Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 85

Frjáls verslun - 01.06.1978, Page 85
Kisiliðjan hf.: Góð afkoma þrátt fyrir 70% afköst og mikið tjón Kísiliðjunni hf. við Mývatn var ekki spáð glæsilegri framtíð á sín- um tíma, enda settu tæknilegir erfiðleikar og reksturskostnaðar- hækkanir fyrirtækinu stólinn fyrir dyrnar á fyrstu árum þess. Upp- haflega var verksmiðjan hönnuð fyrir 12 þúsund tonna afköst á ári, en gert ráð fyrir að hana mætti stækka. Sú fyrirhyggja reyndist ríða baggamuninn. Með stækkun jukust afköst verksmiöjunnar á ár- inu 1971 í 24 þúsund tonn, og við það gjörbreyttist rekstrarstaðan. Þrátt fyrir mikið tjón á mannvirkj- um vegna jarðhræringa og gliðn- unar í Bjarnarflagi þegar mest gekk á í fyrra, skilar fyrirtækið hagnaði. Mesta tjónið varð á hráefnis- þróm. Fékkst það ekki bætt og ný þró sem fyrirtækið hefur látið gera og er nú tekin í notkun kostar hvorki meira né minna en röskar 300 milljónir. Sú þró er á þeim stað í nágrenni verksmiðjunnar þar sem aldrei hefur áður orðið vart við gliðnun í jarðskorpunni. Þótt hún sé í nokkurri fjarlægð frá verksmiðjunni vegur öryggið á móti þeim kostnaði sem af vega- lengdinni hlýzt. Gufan er forsenda framleiðslunn- ar Þorsteinn Ólafsson annar fram- kvæmdastjóra Kísiliðjunnar hf. leysti greiðlega úr spurningum blaðamanna og fara upplýsingar hans hér á eftir. Hlutafjáreign í fyrirtækinu skipt- ist þannig að íslenzka ríkið á 51%, bandaríska fyrirtækið Johns Man- ville Inc. á 48% og sveitarfélög á Norðausturlandi eiga 1 %. Kísiliðjan er að vissu leyti ein- stakt fyrirtæki í þessari grein iðn- aðar þar sem hvergi annarsstaðar í heiminum er unninn kísilgúr með gufuþurrkun. Votvinnslan, sem er fyrstu liður vinnslunnar í verk- smiðjunni, er algjörlega íslenzk uppfinning og á sér heldur ekki hliðstæðu. Hún gengur þannig fyrir sig í stórum dráttum, að leðju er dælt inn í verksmiðjuna úr hrá- efnisþrónum, hún hituð upp með gufu, sýrð með brennisteinssýru og vatn sogað úr með sogsíum. Þannig eru myndaðar kísilkökur með 25% þurrefnisinnihaldi, en þessi upphitun og sýring auka þykkt kökunnar. Því næst tekur við þurrvinnsla, en þá er efnið þurrkað í sérstökum gufuþurrkara, þar 85

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.