Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 52
Vilja íslendingar semja beint um orkuframkvæmdir? — spyrja fulltrúar CGEE Alsthom „Við höfum verið óheppnir í viðskiptum okkar við íslendinga að undanförnu. Við urðum undir í samkeppninni um Sigöldu og Hrauneyjarfossvirkjum, því að aðrir komu með lægri tilboð. Samt vonumst við til að geta áfram átt ánægjuleg samskipti við ísland og tekið þátt í framtíðarorkufram- kvæmdum þar“. Það var Michel Renon hjá út- flutningsdeild CGEE Alsthom í Frakklandi, sem sagði þetta í sam- tali við F.V. í París, en hann ræddi við okkur eina kvöldstund ásamt starfsbróður sínum Michel Cazes, sem einnig starfar að útflutnings- málum Alsthom. Renon hefur oft- sinnis komið til (slands og hefur átt samskipti við marga íslendinga, sem að orkumálum starfa. Hann fór hinum mestu viðurkenningar- orðum um þessa aðila, einkanlega forsvarsmenn Landsvirkjunar. Renon sagði, að þótt aðrir hefðu boðið lægra í Sigöldu og Hraun- eyjarfoss hefði Alsthom þó gert viðskipti við ísland á undanförnum árum. Árið 1973 var samið um búnað fyrir Mjólkárvirkjun vestra fyrir eina milljón franka. Renon sagði, að það myndi hafa verið í fyrsta skipti sem Rafmagnsveitur ríkisins fengu tæki í orkustöðvar sínar afhent á réttum tíma. Þá seldi Alsthom hluta af búnaði til Kröflu- virkjunar. Þeir Renon og Cazes létu í Ijós þá von, að Alsthom fengi í fram- tíðinni tækifæri til að vinna heilan samning um orkuver á íslandi í stað þess að verkefnum væri skipt jafnmikið niður á einstaka fram- leiðendur og gert hefði verið upp á síðkastið. Þá vörpuðu þeir fram þeirri spurningu, hvort ekki væri tímabært fyrir íslenzk yfirvöld aö íhuga þann möguleika að semja beint við framleiðendur og.verk- taka á sviði orkuframkvæmda í stað þess að bjóða öll vérk út. Reynslan hefði sýnt, að tilboð stæðust ekki, afhending drægist úr hömlu og verkin yrðu sízt ódýr- ari en ef samið væri beint. Þeir fullyrtu að Alsthom gæti t.d. boðið mun betri skilmála ef af slík- um samningum gæti orðiö og myndi njóta til þess tilstuðlunar franskra peningastofnana, sem þá lánuöu til lengri tíma og á lægri vöxtum. Annars tóku þeir fram, að forvinna af íslendinga hálfu vegna útboða væri mjög góð og hefði vel tekizt til um útboðslýsingar sem Electrowatt og fleiri verkfræðifyr- irtæki hefðu samið. CGEE Alsthom er eitt af fyrir- tækjunum í samsteypunni Compagnie Générale d’Electricité en það er meðal þekktustu fyrir- tækja í framleiðslu á alls kyns búnaði til orkuframleiðslu. f þess- ari samsteypu eru um 100 fyrirtæki og á vegum hennar starfa 130 þús. manns. CGEE Alsthom er stærsta verktakafyrirtæki í orkuiðnaðinum í Evrópu og starfa hjá því 14 þús. manns. I meir en hálfa öld hefur Alsthom byggt rafaflsstöðvar í meira en 100 löndum heims. Nýjar stöövar erlendis eru nokkuð á annað hundrað árlega en verk- smiðjur fyrirtækisins starfa í 15 löndum. Alsthom tekur að sér uppbyggingu orkuvera á virkjun- arstað og annast framleiðslu á öll- um nauðsynlegum tækjum í verk- smiöjum sínum, þar á meðal túr- bínum, raflínum og dreifikerfum. Þeir Renon og Cazes sögðu, að þrátt fyrir aukna kjarnorkuvæð- ingu væru vatnsvirkjanir í fullum gangi víða um heim. Stórátak er gert í þeim efnum í S.-Ameríku, sérstaklega Brasilíu og ennfremur Afríku. Alsthom er nú að Ijúka við gerö orkuvers í Aqua Vermelha í Brasilíu, sem er 6X250 megavött. Verður það afhent í september n.k. Þá hefur fyrirtækið gert stærsta samning sinn til þessa einnig við Brasiliumenn en hann er um nýtt orkuver 8X250 megavött og á fyrsta áfanga að verða lokið 1982. Þó Alsthom sé þannig að byggja stórvirkjanir vildu þeir Renon og Cazes þó minna á að fyrirtækið hefði mikla reynslu í gerð minni orkuvera, þar sem svokallaðar „míkró-hydró“-stöðvar hafa leyst dísilrafstöðvar af hólmi. Er hér um að ræða staðlaða framleiðslu á 500 kílóvatta upp í tveggja mega- vatta stöðvum og hafa þær verið sérstaklega sniðnar fyrir staði utan aðalveitukerfis. Hreyflll (túrbínu frá Alsthom. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.