Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 63

Frjáls verslun - 01.02.1968, Síða 63
FRJÁLS VERZLUN 63 IÐNAÐUR SPORNA VERÐIJR VIÐ TAKMARKALAIJSIJIVi IIMIMFLUTIMIIMGI ASstaSa iSnaSarins á íslandi er langt frá því aS vera viSunandi, sagSi Ragnar Tómasson, héraSsdómslögmaSur, þegar F.V. falaSist eftir samtali viS hann um islenzkan iSnaS. Ragnar er 29 ára, rekur lögfrœSiskrifstofu í Austurstrœti, en þar er líka til húsa annaS fyrir- tœki, sem Ragnar rekur, Fasteignaþjónustan. En þar meS er athafna- skrá Ragnars ekki tœmd, því aS hann rekur einnig sokkaverksmiSj- una Kólibrí, sem framleiSir bama- og karlmannasokka, og í félagi meS öSrum rekur Ragnar Myndir h.f., sem m. a. flytur inn Polaroid ljósmyndavörur. — Á síðustu árum hafa átt sér stað mikil umskipti í málefnum iðnaðarins, heldur Ragnar áfram. Árið 1960 var innflutningur fjölda vörutegunda gefinn frjáls, sem leiddi til stórkostlega aukinnar samkeppni við innlenda iðnaðinn, en hann hafði þá árum saman bú- ið við alls kyns innflutningshöft og fjárfestingartakmarkanir og var því alveg óundirbúinn að mæta þessari auknu samkeppni. Frjáls innflutningur gaf þó iðn rekendum tækifæri til að endur- nýja vélakost sinn og kaupa hrá- efni, þar sem hagkvæmast var, en það tækifæri hefði átt að bjóðast löngu áður en frjáls innflutnmgur á fullunnum vörum kom til sög- unnar. Fjöldi iðnfyrirtækja lenti við þetta í miklum erfiðleikum með rekstur sinn, en gengisfell- ingin 1961 bætti þar nokkuð um. Næst er það, að árið 1963 er tollalöggjöfinni breytt og verndar- tollar stórminnkaðir. Þessi ráðstöf- un gerði engin boð á undan sér frekar en sú fyrri, og að sama skapi var innlendi iðnaðurinn henni gjörsamlega óviðbúinn. Þegar gengi íslenzku krónunnar var fellt á sl. ári, hafði það staðið óbreytt frá árinu 1961, en á sama tima höfðu laun kvenfólks, sem er stærsti hluti vinnukraftsins, t. d. fataiðnaðinum, hækkað um 137%. Innflutta varan hefur á þessu tímabili svo til staðið i stað hvað verð snertir, og íslenzki iðn- aðurinn hefur því ekki getað hækkað verð á framleiðslu sinni nema að mjög óverulegu leyti til þess að geta staðizt samkeppnina. Síðan hefur sífellt verið um aukningu á frílistanum að ræða, en lítið raunhæft verið gert fyrir innlenda iðnaðinn, ef undan er skilin stórefling iðnlánasjóðs, en jafnvel í því tilfelli hagar svo til, að um helmingur tekna sjóðsins Ragnar Tómasson héraðsdómslögmaður. kemur frá iðnrekendum sjálfum. Ráðamenn munu sjálfsagt kalla þetta óskammfeilni og benda á, að sett hafi verið ný lög um þetta og ný lög um hitt, en sannleikurinn er sá, að þótt ýmislegt af þessum „nýju lögum“ sé um margt at- hyglisvert, þá eru þau ekki sú vítamínsprauta, sem iðnaður okk- ar þarfnast í dag. Óneitanlega hefur nýafstaðin gengisfelling hjálpað iðnaðinum að vissu marki, þótt hún hafi ekki verið framkvæmd til að rétta hlut iðnaðarins, heldur miðaðist hún við það, að sjávarútvegurinn héld- ist gangandi. Þannig hefur iðnað- urinn eiginlega velkzt um í öldu- sjónum, ýmist notið góðs eða ills eftir atvikum, en þetta hefur allt verið tilviljunum háð. Iðnaðurinn er í eðli sinu við- kvæm atvinnugrein, sem þarf að fá næði til að þróast smám saman í það að verða samkeppnisfær. Hann er viðkvæmur fyrir óllum verðsveiflum og átökum um efna- hags- og kjaramál. Ekkert iðnfyr- irtæki, hversu öflugt sem það er, getur dafnað við þau skilyrði, sem íslenzk iðnfyrirtæki hafa orðið að búa við. — En hvers vegna eru menn þá að leggja stund á iðnað, ef aðstað- an er svona slæm? — Það er tæplega við öðru að búast, en að þeir, sem lagt hafa allt sitt undir við stofnsetningu og uppbyggingu iðnfyrirtækis, reyni að klóra í bakkann meðan hægt er. Menn hlaupa ekki svo glatt frá slíku og hafa jafnvel ekki í önnur hús að venda. Margir þeirra, sem fást við iðnað, hafa í upphafi hugsað sér að skapa sjálfum sér atvinnu þar með, frekar en að ávaxta fé sitt, eins og annars stað- ar er tíðast. í dag leggur enginn fé í iðnað til að ávaxta það. Fjár- festing í fasteignum er t. d. mun

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.