Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.06.1978, Blaðsíða 9
Jóhanna Sigurðardóttir var nú í síðustu Al- þingiskosningum kosin á þing fyrir Alþýðu- flokkinn. Er hún fyrsta konan, sem kjörin er á þing fyrir Alþýðuflokkinn og jafnframt eina konan í hópi þeirra, sem setjast á þing í fyrsta skipti, þegar Alþingi tekur til starfa í haust. Jóhanna er fædd í Reykjavík 4.10.1942. Hún lauk Verzlunarskólaprófi 1960. Um 8 ára skeið starfaði hún sem flugfreyja hjá Loftleiðum, en er nú innheimtustjóri hjá Kassagerð Reykjavík- ur. Jóhanna var einnig þingskrifari að auka- starfi 1962— 65 og 1969— 72. Hún hefur starfað mikið að félagsmálum. Sat m.a. í stjórn flugfreyjufélagsins, og var formað- ur þess félags um skeið. Hún á sæti í stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og í verka- lýðsmálanefnd Alþýðuflokksins. Hún er einn af stofnendum félagsskaparins Svölurnar, sem er félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja og var formaður félagsins um eins árs skeið. Jóhanna sagðist hafa haft afskipti af verka- lýðsmálum frá því hún var um tvítugt. Hún hefur einnig verið tvisvar á lista Alþýðuflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar. Jóhanna hefur mest- an áhuga á félagsmálum, en sagðist gera sér grein fyrir að það yrði aö ganga fyrir að takast á við þann efnahagsvanda, sem þjóðin á við að etja, þegar Alþingi tekur til starfa. Þau mál, sem eru efst á dagskrá hjá henni í augnablikinu eru lífeyrissjóðsmálin og það misrétti, sem hún tel- ur að þar sé um að ræða og málefni þroska- heftra, sem hún álítur að skilningsleysi stjórn- valda hafi verið of mikið gagnvart. Guðlaugi Þorvaldssyni, háskólarektor, hefur verið veitt staða sáttasemjara ríkisins, en hann tekur við starfi 15. apríl á næsta ári, er rekt- orskjör hefur farið fram. Guðlaugur sagði, að þetta yrði vandasamt starf sem hann tækist á hendur. Samkvæmt nýjum lögum á starfið aö vera fullt starf allan ársins hring, og ráða á starfslið við embættið. Hlutverk sáttasemjara ríkisins er í stórum dráttum að annast sáttastörf í kjaradeilum og fylgjast með kjaramálum yfirleitt. Guðlaugur sagðist myndu reyna að ferðast um landið og á vinnustaði til aö reyna að vinna fyrirbyggjandi starf þegar hann tæki viö. Guðlaugur Þorvaldsson er fæddur 13. októ- ber 1924 í Grindavík. Úr Flensborgarskólanum í Hafnarfirði fór hann í Menntaskólann á Akur- eyri og varð þaðan stúdent 1944. Haustið 1945 settist hann í viðskiptadeild Háskóla (slands. Varð síðan fulltrúi á Hagstofu íslands og síðar deildarstjóri til ársins 1966, en kenndi jafnframt frá því árið 1956 í Háskóla íslands. Árið 1958 starfaði Guðlaugur á norsku og þýzku hag- stofunum ávegum Efnahagsstofnunar Evrópu. 1966 tók hann við stöðu í fjármálaráöuneyt- inu sem ráðuneytisstjóri og gegndi því starfi til 1967 er hann varð prófessor við Háskólann. 1968 dvaldi Guðlaugur um hálfs hárs skeið í Bandaríkjunum á vegum Eisenhower Ex- change Fellowship, og ferðaðist þar um og kynnti sér ýmsa háskóla og stjórnsýslustofn- anir, stjórnun þeirra o.fl. Var hann fyrsti (s- lendingurinn, sem fékk styrk þessarar stofnun- ar. Rektor Háskóla (slands varð Guðlaugur kjörinn 1973 og endurkjörinn 1976.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.