykingamennirnir, sem ekki þekkja Tómas Sigurðsson. Áður en hann setti upp sína eigin verzl- un, starfaði hann hjá Tóbaksverzl- uninni London, og þar var hann Tómas Sigurðsson kaupmaður í verzlun sinni að Laugavegi 62. í ein sex ár. Menn þurfa ekki að hafa langa viðstöðu hjá Tómasi til að sannfærast um, að hann er fæddur verzlunarmaður. Á þess- um tímum ópersónulegra kjör- búða, er það hreinasta ánægja að koma inn til hans. Hann er jafnan í góðu skapi og brosmildur og snýst eins og skopparakringla umhverfis viðskiptavini sína. Það er eins og hver og einn þeirra sé hans persónulegi vinur, og hann vill allt til vinna að gera þeim til hæfis, menn fara alltaf í léttu) skapi út úr verzluninni. — Hvenær byrjaðir þú fyrst að hugsa um eigin verzlun, Tómas? — Ég held, að sú hugmynd hafi skotið upp kollinum mjög fljótt, og þó að mér hafi líkað mjög vel að vinna í London, var ég alltaf að búa mig undir að gerast sjálf- stæður, og nú er það sem sagt orð- ið að veruleika. — Hvaða vörur leggur þú meg- ináherzlu á? — Það eru að sjálfsögðu pípur og tilheyrandi, en ég er samt að reyna að hafa verzlunina á breið- ari grundvelli. Ég vildi helzt geta haft hér allt, sem karlmaður kann að þarfnast, nema kannski föt, skó og þess háttar. Ég hef nú þeg- ar snyrtiáhöld, rakvélar o. s. frv., en það er samt ýmislegt, sem enn vantar. Það kemur nokkuð til af því, að gæðin eru ekki næg. Ég vil ekki vera með nema mjög góða vöru, svo að það tekur tíma að byggja þetta upp, en mér hefur þó orðið sæmilega ágengt. Ég er t. d. búinn að fá ágæta barskápa, skemmtilega og ekki mjög dýra, og þetta kemur svona eitt af öðru. Það er gaman að vera með þetta allt, en ég hef samt mest gaman af að selja pípur, þær eru mitt uppáhald. — Eru ekki pípureykingamenn dálítið sérvitrir? — Það er ósköp misjafnt. Sum- ir menn, sem hafa reykt pípu í mörg ár, hugsa ekki um þær. Svo eru aftur aðrir, sem eru sífellt að dunda við þær og geta talað um þær tímum saman. Svoleiðis menn eru mínir uppáhaldsviðskiptavinir, og við eigum marga ánægjulega „rabbfundi“. — Það kvarta margir pípureyk- ingamenn yfir því, hvað sé erfitt að fá „varahluti“. — Ég held, að það sé nú úr sög- unni, þegar þjónustan er orðin betri. Þegar ég t. d. panta hundrað pípur af einhverri gerð, panta ég yfirleitt 300 munnstykki meðþeim til að geta hjálpað við að endur- nýja. Það er ákaflega gremjulegt fyrir mann, sem er búinn að til- reykja pípu, sem honum líkar vel við, að þurfa að hætta við hana vegna þess, að munnstykkið brotn- ar. Slíkt má ekki koma fyrir. — Og það er nóg af pípureyk- ingamönnum handa þér? — Já, þeir eru margir, og í hvert skipti, sem tóbak hækkar, fjölgar þeim. Þegar menn byrja að reykja pípur, þurfa þeir að fá góð ráð, ef þeir eiga að hafa ein- hverja ánægju af. Það er erfitt fyr- ir byrjanda að velja sér pípu, hann byrjar oft á því að kaupa einhverja rándýra til að vera viss um, að hún sé góð, en það fer bara ekki alltaf saman. — Hvað finnst þér um það fyr- irkomulag, að ríkið skuli hafa einkarétt á sölu tóbaks og áfengis?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.