Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 8
Leifur Magnússon tók nýlega við starfi fram- kvæmdastjóra flugrekstrar- og tæknisviðs hjá Flugleiðum en þetta er ein af fimm fram- kvæmdastjórastöðum félagsins. Undir hana heyrir rekstur á flugvélum, störf flugáhafna, tækni- og viðhaldsdeild og rekstur stöðva fé- lagsins á Keflavíkurflugvelli, í New York, Chicago og Luxemborg. Alls munu það vera um 800 manns, sem starfa á vegum þessarar deildar Flugleiða. Leifur Magnússon er fæddur 22. október 1933 og varö stúdent frá MR 1953. Hann tók próf í rafmagnsverkfræði í Hanover 1960 og varð skömmu síöar verkfræðingur hjá flug- málastjórn. Frá júni 1963 var Leifur ráðinn framkvæmdastjóri flugöryggisþjónustunnar og settur forstöðumaður fjármála hjá flugmála- stjórn 1968—1972. Hann hefur verið varaflug- málastjóri síöan í maí 1973 og varaformaður flugráös. „Áætlunargerð um framtíðarflugkost Flug- leiða er eitt helzta viöfangsefnið, sem flug- rekstrardeild vinnur að“, sagði Leifur í samtali við FV. „Þaö er þegar búið að vinna mikið að þeim málum í sérstakri nefnd hjá félaginu". Þess má geta, að Leifur Magnússon varð ís- landsmeistari í svifflugi á svifflugmótinu, sem nýlega var haldið á Hellu. Hann hafði áður orðið íslandsmeistari 1972 og 1976 en svif- flugsiðkun hóf hann 1955. Leifur hefur verið lengst á lofti í svifflugu í 7 tíma. „Það munu vera um 80—100 manns, sem stunda svifflug hér á landi", sagði Leifur. „Að- stæður hér eru erfiðar til að stunda þessa íþróttagrein vegna veðráttunnar. Þróunin hefur því orðið hæg og við erum mikið á eftir öðrum þjóóum í tækjabúnaði. Erlendis eru svifflugur yfirleitt gerðar úr trefjaplasti nú til dags en við notumst enn við trésmíðina". Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri Kaupfé- lags Eyfirðinga á Akureyri, tók á síðasta aðal- fundi Sambandsins við formennsku í stjórn Sambandsins, en hann hefur átt sæti í henni frá því 1975, sem ritari. Valur Arnþórsson sagði, aó hlutverk stjórn- arformanns í stórum dráttum væri að fylgja eftir í samvinnu við forstjóra Sambandsins þeim á- kvörðunum sem teknar eru af stjórninni og fylgjast með framgangi þeirra ákvarðana. A milli funda stjórnarinnar er formaður stjórnar aðaltengiliður stjórnar Sambandsins annars vegar og forstjóra og framkvæmdastjóra Sam- bandsins hins vegar. Auk þess er eitt af hans hlutverkum, aö fylgjast með félagsmálahliðinni í starfi Sambandsins og samvinnuhreyfingar- innar. Stjórn Sambandsins, sem fer meö æösta vald í málum Sambandsins er skipuð 9 mönn- um víðs vegar að af landinu. Valur er fæddur 1. marz 1935 á Eskifirði. Að loknu landsprófi frá Eiðum, nam Valur við Samvinnuskólann í Reykjavík. 18 ára hóf hann störf hjá Samvinnutryggingum í Reykjavík, en stundaði síðar viðskipta- og trygginganám, veturinn 55— 56, í London. Starfaði hann síðan hjá Samvinnutryggingum til 1965. Um tíma var hann einnig við nám í sænskum samvinnuskóla og kynnti sér þar starfsemi sænskra kaupfé- laga. Valur Arnþórsson hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga sem fulltrúi kaupfélagsstjóra. Árið 1970 varð hann aðstoðarkaupfélagsstjóri og 1971 tók hann við stöðu kaupfélagsstjóra. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.