Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 37

Frjáls verslun - 01.09.1978, Page 37
Magnús Ingimundarson tók vlð starfi framkvæmdastjóra kexverksmiðjunnar Frón og Umboðs- og heildverzlunarinnar Frón hf. árið 1974. Hann hafði haft mikil afskipti af rekstri kexverksmiðjunnar sem starfsmaður hjá Eggert Kristjánssyni & Co., en Magnús er tengdasonur Eggerts. Magnús er Akureyr- ingur, stundaði nám við Verzlunarskóla islands og síðan viðskiptafræðinám við háskólann í Berkeley í Kaliforníu, þar sem hann útskrifaðist árið 1945. Um áramótin 1945—46 hóf hann störf hjá Eggert Kristjánssyni & Co. — Hvaða tegundir seljast mest? Magnús: — Það eru þessar grófu tegundir fyrst og fremst, en síðan kemur kremkexið. I því hefur salan verið 28—32% af heildinni á ári. Svo er súkkulaðihúðaða kexið en salan í því er bundin árstíðum, er mest þegar fólk er á ferðalögum um landið. — Það er matarkexið, sem hefur vinninginn? Magnús: — Já, matarkexið og mjólkurkexiö hafa greinilega vinninginn. Það er líka ódýrast. Áður fyrr virtist matarkexiö vera langvinsælast meðal sjómanna, sem kölluðu það Sæmund, eftir framkvæmdastjóranum í Esju. Þeir höfðu það mikió með kaffinu enda er kexið mjög matarmikið, sérstaklega ef menn nota nú smjör og ost á það, eins og algengt er. Á vinnustöðum, þar sem kaffi er veitt, nýtur matarkexið líka mikilla vinsælda, og húsmæður kaupa það til að hafa heima handa börnunum. Mér hefur komið það sannarlega á ó- vart hvað matarkexið selst vel miðað við allar breytingar á neyzluvenjum og fjölbreytni í fram- boði. Ég tel, að við höfum staöið okkurvel í nýjungum. Þaö er ágætur árangur aö fjölga tegundum úr 9 í 20 á nokkrum árum. Nýjasta varan eru smákök- urnar, sem hafa hlotið góðar viðtökur. Við ætlum að bæta við fleiri tegundum af þeim og núna í næsta mánuði byrjum við að framleiða piparkökur, eins og reyndar var gert hér í Frón fyrr á árum. Ný kextegund mun svo koma á markaðinn á næsta ári. — Kostar það mikið fé og fyrirhöfn að kynna nýja tegund á markaðnum, undirbúa framleiðslu og afla hentugra umbúða? Magnús: — Það er töluverð vinna við þetta. Við reyndum t. d. upphaflega að fá umbúðir fyrir smá- kökurnar hérna innanlands en þær reyndust ekki nógu sterkar, svo að við kaupum þær prentaðar erlendis frá. Það var ekki mögulegt aö flytja efnið inn óáprentaö í þessu tilviki. Kostnaðurinn er meiri fyrir bragðið. Mér telst svo til, að undirbúnings- vinna við að koma nýrri tegund af stað kosti 1.5— 2 milljónir, þar með talin könnun á umbúðum, prentun á þeim og auglýsingar í byrjun, en þær dreifast svo á lengri tíma. — Frón hefur látið endurskipuleggja verk- smiðju sína eins og fram hefur komið, reyndar gjörbreytt öllum framleiðsluháttum með miklum árangri. Hvernig var að því verki staðið? Magnús: — í stuttu máli fórum við aö huga að 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.