Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 68
CHSE og Poclain sameinast
Vélar & þjónusta h.f.
fær verðlaun fyrir ár-
angur í sölu á Case--
skurðgröfum
Þó að ekkl séu nema tvö ár síð-
an fyrirtækið Vélar & þjónusta h.f.
tók að sér innflutning og sölu fyrir
bandaríska vinnuvélaframleið-
andann J I CASE hefur því þegar
tekizt að verða lelðandl á íslenzk-
um markaði. Á síðasta árl voru
65% traktorgrafa, sem seldar voru
til íslands CASE gröfur. Á markaði
þar sem fyrir eru sterkir aðllar
með viðurkennd merki er mjög ó-
venjulegt að nýtt fyrirtækl nái svo
góðum árangri. En þessi árangur
CASE á íslandi er aðeins eitt
dæmi um þá vaxandi áherzlu, sem
CASE hefur lagt á evrópskan
markað.
CASE, sem er í eign bandaríska
olíufélagsins Tenneco, er nú næst
stærsti framleiðandi vinnuvéla í
neiminum á eftir Caterpillar. Hing-
að til hefur fyrirtækið haft fremur
slaka markaösstöðu í Evrópu, en
þar eru 30% heimsmarkaðarins
fyrir slíkar vélar. Það hefur því
verið á dagskrá hjá CASE að bæta
markaösstöðu sína í Evrópulönd-
um og hefur þegar náðst veruleg-
ur árangur. Árið 1977 jókst sala
CASE í Evrópu um 30% miðað við
árið áður. í því skyni að bæta enn
stööu sína keypti CASE nýlega
40% hlutabréfa í franska vinnu-
vélafyrirtækinu Poclain og er
reiknað með því að þaó muni færa
CASE 20% söluaukningu í Evrópu
á þessu ári.
Thomas J. Guendel, stjórnar-
formaður CASE og aðalforstjóri
skýrði frá þessari sameiningu fyr-
irtækjanna á blaðamannafundi í
París nýlega, en blaðamaður
Frjálsrar verzlunar var meðal 120
blaöamanna, sem fundinn sóttu.
Guendel sagði að þrátt fyrir góðan
árangur á síðasta ári þá hamlaði
það frekari markaðssókn aö dreif-
ingarkerfi CASE í Evrópu væri ó-
fullkomið og að fyrirtækið hefði
ekki á boðstólum evrópska skurð-
gröfu, sem gott dreifingarkerfi
verður aö byggja á. Smærri vinnu-
vélar framleiðir fyrirtækið hins
vegar í sex verksmiðjum í Evrópu.
Sameining við Poclain, sem er
leiðandi gröfuframleiðandi í heim-
inum, með þéttriðið sölunet í Evr-
ópu var því mjög hentug lausn fyrir
CASE, auk þess sem ráðstöfunin
leysti þá erfiðleika, sem Poclain
fyrirtækið var komið í.
Guendel benti á að Poclain og
CASE bættu hvor annan upp á
mörgum sviðum: CASE er stærsti
gröfuframleiðandi í Bandaríkjun-
um, en Poclain sá stærsti utan
Bandaríkjanna. CASE hefur mjög
fjölbreytta framleiðslulínu af
vinnuvélum, Poclain ekki. Poclain
framleiðir stórar gröfur, CASE
ekki. CASE hefur gott dreifingar-
kerfi í Bandaríkjunum, sem Po-
clain skorti. En Poclain var sterkt
utan Bandaríkjanna og þá sér-
staklega í Evrópu, þar sem CASE
vantaði styrk. ( Brasilíu, sem er
stærsti markaður í Suður-Ameríku
er CASE stærsti framleiöandi
traktorsgrafa og hjólaskófla en
Poclain bætir þá stöðu, sem
stærsti seljandi skurðgrafa þar í
landi.
Verðlaun fyrlr mlkla sölu
Á eftir blaðamannafundinum var
haldinn fundur stjórnenda CASE
með umboðs- og sölumönnum
fyrirtækisins í Evrópu. Voru þar
meðal annars veitt þrenn verðlaun
fyrir góðan söluárangur, og komu
ein í hlut Véla & þjónustu h.f. Pétur
Óli Pétursson framkvæmdastjóri
Véla & þjónustu tók við verðlaun-
unum. Marc Lentacker sölustjóri
CASE í Evrópu sagði í samtali við
Frjálsa verzlun að CASE legði á
það áherzlu að umboðsmenn fyr-
irtækisins væru ekki aðeins sölu-
menn fyrir vélar þess heldur væri
það grundvallarskilyrði að þeir
gætu veitt fullkomnustu þjónustu
við vélar viðskiptavinanna, sem völ
væri á.
„Það er í gegnum söluaðilann,
sem viðskiptavinir dæma fram-
leiðandann. Því verðum við að
gæta vel að því við val á umboðs-
mönnum að þeir geti veitt við-
skiptavinum beztu hugsanlegar
upplýsingar, viðgerða- og vara-
hlutaþjónustu. Þetta ásamt miklu
úrvali af góðum vélum hefur skap-
að okkur góða markaðsstöðu, eins
og dæmið (sland sannar".
68