Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 86

Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 86
næst er sandur og aska hreinsuð úr, blandað saman við efnið natríumkarbónati og blandan efna- glædd í sérstökum brennsluofni þar sem jafnframt hverfa úr blönd- unni öll lífræn efni. Aö brennslu lokinni er efnið enn hreinsað og flokkað í sérstökum tækjum, síöan sekkjað í 23 kg pappírssekki og flutt meö bílum til Húsavíkur þar sem það er lestað í skip og flutt á erlendan markað. Framleiddar eru 5 mismunandi tegundir af kísilgúr eftir því til hvers hann er notaður. Gufan, sem fengin er úr borhol- um í Bjarnarflagi, er forsenda þess að þessi vinnsla beri sig. Upphaf- lega var reiknað út að þurrkun á kísilgúr meö olíu mundi kosta um 8 US$ á hvert tonn á móti 2 US$ á tonn með gufu. í september í fyrra, þegar mestu umbrotin voru á Mývatnssvæðinu, eyðilögðust 3 af 5 borholum í Bjarnarflagi og eru fyrirsjáanlegir erfiðleikar á rekstri verksmiðjunn- ar ef ekki verða fljótlega boraðar nýjar holur. Fram að þessu hefur tekizt að komast hjá gufuskorti með því að loka fyrir gufu til Laxárvirkjunar og vegna þess að afköst verksmiðjunnar hafa ekki verið nema 70% nú fram í júní- mánuð. Orsök þess eru skemmdir á hráefnisþróm, en nauðsynlegt hefur verið að aka möl og sandi í þær og skapast margvíslegar tafir í framleiðslunni af völdum sands í kísilgúrnum. 140—150 mannár ekkl fjarri lagi Eignarhlutdeild Johns Manville Inc. í Kísiliðjunni byggist á þeirri stöðu sem það fyrirtæki hefur á- unnið sér á heimsmarkaði fyrir kísilgúr. J. M. annast alla mark- aðsfærslu á afurðum Kísiliðjunnar og selur undir sínu vörumerki. Ef frá er talin nokkur sölutregða, sem vart varð við upp úr orkukreppunni á árunum 1975 og 1976, hefur salan gengið mjög vel. Vegna erf- iðleika af völdum náttúruhamfar- anna hefur fyrirtækið misst af nokkurri sölu, en vonir standa til að takast muni að vinna það upp á síðari hluta þessa árs, ef ekkert ó- vænt verður uppi á teningnum. Þorsteinn Ólafsson sagöi okkur að ef fram héldi sem nú horföi, gerði hann ráð fyrir að heildarút- flutningstekjur Kísiliðjunnar gætu orðið nálægt 1300 milljónum króna á árinu. Hjá fyrirtækinu vinnur eingöngu íslenzkt starfslið alls 70 manns. Þegar við spurðum hvað Kísiliðjan skapaði mörgum atvinnu, þegar með væri talin út- skipunin á Húsavík sagðist Þor- steinn geta gizkað á 140—150 mannár í það heila, þótt rétt væri að taka þá tölu með fyrirvara, þetta hefði ekki verið reiknað út ná- kvæmlega. Til hvers er kísilgúr notaður? Eflaust eru margir sem ekki vita til hvers efnið kísilgúr er notað. Sennilega eru þeir enn færri sem vita að efnið hefur veriö þekkt hérlendis um langan aldur og þá Niður við höfn er birgða- skemma Johns Manville og Kísil- iðjunnar. Þetta er tæplega 30 þúsund fermetra hús og í því eru að jafnaði geymd 2000 tonn af kísilgúr. Ráðsmaður á staðnum er Hörður Agnarsson. Hann fræddi okkur á því, að kísilgúrnum væri verið kallað ýmist barnamold eða pétursmold, en það er unnið úr skel kísilþörunga sem lifa í Mý- vatni. Á botni vatnsins er þykkt lag af þessum skeljum og er lauslega áætlað að þar sé um 100 milljón rúmmetrar og muni það endast í áratugi. Þorsteinn Ólafsson sagöi aö kísilgúr væri mest notaður við síun og hreinsun efna og matvæla, svo sem við sykurhreinsun og fram- leiðslu á bjór. Þá er hann einnig notaður sem fylliefni í málningar- iðnaði, í alls konar lyfjagerð og snyrtivöruframleiðslu og síðast en ekki sízt væri hann eitt af uppi- stöðuefnunum í þvítannkremi sem við notum dags daglega. ekið frá Reykjahlíð á flutningabíl- um Kísiliðjunnar sem flyttu 20 tonn í hverri ferð, þar af 10 tonn á aftanívagni. Þeir hefðu 4 bíla í förum og tæki hver ferð að jafnaði 6 klukkustundir með lestun og losun. Kísilgúrinn, eða péturs- mold, eins og hann mun kallast á Hðrður í birgðaskemmunnl. Johns Manville á Húsavík: Húsmæður sjá um útskipun á kísilgúrnum 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.