Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1968, Page 69

Frjáls verslun - 01.02.1968, Page 69
FRJÁLS VERZLUN 69 vióskiptaheimurinn AFRlKA Japanir herða mjög fjárfestingu sína í Afríku. Aðstaða þeirra í ný- frjálsu ríkjunum er góð. Þeir áttu aldrei nýlendur í álfunni og eru þar að auki ekki hvítir á hörund. Meðan Belgar flýja Kongó, hafa Japanir nýverið náð þar námuréttindum og iðnaðarítökum. ARABALÖND Var heimurinn á barmi kjarnorkustyrjaldar í sex daga stríðinu? Rússar eru sagðir hafa sent boð gegnum Hvíta húsið, um að ísraels- menn yrðu að draga her sinn til baka. Sovétríkin skærust að öðrum kosti í leikinn. Bandaríkjamenn héldu uppi málþófi við Kreml, meðan 6. floti þeirra hraðaði sér til ófriðarsvæðisins. Rússar kiknuðu. BANDARÍKIN 74% bandarísku þjóðarinnar lýsa nú yfir fylgi við Víetnam-stefnu Johnsons. Kommúnistar misreiknuðu sig alvarlega, því að Bandaríkja- menn þjappa sér fastar saman á neyðartímum en flestar þjóðir gera. Nixon sækir á í prófkjöri repúblikana. í N.-Hampshire, þar sem fyrsta prófkjörið er haldið, eru yfirburðir hans gegn Romney 3:1. Romney var nýlega í Víetnam og fékk hörmulega útreið í blöðum vegna misheppnaðrar framkomu og ummæla. KÍNA Skömmu fyrir töku njósnaskipsins Pueblo gerðu Kínverjar tilraun til töku skips sömu gerðar. Kínverskir fallbyssubátar skipuðu skipstjór- anum að sigla í kjölfarið. Hann neitaði, og bátarnir eltu skipið um stund. Ekkert varð úr töku. Þessi atburður er sagður skýringin á drætti Pueblo-manna við að senda út neyðarkall. KÓREA Taka Pueblo sýndi alvarlegan veikleika í hernaðarmætti Banda- ríkjanna. Víetnam hefur sogað til sín svo mikinn herafla, að þeir eru ófærir um að heyja meiri háttar átök annars staðar. Aðeins þrjár flug- vélar höfðu vegna nálægðar möguleika á að koma Pueblo til hjálpar. Þær kom aldrei til greina að senda. Ástæðan: flugvélarnar, vopnaðar kjarnorkusprengjum, voru aðeins ætlaðar til flugs, ef heimsstyrjöld væri skollin á. NORÐURLÖND Svíþjóð er eitt Norðurlandanna eftir undir stjórn sósíaldemókrata. Borgaraflokkarnir gætu sigrað þar í næstu þingkosningum, ef þeim tækist að sannfæra kjósendur um samstöðu sína við stjórnarmyndun. í Noregi og Danmörku réði þetta atriði úrslitum. Sigur róttækra (flokks Baunsgaards) hefur ekki áhrif á aðildina að NATO. Hægri flokkarnir og sósíaldemókratar standa saman um utanríkisstefnuna og eru í yfirgnæfandi meirihluta á þingi. ÞYZKALAND Enginn samdráttur hér á næsta ári. Spáð er 7% aukningu í fjár- festingunni.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.