Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 36

Frjáls verslun - 01.09.1978, Síða 36
samtídarmadur „Afköstin rúmlega þrefölduðust með skipulagsbreytingu í kexverksmiðjunni" Viðtal við Magnús Ingimundar- son, framkvæmdastjóra í Frón um kexframleiðslu, skipasmíð- ar í Frakklandi og Thermo- pane-einangrunargler, sem senn verður framleitt hér innan- lands — Þegar við gengum í EFTA störfuðu hér tvær kexverksmiðjur, sem að mestu voru í eigu sömu aðila. Megnið af því, sem gert var í verksmiðjun- um var hrein handavinna. Það var ekkert vélrænt nema hræran og baksturinn sjálfur. Meira að segja pökkunin var handavinna. Það hlaut að koma til vandræða út af þessu og ekki seinna vænna að breyta framleiðsluháttunum, þegar samkeppnin jókst og tollar á innfluttu kexi voru smám saman lækkaðir. Þannig komst Magnús Ingimundarson, fram- kvæmdastjóri kexverksmiðjunnar Frón að oröi í upphafi viðtals viö Frjálsa verzlun. — Árið 1968 byrjuðum við með smávegis vél- væðingu í Frón en Esja var lögð niður og eignir hennar seldar, eða réttara sagt voru þessi tvö fyr- irtæki sameinuð frá áramótunum 1976— 77. — Þið hafið hlítt ráðum þeirra, sem sögðu að hér yrðu að myndast stærri einingar til að stand- ast samkeppnina? Magnús: — Já, bæði það og jafnframt hitt líka, að við vildum auka framleiðnina hjá starfsfólkinu. Hjá báðum verksmiðjunum var aðeins ein fram- leiðslulína en núna eru þrjár framleiðslulínur í Frón, sem segja má að séu algjörlega sjálfvirkar. Þannig þurfum við ekki annaö en að setja deigið í og taka síðan kökurnar út og pakka þeim í pökk- unarvélum. Þessar breyttu framleiösluaðferðir voru algjör forsenda fyrir því að við gætum keppt í verði. Á þessu ári gerum við ráð fyrir að fram- leiðslumagnið verði alls um 1200 tonn en 1973 var framleiðsla Frón 360 og hjá Esju eitthvað um 220 tonn. Starfsmannahaldiö við þessa framleiðslu stend- ur eiginlega í stað, þó að afköstin séu nú 1200 tonn í stað 600 áður hjá báðum verksmiðjunum. Við framleiðsluna starfa hjá okkur 48 manns núna en það var ívið meira hjá báöum verksmiðjunum 1973. — Hvernig hafið þið staðið að vígi í samkeppni við erlenda framleiðendur síðustu árin? Magnús: — Innflutningsmagnið hefur gjör- breytzt undanfarin ár, þannig að það fer lækkandi með hverju ári. Sem dæmi um þetta get ég nefnt, að í lok júnímánaðar var innflutningur tæplega 100 tonnum minni en á fyrra helmingi ársins í fyrra. Við höfum unnið töluvert á og hugmyndin er sú að fjölga tegundum og auka hlutdeildina enn. Þótt innflutningsmagnið fyrir fyrstu sex mánuöi ársins sé um 100 tonnum minna en í fyrra er verðmagnið 66 milljónum meira en á sama tíma í fyrra. — Urðuð þið ekki að játa fyrir sjálfum ykkur og öðrum að þið höfðuð dregizt aftur úr og gátuð þess vegna ekki mætt samkeppnisaðilum, þegar innflutningurinn fór fyrir alvöru að segja til sín? Magnús: — Starfsemin stóö ákaflega mikið í stað vegna þess að þetta var ekki bein verk- smiðjuvinna heldur handavinna. Árið 1973 fram- leiddum við ekki fleiri en 8— 10 tegundir en núna eru þær um 20 og við höfum í hyggju að auka fjölbreytnina enn. Raunveruleg forsenda fyrir því að við gætum keppt við erlenda aðila var að fá vélar til þess. Þetta hefur svo sannarlega komið á daginn. — Verða reglulegar breytingar á framboðinu hjá ykkur eða er framleiðslan óbreytt árum sam- an? Magnús: — Hvað varðar gamla kexið okkar, eins og matarkexið og annað gróft kex, þá hefur það alveg fylgzt með aukningunni. Það er jafnað- arlega um 40— 42% af heildarmagninu. Ég óttaðist að einhver samdráttur yrði í sölu á þessum teg- undum en þær hafa alveg haldið sínu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.